Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 32

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 32
Ferlimál fatlaðra eru eitt af baráttumálum Önnu Geirsdóttur. “Fláarnir sem gerðir hafa verið í tíð Reykjavíkurlistans eru til mikilla bóta. Það var nánast hættulegt að fara niður af gangstétt áður,” segir hún. og bóndi norður í landi, Guðmundur Ás- geir framreiðslumaður og kaupmaður og Helga sjúkranuddari. „Það var dásamlegt að alast upp á Kleppsveginum,” heldur hún áfram. „Hverfið var í byggingu og fullt af krökk- um í öllum húsum. Við bjuggum á Klepps- vegi 34, blokk sem starfsmenn BP byggðu. I stigaganginum var mikið af barnafólki en þar bjó líka eldra fólk, t.d. hjónin Kristinn E. Andrésson bókaútgefandi og frú Þóra. Þau heilsuðu alltaf og spjölluðu við okkur börnin og sýndu okkur kurteisi og virðingu. Það hafði mikil áhrif á mig. Umhverfið var frjálst og útivistarsvæði allt í kring, hesthús og fjaran skammt frá. Þarna kynntist ég hestamennsku og fólki sem lifði fyrir hesta, t.d. Hesta-Ellu og manni hennar, Stanley, sem við krakkarnir vorum oft að snúast í kringum. Ég kynntist hestum líka þar sem ég var í sveit í sex sumur, hjá Sofíu frænku minni í Holti í Svínadal í Austur-Húna- Vöggusænqur, vöggusett. Póstsendum úði* Skólavörðustíg 21 Si'mi 551 4050 Keykjavík vatnssýslu. Hún átti sjálf sjö börn en mun- aði ekkert um að bæta við nokkrum skyld- mennum. Eg hef lengi átt hesta sjálf og hef gaman af að fara á hestbak. Eg gekk fyrst í Laugarnesskólann en 10 ára fór ég í Laugalækjarskóla sem þá var nýbyggður. Síðan fór ég í Kvennaskólann og var 17 ára þegar ég útskrifaðist þaðan. Þá var ég komin með svo mikinn námsleiða að ég fór til Danmerkur og vann á sjúkra- húsi og síðar elliheimili. Við vorum nokkr- ar íslenskar stelpur þarna og bjuggum hjá nunnunum á St. Jósepsspítalanum í Kaup- mannahöfn. Við vorum þó ekki eins heilag- ar og þær, kunnum ráð til að fara út og inn þegar okkur langaði,” segir Anna og hlær innilega eins og hún gerir gjarnan. „Það var mikil ævintýraþrá í mér á þessum árum og ég vissi ekkert hvað ég vildi verða. Á tíma- bili var ég að hugsa um að verða kennari. Næst fór ég sem au pair til Surrey, sem er skammt sunnan við London, en fannst það hræðilega leiðinlegt og útvegaði mér vinnu á sjúkrahúsi eftir einn eða tvo mánuði til að sleppa úr vistinni. Það var eiginlega þá sem ég ákvað að verða hjúkrunarkona og fór svo í 5. bekk Lindargötuskólans, sem var eins og 1. bekkur í menntaskóla. Það var mjög skemmtilegur tími og ég eignaðist marga góða vini. Síðan fór ég í Hjúkrunar- skólann en fann mig ekki í því námi og skildi loksins að ég vildi verða læknir en ekki hjúkrunarkona. En fyrst þurfti ég að klára menntaskóla og fór í Menntaskólann við Hamrahlíð. Ég var 3 til 4 árum eldri en flestir skólafélagarnir en þau höfðu fæst hugmynd um það. Ég hef alltaf verið ung í anda og við vorurn öll eins á þessum hippa- árum. Opna kerfið í MH hentaði mér vel, ég fékk fyrra nám mitt metið og lauk stúd- entsprófi eftir tvö og hálft ár, um jól 1974. Þetta var frábær tími, ég söng með Hamra- hlíðarkórnum og naut lífsins. Eftir áramót- in réð ég mig sem kennara vestur á Hell- issand og kynntist góðu fólki norðan jök- uls. Þá skildi ég fyrst inntak þeirra orða að lífið sé saltfiskur, því ef mikið var að gera voru krakkarnir í vinnu og mættu ekki í skólann,” segir Anna og hlær. Haustið 1975 hóf hún svo nám í læknis- fræði en fyrsta tilraunin mistókst, hún féll á jólaprófunum og segir að það hafi orðið sér mikið áfall. „Ég skildi ekki hvað ég hafði gert rangt og taldi mér trú um að ég væri ekki nógu gáfuð,” segir hún. Veturinn eftir venti hún sínu kvæði í kross og var við nám í spænsku og spænskum fræðum í háskóla- bænum Salamanca á Spáni. Áhuginn á spænskunni kviknaði sumarið áður þegar hún var fararstjóri fyrir Sunnu á Costa del Sol og kunni aðeins 14 orð í málinu. Eftir það vann hún í tvö sumur sem fararstjóri hjá Sunnu á Spáni. „Ég vann yfirleitt alltaf í útlöndum á sumrin, t.d. vann ég hjá SOS International í Kaupmannahöfn, tryggingafyrirtæki sem sér um neyðarþjónustu um allan heim, t.d. ef bíllinn bilar í sumarfrúnu. Ég var orðin eldklár í verkstæðisþýsku, jrví algengt var að bílar biluðu þar í Iandi. Ég þurfti líka að grípa til spænskunnar og þótti þetta lær- dómsríkt starf. Á veturna kenndi ég í Námsflokkum Reykjavíkur með námi, byrjaði á því þegar ég var í MH og kenndi þar í mörg ár. Ég kunni mjög vel við Guð- rúnu J. Halldórsdóttur skólastjóra, sem er frábær kona.” Örlagarík bílferð Eftir dvölina á Spáni fór Anna í líffræði við Háskólann en sannfærðist þá endanlega um að læknisfræðin væri það eina sem hún vildi. Haustið 1979 hóf hún læknanám á ný og í þetta sinn gekk allt eins og í sögu. Sum- arið 1981 ákvað hún að dvelja hér á landi og fékk vinnu við hjúkrun, eins og lækna- nemum var heimilt. Hún var nýbyrjuð í vinnunni þegar hún var beðin að skreppa norður í land með spænskan ferðamann. Þau voru að aka yfir Hólsfjöll þegar bíllinn lenti í lausamöl og valt. Anna sat undir stýri og var ekki í öryggisbelti. „Það er talið að ég hafi hryggbrotnað um leið og bíllinn steyptist niður en Spánverj- inn slapp ómeiddur,” segir hún og bætir við að árið sem í hönd fór hafi verið mjög erfitt. Hún lá fyrst á Borgarspítalanum og síðan í sjö rnánuði á Grensásdeildinni. Skyldi hún hafa gert sér grein fyrir því strax 32 v?ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.