Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 45

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 45
Oftrú á tæknina Á sama tíma og konur fóru að eiga börn sín á fæðingadeildum sjúkrahúsa fór dánartíðni barna í fæðingu lækkandi. Menn þóttust sjá samhengi þar á rnilli og leiddi það til mikillar tæknihyggju í fæðingaþjónustu. Frá sjöunda áratugn- um og fram á þennan var almennt talið að öryggi í fæðingu væri best tryggt á hátæknisjúkrahúsum. Félagsfræðingar hafa hins vegar bent á aðra þætti, svo sem aukið almennt hreinlæti, heilbrigði og þekkingu sem veigamikla skýringu á lækkun burðarmálsdauða. Niðurstöður tölfræðilegra rannsókna sýna að börnum sem fæðast andvana eða sem deyja í fæðingu hefur ekki fækkað eftir að hjartsláttarritinn (mónitorinn) var tekinn í notkun. Hins vegar hefur verið sýnt fram á að inngrip- um í fæðingar (s.s. belgjarofi, spangar- skurðum, deyfingum og keisaraskurð- um) hefur fjölgað í kjölfar tæknivæðing- arinnar. Að sögn Ólafar Ástu Ólafsdótt- ur, námsstjóra í Ijósmóðurfræðum við Háskóla íslands, sýna rannsóknir að þrátt fyrir allt sé öryggið mest þar sem inngrip eru fæst. Á hátæknisjúkrahúsum er hins vegar meira um inngrip en annars staðar og á annattma er þar frekar gripið inn í gang fæðingar en þegar rólegra er. Sú gagnrýni hefur komið fram að þá sé oftar en ekki látið undir höfuð leggjast að hafa samráð við konuna. Ólöf Ásta telur að mismunandi viðhorf til fæðinga endurspegli ólíkar áherslur tveggja fræðaheima, læknis- og ljósmóður- fræða. í læknisfræðinni er fæðing ekki skil- greind eðlileg fyrr en eftir að hún er yfir- staðin. Ljósmóðurfræðin hafa hins vegar haft það að leiðarljósi að fæðing sé eðlileg þar til annað kemur á daginn. Hlutverk ljósmæðra er samkvæmt því að vernda hina eðlilegu fæðingu með því m.a. að koma í veg fyrir ónauðsynleg inngrip. I al- þjóðasiðareglum ljósmæðra er það jafn- framt sögð frumskylda að styrkja fæðandi konur til að taka virkan þátt í öllum ákvörðunum sem lúta að umönnun. Sjö- unda febrúar brautskráðist í fyrsta sinn hópur ljósmæðra frá Háskóla Islands. Lokaverkefni útskriftarnemanna voru kynnt í málstofu fyrir útskriftina og kom þar greinilega fram vilji til að vernda eðli- lega fæðingu og standa vörð um rétt for- eldra til santráðs og upplýsinga um val- kosti. Inngrip án samráðs í einu erindanna kom fram að á sjúkra- stofnunum er rnjög algengt að gripið sé inn í fæðingar með þeim hætti að ljósmóðir klórar gat á líknarbelginn svo að legvatnið fer. Tilgangurinn er að flýta fæðingunni. Öðrum þræði kemur þar til vinnufyrir- komulag á sjúkrahúsum, vinnuálag og vaktakerfi sem sníður starfsfólki þröngan stakk. Engar sannanir munu hins vegar Suðumesja. 8.des. ____i-iun $ar fyrir vikið nefnd eftir karinu og heitir Karen Ýr. Móðir hennar, Guðrún Steinunn Kristinsdóttir, sagðist hafa verið miklu léttari i vatninu, laus við mónitorinn og allar hreyfingar miklu frjálsari. „Eftir þetta get ég ekki hugsað mér fæðingarrúm,” segir hún. vera fyrir því að ávinningur sé af belgjarofi þegar um eðlilega fæðingu er að ræða. Ýmislegt bendir til að það sé óþarft og valdi jafnvel skaða. Þrátt fyrir það er ákvörðun um belgjarof oft tekin án annarrar sýnilegrar ástæðu en þeirrar að örva fæðinguna og sjaldnast í samráði við konuna. „Enn er nokkur forsjárhyggja ríkjandi í heilbrigðiskerfinu,” segir Ólöf Ásta. „Fólk á rétt á upplýsingum og við sem fagfólk höfum þær skyldur að gefa þessar upplýsing- ar, að hafa samráð við skjólstæð- inginn. Við segjum hvað best sé að gera en hugsum það stundum meira út frá okkur.” í dag þykir það sjálfsagt og eðli- legt að konur fæði útafliggjandi á bakinu. Um það vitna háþróuð og fullkomin fæðingarrúm. Þannig hafa umönnunaraðilar líka betri aðstöðu til að fylgjast með gangi fæðingar og grípa inn í en ef konan er í uppréttri stell- ingu. Það er hins vegar oftar en ekki sísti kosturinn að liggja á bakinu í fæðingu. í málstofunni kom fram að í þeirri stellingu vinnur konan á móti þyngdarafl- inu, blóðflæði til barnsins minnk- ar sem veldur breytingum á hjartslætti þess og meiri líkur eru á rifinni spöng hjá konunni, svo fátt eitt sé nefnt. Það er því mik- ilvægt að kynna konum á með- göngu mismunandi fæðingarstell- ingar og áhrif þeirra svo að þær geti tekið upplýsta ákvörðun áður en barnið fæðist. Að hlusta á líkamann Á sama vettvangi kom ennfremur fram að oftrú á tæknina hefði ýmis ó- æskileg áhrif og gerði konum ókleift að hlusta á líkama sinn. „Stýrð remb- ingstækni” er það kallað þegar konur eru hvattar til þess að rembast of snemma eða til að halda aftur af ó- sjálfráðri rembingsþörf. Líkt og belgjarof hefur þessi aðferð verið not- uð til að stytta fæðinguna. Ýmislegt bendir til að hún hafi margar miður æskilegar afleiðingar, kalli t.d. frekar á spangarskurð, auki hættuna á breyttum hjartslætti barns og á á- reynsluþvagleka hjá móður eftir fæð- ingu. I þessum efnum virðist gefa betri raun að konan hlusti eftir leið- beiningum líkamans. í máli útskriftarnema kom fram að konan á rétt á að stjórna sjálf fæðing- unni og fá til þess frið fyrir óþörfum eða jafnvel skaðlegunt inngripum. Mikilvæg leið til þess er að upplýsa hana um áhættur og kosti þeirra fæð- inga sem til greina koma. Ákvörðun konunnar eða samþykki er ekki raun- verulegt val nema til grundvallar liggi full- nægjandi uppiýsingar um valkostina. Gera með umhverfisvænar bleyjur og bleyjubuxur. BEST FYRIR ALLA fyrir barnið, ekkert ofnæmi fyrir móður jörð, engin mengun fyrir pyngjuna, kostar lítið, þægilegt og létt í Þumalínu fæst allt sem þarf fyrir litla barnið og mömmu. Sængurgjafir í úrvali og glæsilegur ytri og innri meðgöngu- fatnaður o.fl. -tseo' Kíktu inn, við tökum vel á móti þér pósi ÞUMALINA Pósthússtræti 13 v.Skólabrú. Sími 551 2136 Fax 562 6536 Opið virka daga kl. 10-18 Sunnudaga kl. 14-17 45 v£ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.