Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 42

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 42
 Hún heitir Dsk Óskarsdóttir og hefur ver- ið afkastamikil á tónlistarsviðinu. F/rir jól gaf hún út geisladisk með jólalögum og nú er von á öðrum diski sem nefnist Óskin. Hún kallar hann vordisk en helmingur lag- anna er við ljóð eftir skáldkonuna Jakobínu Johnson - ástarljóð til íslands, en Jakobína flutti vestur um haf 5 ára gömul. Ósk lærði á píanó og þverflautu þegar hún var lítil og byrjaði 14 ára að semja tónlist. Þegar hún var 18 ára var hún farin að spila í pásum hjá Guð- mundi Ingólfssyni á Hominu og fleiri stöðum. Ósk semur lögin, spilar undir, syngur, tekur upp í eigin stúdíói og gefur út sjálf en Hljóma- lind sér um dreifinguna. „Ég hef verið að safna upptökugræjum og hljóðfærum og er nú komin með fullkomið hljóðver hér heima," segir Ósk en hún fékk íbúð í verkamannabú- stað í Breiðholtinu þegar hún flutti heim fyrir nokkrum árum með börnin sín þrjú. Þá hafði hún búið í Bretlandi og Bandaríkjunum í meira en áratug en ákvað að setjast að á ís- landi. „Ég spila á þverflautu með Rósu Björg Helgadóttur sem kennir hrynlist í Waldorf- skólanum á Grundarstíg og hjá Mannspekifé- laginu," segir Ósk. „og svo er ég að taka upp ljóðadisk með Birgittu Jónsdóttur sem kemur út um næstu jól. Tónlistin á honum er aðal- lega eftir Pollock bræðurna." Skyndimynd

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.