Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 7

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 7
K°nur mótmæltu aðgerðum ríkisstjórnar ÞDrsteins Pálssonar skömmu áður en hún féll, 1988. hinu opinbera. Upp úr 1960 tók kvennabaráttan í heiminum kipp og er talað um að þá hafi seinna skeið hennar hafist. Konur bund- ust vináttuböndum og sú systrasamstaða vakti þær til nýrra dáða og leiddi þær út úr þeim hugmyndum sem þröngvuðu þeim öllum inn á sama sviðið - svið heimilisins og þjónustunnar þar, en eftir seinni heimstyrjöld hafði konum verið vísvitandi beint inn á heim- ilin. Nú vildu konur annað og meira en vera húsmæður og mæður, þær vildu mennta sig og fá yfirráð yfir eigin líkama. Kröfur um getnaðarvarnir og fóstureyðingar komu fram og heitar umræður urðu um þátttöku karla í heimilis- og uppeldisstörfum. Rauðsokkahreyfingin var tákn þessarar nýju hreyfingar hér á landi. Hún var stofnuð 1970 og kom af stað mikilli vitundarvakn- ingu sem kristallaðist í hinum heimssögulega atburði - kvennaverk- fallinu 24. október 1975, árið sem kvennaáratugur Sameinuðu þjóðanna hófst. Barátta fyrir sömu launum fyrir sömu vinnu varð öflug og virðist hún hafa náð nokkrum árangri því tölur sýna að um 1980 voru laun verkakvenna mun nær því að vera jöfn launum karla en þau eru nú. Samt þótti brýnt að vinna að þeim málum sér- staklega og voru Framkvæmdanefnd urn launamál kvenna og Sam- tök kvenna á vinnumarkaði stofnuð í því skyni um 1984 en hvor- ug þeirra samtaka starfa enn í dag. Konur bundust samtökum og keyptu saman hús, Hlaðvarpann, 1985. Umræða um heimilisof- beldi fór af stað fyrir tilstuðlan kvennahreyfingarinnar og leiddi til stofnunar Kvennaathvarfsins 1982. Stofnun Stígamóta 8. mars 1990 má einnig rekja til kvennapólitískrar umræðu, svo og tilkomu neyðarmóttöku vegna nauðgunar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sem opnuð var 8. mars 1992. Áhuginn heinist inn á við Þegar Kvennalistinn bauð fyrst fram til Alþingis áttu aðeins þrjár konur þar sæti en þær eru nú átján eða um 28% þingmanna. Það er vissulega talsverður árangur en þegar litið er til ríkisstjórnar landsins hefur aldrei nema ein kona setið þar í einu, sent er að sjálf- sögðu óviðunandi. Enn er því margt ógert á því sviði en almennur, pólitískur áhugi kvenna virðist ekki vera mikill um þessar mundir og á það reyndar við um bæði kynin. Sóst er eftir konum til setu á listum til sveitarstjórna en algengt er að konur sinni þeim störfum aðeins um tíma. Brennandi, pólitískur metnaður er ekki algengur hjá ungum konum og vert að spyrja hverju það sæti. Vilja konur frekar beina kröftum sínum í aðra átt? Áhuginn virðist meiri þegar kemur að ýmis konar félögum sem vinna að því að efla sjálfstraust og vellíðan kvenna, sinna líknar- störfum eða efla vináttutengsl. Konur hópast í líkamsrækt og þær vilja syngja í kór. Á vegum Kvennakórs Reykjavíkur starfa t.d. um borgum OKKAR mm Ummæli Steingríms Hermannssanar for- sætisráðherra árið 1985 þess efnis að honum þætti grjóna- grautur góður vakti ósvikna reiði almenn- ings sem hafði tekið á sig stórfellda kjara- skerðingu. Honur ^ keyptu efni í grjóna- graut og borguðu að- eins sinn hlut, þ.e. það hlutfall sem laun kvenna voru af laun- um karla. 500 konur á öllum aldri og gefa sér tíma til að njóta uppbyggilegr- ar samveru. Kvennakirkjan er annað dæmi um kvennasamstöðu en þar er femínismi í hávegum hafður á nýjum vettvangi og þangað fjölmenna konur í messur. Þá eru ótalin öll námskeiðin sem kon- ur eru mun duglegri að sækja en karlar, saumaklúbbar og kvenfé- lög af öllu tagi. Þessar staðreyndir segja okkur að konur vilja starfa saman, samstaðan sem tengdi konur í hinni nýju kvennahreyfingu er enn til staðar en það er eins og áhuginn beinist frekar að því sem er nærandi fyrir andann heldur en að hinum harða, pólitíska heimi. Ný kynslóð - ný vandamál Segja má að öll félög sem hafa það að markmiði að vinna að hag kvenna, styrkja þær og efla, myndi kvennahreyfinguna. Þar er um fjölbreytta flóru samtaka að ræða en eru dagar hinnar sýnilegu kvennasamstöðu liðnir? Stórir, sameiginlegir fundir, t.d. 8. mars, virðast heyra sögunni til og margir velta fyrir sér hverju það sæti. Konur sem alltaf hafa verið reiðubúnar að sýna kvennasamstöðu finna sig ekki lengur í því sem er að gerast. Undanfarin ár hafa Stígamót boðað til aðgerða þennan dag en þó að konur séu á móti kynferðisofbeldi finnst mörgum að það sé aðeins eitt af baráttu- málum kvenna og halda sig því heima. Menningar- og friðarsam- tök íslenskra kvenna hafa einnig haldið fundi 8. mars undanfarin ár, í samvinnu við fleiri kvennasamtök, en þeir fundir hafa ekki verið fjölmennir. Þann 9. mars sl. var fundur MFÍK og ganga Stíga- móta meira að segja á sama tíma. Af hverju voru þær aðgerðir ekki samræmdar? Kvennaverkfallið 1975 hafði gífurleg áhrif á margar konur sem líta á það sem upphaf að kvennapólitískri vitundarvakningu sinni og nýja kvennahreyfingin hefur vissulega breytt hugsunarhætti heimsins, bæði kvenna og karla. Tilvera Kvennalistans hefur haft mikil áhrif á íslensk stjórnmál en hún hefur líka hindrað konur sem ekki tilheyra Kvennalistanum í að taka þátt í kvennahreyfingunni, þær hefur vantað vettvang. En eins og áður sagði er Kvennalistinn ekki kvennahreyfingin og kvennahreyfingin heldur áfram að vera til þó að starf Kvennalistans breytist. Framundan eru því spenn- andi tímar, það er eðli hreyfinga að breytast og laga sig að nýjum aðstæðum. Ný kynslóð hefur vaxið upp sem hefur ekki forsendur til að skilja það sem áður kveikti eld í brjóstum kvenna. Hún man varla annað en kvenforseta og er orðin vön konu í sæti borgar- stjóra. Vandamál þeirrar kynslóðar eru önnur en ekki minni og við þeim verður að bregðast. Enn er þörf fyrir hreyfingu sem berst fyr- ir bættum kjörum kvenna, karla og barna, berst fyrir réttlæti og möguleikum til hamingju í lífinu. Um það verður ekki deilt þó hægt sé að deila um leiðirnar að markinu. EÞ 7 vcra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.