Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 33

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 33
A leið í lyftuna á heilsugæslustöðinni. að um varanlega lömun væri að ræða? „Nei, ég var sannfærð um það lengi að ég ► kæmist á fætur,” segir hún og brosir. „Þegar fólk lendir í svona alvarlegum áföll- um fer af stað sorgarferli sem er eðlilegur varnarháttur manneskjunnar til þess að lifa af. Það hefst með því að maður afneitar því sem hefur gerst, síðan tekur reiðin við. Eg tók sannleikann inn í smá skömmtum, eftir því sem ég þoldi sjálf, og sú ákörðun að halda áfram náminu hvað sem það kostaði og fylgja árganginum mínum, fyllti mig krafti. En það var hörð barátta því viss fyr- irstaða var gegn því í deildinni, bæði hjá kennurum og nemendum. Sem betur fer átti ég góða stuðningsmenn sem studdu mig með ráðum og dáð og mótstaðan efldi mig, gerði mig enn sannfærðari um að þetta skyldi ég gera,” segir Anna og ljóst er að í henni býr baráttukona. Hún fékk íbúð á hjónagörðum og út- skrifaðist úr læknadeildinni vorið 1985. Hún viðurkennir að þetta hafi oft verið erfitt, lömunin aftraði henni við ýmis störf og hún var oft þreytt. En hún naut ómetan- legrar aðstoðar félaga sinna í deildinni sem aðstoðuðu hana þegar hindranir urðu á veginum, þau lærðu smám saman á hana og hún á þau, og saman ræddu þau hvern- ig hægt væri að leysa málin sem best. „Ég gat auðvitað ekki gert ákveðna hluti og það var viðurkennt. Eg gerði mér t.d. strax grein fyrir að ég gæti aldrei unnið á bráðamóttöku þar sem þyrfti mjög hröð handtök þegar líf lægi við. En ég var oft viðstödd slíkt þegar ég vann sem aðstoðar- læknir á skurðstofu eða slysadeild og gat aðstoðað við það sem þurfti. A meðan á námi stóð vann ég m.a. á Reykjalundi og tók heilsugæslulækningar á kandídatsár- inu. Eg varð auðvitað að sníða mér stakk eftir vexti og velti fyrir mér möguleikum í V fjórum greinum, þ.e. barna-, kvensjúk- dóma- , heilsugæslu- og lyflækningum. 1 hinum greinunum voru ýmsar hindranir svo ég sá fram á að heimilislækningar væru það sem ég gæti örugglega gert.” Eftir að Anna útskrifaðist vann hún á ýmsum deildum, eins og kvensjúkdóma- deild, geðdeild, lyflæknisdeild og slysa- deild, og á heilsugæslustöðvum í Hafnar- firði og á Seltjarnarnesi. Það var ágætur undirbúningur fyrir nám hennar í heimilis- lækningum þar sem er skylda að hafa unn- ið á öllum þessum deildum. „Ég átti ekki mikið eftir af undirbún- ingnum þegar ég fór í sérfræðinámið og hefði getað fengið réttindin miklu fyrr,” segir hún um nám sitt í heimilslækningum en hún dvaldi í sex ár í Gávle í Svíþjóð við nám og vinnu. Henni leiddist í Gávle því þar er sérlega erfitt að kynnast fólki, en henni leið mjög vel í vinnunni þar sem hún tókst á við skemmtileg verkefni. 1 frítímum fór hún til Stokkhólms og hitti góða vini. Hún fékk áhuga á antík og fór oft á antíkuppboð. Vantar meiri samvinnu milli fagaðila „Ég fékk tækifæri til að kynnast ýmsu gagnlegu í starfi mínu. Ég sat í stjórn læknafélagsins í Gávle og vann að gæða- stjórnun í samvinnu við aðra lækna fyrir heilsugæsluna í Gávle, sem var mjög skemmtilegt. Við unnum m.a. að mótun framtíðarstefnu og ég sé það enn betur þeg- ar ég kem heim hvað við Islendingar erum langt á eftir í heilsugæslumálum. Almennt vantar alla stefnumótun í heilbrigðismálum hér á landi, hér gerir hver það sem honum sýnist því fólki er heimilt að ákveða sjálft til hvaða sérfræðings það leitar. Því er t.d. illt í maganum, fer til magasérfræðings og er síðan sent í hverja dýru rannsóknina á fæt- ur annarri sem oft kemur ekkert út úr. Ef fólk kæmi fyrst á heilsugæslustöðina gæt- um við oftast leyst úr málunum eða leið- beint sjúklingunum rétta leið. Það er eins og fólk átti sig ekki á því að við erum sér- fræðingar eins og aðrir sérgreinalæknar. Okkar hlutverk er að sjá sjúklinginn sem eina heild.” Anna fékk starf á heilsugæslustöðinni í Grafarvogi þegar hún kom heim. Þar vinna nú fjórir Iæknar en stöðin er búin að sprengja utan af sér húsnæðið. Nú er unn- ið að því að finna hentuga framtíðarlausn fyrir heilsugæslustöð í hverfinu. „Ef ég kemst í borgarstjórn langar mig að vinna að stefnumótun varðandi upp- byggingu heilsugæslunnar í Reykjavík,” segir hún. „Þó að fjármagnið komi frá rík- inu geta sveitarstjórnir þrýst á um stefnu- mótun. Það tel ég nauðsynlegt að verði gert því heilsugæslan á að vera hornsteinn heil- brigðisþjónustunnar og þjóna öllum ald- ursskeiðum. Ég vil t.d. að komið verði á meira samstarfi milli heilsugæslustöðvar- innar í Grafarvogi og fjölskyldumiðstöðv- arinnar Miðgarðs, sem er tilraunaverkefni um félagslega þjónustu í hverfinu. Þar er boðið upp á þjónustu sem áður þurfti að sækja út fyrir hverfið, t.d. útibú félagsmála- stofnunar, dagvistar barna, fræðslumið- stöðar og íþrótta- og tómstundaráðs. Sam- starf á milli þessara aðila er farið af stað en ég vil auka það. I Gávle störfuðu faghópar saman á heilsugæslustöð minni og það skil- aði góðum árangri. Þar voru t.d. barnasál- fræðingur, félagsráðgjafi, sjúkra- og iðju- þjálfar og stundum var haft samband við atvinnumiðlun bæjarins til að reyna að finna úrlausn fyrir sjúklinga. Það er stað- reynd að líkami og sál eru ein heild og hjá ákveðnum hópi sjúklinga eru félagslegu vandamálin stór þáttur. Ég hef t.d. áhyggj- ur af því hve mikið er um unga öryrkja og þeir eiga stundum við félagsleg vandamál að stríða. Mér finnst þetta dæmi um upp- gjöf og tel að of lítið hafi verið reynt til að endurhæfa þetta fólk enda vantar fleiri úr- ræði í þeim efnum. Margt fólk er því kom- ið í vítahring sem það kemst ekki út úr. Til að leysa vanda þess tel ég nauðsynlegt að koma á meira samstarfi á milli fagaðila sem þurfa að vinna að því að finna leiðir í sam- vinnu við sjúklingana sjálfa. Ef þeir eru ekki með í ráðum næst enginn árangur. Ég trúi því að ef vilji er fyrir hendi sé hægt að gera mikið til að bæta ástandið,” segir Anna. Af öðrum borgarmálefnum nefnir Anna að ferlimál og bílastæðismál fatlaðra séu baráttumál hennar því hún vill vinna að því að borgin sé okkar allra. Umhverfismál eru henni mikið hjartans mál og hún telur þau vera á réttri leið þó að enn vanti mikið á að Islendingar geri sér grein fyrir mikilvægi málaflokksins. „Gerð göngu- og hjólastíga um alla borg er mikið framfaramál og dælustöðvarnar sem vinna að hreinsun strandlengjunnar eru til fyrirmyndar. Ég vil þó gera meira í flokkun sorps og endur- vinnslu og finnst að vinna þurfi að því að minnka loftmengun í borginni, t.d. með því að taka upp rafbíla í þjónustu borgarinnar. Ég er ákafur andstæðingur stóriðju og tel að spúandi verksmiðjur séu tákn liðins tíma. Það myndi engum detta í hug að setja niður álver í miðborg Reykjavíkur en samt sem áður eru menn að setja eitt svoleiðis niður í náttúruperlu á borð við Hvalfjörð- inn. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að stóriðja framtíðarinnar skapar litla atvinnu. Hún kemur til með að vera í járnhöndum vélmenna. Við eigum því að horfa til nýrrar aldar þar sem fjölbreytni at- vinnulífsins ræður úrslitum um velmegun samfélaga og þjóða, þar sein hugbúnaður og alls kyns smáiðnaður er það sem korna skal. Við búum sem þjóð yfir geysilega yfir- gripsmikilli þekkingu á hlutum sem snerta nýtingu jarðhita og fiskveiðum. Við eigum að byggja á þeirri þekkingu.” Að lokum ræðir Anna um jafnréttismálin sem henni finnst mikilvægur málaflokkur enda hefur hún stutt Kvennalistann frá því hann kom fram. Hún segist sátt við þá þró- un að fara í samstarf með öðrum flokkum því öflug samfylking sé líklegri til árangurs. „Mér finnst lenging fæðingarorlofs í eitt ár mikilvægt baráttumál,” segir Anna. „Ég sé það í starfi mínu við ungbarnaeftirlit hversu fæðingarorlofið er mikilvægt. Að sjálfsögðu eiga foreldrarnir að fá að skipta því með sér. Það er framtíðin.” EÞ 33 v€ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.