Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 36

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 36
Spennuhlaðið tímabil - Á þessum tíma hleðst upp spenna á milli hjóna/sambýlisfólks. Árásar- hneigð gagnvart hlutum eykst og allir í fjölskyldunni vita hvað er að gerast. Fjölskyldumeðlimir ganga með veggjum og vita ekki hvenær sprengjan fellur, einungis að hún er um það bil að springa. Sprengitímabilið - Ofbeldisaðilinn springur og beitir ofbeldi á einhvern hátt. Bæði getur hann beitt maka sinn ofbeldinu og börn sín. Stundum getur ofbeldið verið það alvarlegt að lögregla skerst í leikinn eða einhver þarf að fara á slysadeild. I mörgum tilfellum eru veggirnir einu vitnin að ofbeldinu. Hlýja ng notalega tímabilið - Ofbeldisaðilinn sýnir iðrun, biðst fyrirgefningar og reynir að sýna ábyrgð á gjörðum sínum. Hann lofar maka sínum og/eða börnum öllu fögru og telur sig geta breytt hegðun sinni. Hann ætlar ALDREI að gera þetta aftur. úr einföldum vandamálum sem upp koma í daglegu lífi, t.d. í skóla. Hæfileikinn til að leysa vanda á annan hátt en með barsmíðum er ekki til staðar. Þau hafa lært á heimili sínu að sá sem elskar þau mest, lemur þau mest. Þannig er fyrirmyndin. Börn sem alast upp við ofbeldi á heimili sínu geta haft eitthvert þessara einkenna: ‘ Magakvalir, höiuðverk, niðurgang ng væta rúm sitt. * Eru áberandi stressuð. * Eru sviiasein og iylgja ekki eðlilegum þroska. * Eiga við talörðugleika að stríða. * Geta ekki iundið til með öðrum einstaklingum. * Ráða illa við að stjórna tiliinningum sínum. * Finnst þau ekki haia í neitt öruggt skjól að leita. * Eiga eriitt með einbeitingu og gengur illa í skóla. * Lélegt sjálismat. þar sem ofbeldi á sér stað læra hegðunina og nota hana þegar þau sjálf stofna heimili. Fræðimönnum ber ekki saman um hversu alvarleg áhrif ofbeldi í æsku getur haft á viðkomandi einstakling. Ljóst er að börn sem alast upp á ofbeldisheimili fá ranga mynd af samskiptum fullorðinna einstaklinga. Þau eiga því erfiðara með að takast á við eðlileg samskipti þegar þau vaxa úr grasi. Áfengi - Mjög margar konur vilja meina að ofbeldi eiginmanna þeirra tengist áfengisnotkun. Ofbeldinu getur verið beitt undir áhrifum áfengis, eða daginn eftir að þess hefur verið neytt. Sambandið á milli áfengisneyslu og ofbeldis er flókið og ekki hægt að útleggja á einn veg. Þó má ljóst vera að áfengisneysla afsakar aldrei heimilisofbeldi. Hún getur verið ein fjöldamargra skýringa en er aldrei afsökun. Fjöldi manna beitir maka og börn sín ofbeldi alsgáðir og yfirvegaðir. * Blendnar tilfinningar gagnvart foreldrum sínum og þau treysta illa fulforðnu fólki. Af hverju viðgengst heimilisofbeldi? Ekki er til einhlít skýring á því hvers vegna fólk beitir ástvini sína ofbeldi. Margir fræðimenn hafa rannsakað orsakatengslin og komist að þeirri niðurstöðu að margir áhrifaþættir spili þar inn í. Neðangreindir þættir þykja líklegir til að vera orsakavaldar en þetta eru einungis nokkrir af fjölmörgum orsakaþáttum heimilisofbeldis. Lærð hegðun - Börn sem alast upp á heimilum Af hverju fer hún ekki? Heimilisofbeldi snýst að hluta til um valdbeitingu. Sá sem beitir ofbeldi er að sýna vald sitt. Vald sem hann hefur yfir annarri manneskju sem í þessu tilfelli er eiginkona hans. Að sama skapi upplifir eiginkonan sig vanmáttuga, hrædda, niðurlægða og reiða. Um leið og konan er dottin í farið að vera hrædd og undir í valdabaráttunni gefst hún upp. Hún fer að líta á ofbeldið sem hluta af sambandinu, þótt hún viti innst inni að svona eigi samband ekki að vera. Lélegt sjálfsmat hennar gerir henni erfiðara að ganga út. Því lengur sem hún er í sambandinu, þeim mun erfiðara er að yfirgefa manninn. Aðrar algengar ástæður fyrir því að konur halda kyrru fyrir í ofbeldissamböndum eru: * Þær trúa því að þær geti breytt hegðun eiginmanna sinna. * Þær trúa þvi að þeir bæti sig. * Trúarleg eða menningarleg skoðun að skilnaðir séu röng ákvörðun. * Fjárhagslegar ástæður. * Hótanir um meira oibeldi eða jainvel dauða ei hún ier irá honum. * Hótanir mannsins að taka hömin ai henni eða gera þeim mein. * Hótanir um oibeldi gagnvart hennar nánustu. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Á íslandi verða hundruð barna vitni að heimilisofbeldi á ári hverju. Þau horfa á foreldra sína meiða og verða sára. Stundum verða þau fyrir ofbeldinu, bæði á beinan og óbeinan hátt. Hlutum er kastað og þeir lenda á börnum en þau geta líka verið sá aðili sem ofbeldinu er beint gegn. 1 sumum tilfellum horfa þau á eða hlusta á sársaukavein foreldranna. Foreldrar eru fyrirmyndir og börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Börn sem búa við heimilisofbeldi eiga oft mjög erfitt með að tjá tilfinningar sínar. Hegðun þeirra verður yfirleitt óeðlileg eftir að þau hafa verið vitni að ofbeldi. Þau kunna ekki að leysa Valdabarátta - I hjónabandi hefur karlmaðurinn verið drottnandi frá aldaöðli. Hann er höfuð fjölskyldunnar og hann lítur gjarnan sjálfur á sig sem sameiningartákn hennar. Þar sem bókstafstrú ríkir telur karlmaðurinn sig hafa vald frá guði til að refsa konu sinni og láta hana hlýða. Almennt er vald karlmannsins undirstrikað á einn eða annan hátt í trúarbrögðum. Ofbeldi sem karlmaðurinn beitir konuna snýst um að sýna valdstyrk sinn og þar hjálpar til að karlmenn eru í flestum tilfellum líkamlega sterkari. í rannsókn árið 1982 komu Hildigunnur Ólafsdóttir, Sigrún Júlíusdóttir og Þorgerður Benediktsdóttir fram með kenningu þar sem segir: „f reynd eru valdatengslin í hjónabandi oft líkari sambandi hins sterka og veika fremur en jafnrétthárra einstaklinga.” Fjárhagssknrtur, atvinnuleysi og streita eru þættir sem jafnframt vega þungt sem skýringar á ofbeldinu. Heimilisofbeldi þrífst á þögninni. Nauðsynlegt er að opna umrœðuna þar til allir vita að keimilisofbeldi á aldrei rétt á sér og það er ekki einkamál fórnarlambanna. Heimildir: Stjórnarskrá. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Reykjavík 1996. Almenn hegningarlög. Dóms- og kirkjumálaráðuncytið. Reykjavík. Júní 1997 Skýrsla dómsmálaráðherra um orsakir, umfang og afleiðingar heimilisofbeldis og annars ofbeldis gegn konum og börnum. Dóms- og kirkjumálaráðu-neytið. Febrúar 1997. Árskýrsla Samtaka um kvcnnaathvarf 1996. wysiwyg://24/http://dekalbsheri ff.org/domvio.html wrc-gbmc.org/Articles/violancel.html exnet.iastate.edu/Pages/nncc/Abuse/sac43ðinnocent. victi m.html. 36 v^ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.