Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 43

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 43
AUmargar kvikmyndir hafa komið fram að undanförnu sem fjaUa um ástandið í Júgóslavíu. Tvær þessara mynda hera af að flestra mati. Það eru Underground frá árinu 1995 og Before the rain frá 1994, háðar margverðlaunaðar. Þessar kvikmyndir hafa verið sýndar í sjónvarpi og eru fáanlegar á góðum myndbandaleigum. Hvorug þeirra fjallar sárstaklega um styrjaldarástandið út frá femínisku sjónarmiði, að minnsta kosti ekki á yfirborðinu. Hins vegar eru þær faáðar kröftugar ádeUur á striðsmennsku og hregða upp ógleymanlegri mynd af samspUi meintrar karlmennsku, vopnaburði og stíði. Þær eiga það líka sammerkt að gera napurt gys að alvarlegum hlutum, þótt það sé mun ljósara í Underground en Before the rain. Loks má geta þess að báðar myndirnar skiptast í þrjá kafla með aðskildri yfirskrift, hvort sem það er nú tUvUjun eða ekki. Makedónískt meistaraverk Makedónía er ekki fyrsta land Evrópu sem kemur upp í hugann þegar fjallað er um kvikmyndir. Kvikmyndin Before the rain, eða Pred dozhdot eins og hún heitir á frummálinu, breytti því að minnsta kosti hvað mig varðar. Myndin hirti flest helstu verðlaun- in á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 1994 og er vel að því komin. Leikstjóranum, Milcho Manchevski, tekst sérlega vel upp í glímunni við tímann, endurtekninguna og undarlega ólík sögusvið. England og Makedónía eru fullkomnar andstæður og ferð á milli staðanna er ekki aðeins ferð í rúmi heldur einnig tíma. Söguhetjan, ljósmyndarinn Aleksandar, tengir sögurnar þrjár saman með lúmskum hætti. Pað veitir reyndar ekki af því að horfa að minnsta kosti tvisvar á myndina til að upplifa sem flest af því sem í henni felst. Reyndar heldur vinkona mín því fram að það sé ekki á nokkurn mann leggjandi, svo áhrifamikil er myndin. Og sjálfsagt tæki á taugarnar að sjá hana í tvígang á breiðtjaldi. En í vernduðu umhverfi stofunnar heima er það engum ofraun. Deilt á hermennsku Efni myndarinnar er í raun þrjár sögur sem virðast við fyrstu sýn lítið tengjast. Ungur munkur og stúlka á flótta fella hugi saman, lífsleið kona rífst við hundleiðinlega manninn sinn og fylgir elsk- huganum á flugvöllinn og fréttaljósmyndarinn snýr aftur heim í þorpið sitt í Makedóníu. En smátt og smátt flækist maður inn í vef atburðarásarinnar og verður bæði upplýstari og ráðvilltari þegar upp er staðið. Myndin er máttug ádeila á hernaðarhyggju og „karlmennsku” á villigötum. Hún lýsir sérlega vel stöðu kvenna við slíkar aðstæður, skertu athafnafrelsi þeirra og því hvernig eigna „réttur” og stolt karlmanna leikur þær. Myndin deilir líka ákaft á þann skort á skilningi og umburðarlyndi sem elur af sér stríð eins og styrjöldina í Júgóslavíu upp úr 1990. Það sem gerir myndina enn áhrifameiri er sú staðreynd að stór hluti hennar gerist í Makedóníu, þeim hluta gömlu Júgóslavíu sem einna minnstur fréttaflutningur hefur verið frá. Þar búa múslimar og grísk-kaþ- ólskir hlið við hlið, stundum í stríði og stundum í friði. Og um það fjallar myndin fyrst og fremst. Að öðrum ólöstuðum finnst mér frammistaða Rade Serbedzija í hlutverki Aleksandar og Labina Mitevska í hlutverki Zamiru bera af. Og húmorinn í Englands- hluta myndarinnar! Víst er hann grár, en hann hittir vel. Hin óborganlega lúðrasveit Við fyrstu sýn mætti ætla að hin káta en þó gráglettna kvikmynd Underground væri fullkomin andstæða Before the rain. Hún er nánast trúðslega leikin og sirkuseinkennin eru óumdeilanleg. Hin óborganlega lúðrasveit, sem blés sig inn í hjörtu rnargra Islendinga í hitteðfyrra, gerir lítið til að draga úr þeim áhrifum. En hún er ekki síður alvarleg ádeila á stríðsrekstur. Hér er þó sjónum ekki síst beint að vopnasölunum sem næra öll stríð. Hversu langt eru þeir reiðubúnir til að ganga? Sagan ætti að kenna okkur að á því eru lítil mörk. Samt held ég að „plottið” í Underground setji það í nýtt og ótrúlega ferskt samhengi. Myndin er verðlaunamynd eins og sú fyrrnefnda, hlaut meðal annars Gullpálmann í Cannes 1995. Leikstjórinn Emir Kusturica er fæddur 1955 og átti nokkrar þekktar kvikmyndir að baki er hann gerði Underground. Sögu- sviðið er að þessu sinni Belgrad, ofanjarðar og -neðan eins og heiti myndarinnar ber með sér. Eg fer ekki nánar út í það til að spilla ekki ánægjunni fyrir nýjum áhorfendum. Það er þó óhætt að segja frá því að ýmsar hliðar á vináttu koma þar við sögu, vinátta tveggja karlmanna er örlagaþráður í myndinni og vinátta drengs og apa er ein af fjölmörgum undirsögum myndarinnar. Það er einmitt í dýragarðinum hjá Jovan sem myndin byrjar. Tíminn enn og aftur Tíminn leikur stórt hlutverk í Underground, ekki síður en í Before the rain, þótt með allt öðrum hætti sér. Það er kannski ekki und- arlegt þótt endurtekning sögunnar sé áleitið yrkisefni þeirra sem byggðu til marga ára sameinað land sem kallaðist Júgóslavía. Og talandi urn tíma, myndin er heilla þriggja klukkustunda löng, en það þarf engum að leiðast eitt augnablik. Það sem gerir Und- erground svo sérstaka er að fjallað er um háalvarlegt efni á undar- legan, gráglettinn hátt. Leikararnir eru afskaplega jafngóðir en þó fannst mér skúrkurinn Marko í túlkun Miki Manojlovic einna eft- irminnilegastur. Hvers vegna verða allir að sjá þessar myndir? Þessar kvikmyndir hafa fyrst og fremst gildi sem sjálfstæð lista- verk. En ég held einnig að eftir alla umfjöllunina um Júgóslavíu að undanförnu sé hollt að skoða verk listamanna frá þessu sundur- tætta landi og skoða þá mynd sem þeir draga upp. Þetta er enginn sósíalrealismi, en ef til vill kemst enginn nær raunveruleikanum en það fólk sem þorir að fara með hann eins og það ráði yfir honum. Og það gera þessir tveir höfundar svo sannarlega. Samt eru þetta ekki gallalausar myndir. Ruglingslegur söguþráður Before the Rain er ekki bara stílbragð heldur einnig ákveðinn veikleiki. Og höfund- ur Underground týnir sér stundum í frásagnargleðinni. En saman- borið við kosti myndanna þá er óhætt að mæla með þeim sem skylduskoðun kvikmyndaáhugafólks. 43 v€ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.