Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 17

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 17
þá ert þú bara í vinnunni, ekkert með í leiknum.” Á fulltrúaþingi Félags íslenskra leikskóla- kennara í fyrra lagði ég til að stofnuð yrði nefnd til að kynna starfið fyrir körlum, eins konar karlanefnd þar sem sitja þrír karlar og tvær konur. Til þess að jafna kynjahlut- föllin verður fyrst og fremst að breyta ímyndinni. Við þurfum að gera það að eðlilegum hlut að karlar séu kennarar og vinni með börn á öllum skólastigum. Þetta erum við m.a. að reyna að gera með greinaskrifum, útgáfu kynningarbæklings og plakats og með námskynningum fram- haldsskólanna. En þetta kostar allt pen- inga. Reykjavíkurborg hefur styrkt félag- ið ásamt Kópavogsbæ, Akureyrarbæ og fé- lags- og menntamálaráðuneytunum. Til þess að leggja út í alvöru auglýsingaherferð þurfum við rnikið fjármagn. Þetta er aðeins byrjunin og við ætlum að fylgja þessu vel eftir með áframhaldandi starfi og um- ræðu.” Þið leggið áherslu á að breyta ímynd leik- skálakennarans og tengja liana karl- mennsku framtíðarinnar. En hvað með laun- in? Nú hefur oft verið talað um að karlar hafi hreinlega ekki efni á þ vi að vinna sem leikskólakennarar vegna lágra Iauna og fyr- irvinnuhlutverks þeirra. Áttu von á að samningamir i haust hafi einhver áhrif? „Eflaust, en ég held að launin séu ofmetin hvað varðar val karla á starfsgreinum. Það eru t.d. mörg karlastörf lægra launuð en störf leikskólakennara. Eg held að hér sé fyrst og fremst um að ræða sterka, hefð- bundna ímynd sem karlar eiga erfitt með að standa á móti. Og henni þurfum við að breyta. Fyrirmyndirnar skipta okkur miklu þegar starfsval er annars vegar, það er mjög erfitt að skera sig úr. Þegar ég byrjaði í skólanum þá tók ég fimmuna niður á Laugalæk og fyrsta daginn fylltist vagninn af stelpum á öllum aldri. Það munaði engu að ég færi bara ekkert út úr vagninum og hætti við að fara í námið. Þess vegna var ég mjög feginn þegar við vorum svo tveir karlar. Annað sem skipti miklu máli varð- andi ímyndina er starfsheitið en því var breytt 1995. Fyrst eftir að ég lauk námi og ég kynnti starfsheiti mitt sem fóstra var bara hlegið að mér. Kynhlutlaust starfs- heiti er stór hluti af því að breyta ímynd- inni. Það sama á við um þær breytingar sem nú hafa verið gerðar á náminu. Með því að það er formlega komið á háskólastig gefur það breiðari tilvísun til beggja kynja. Það vantar ennþá meiri hvatningu. Það er alltaf erfitt að skera sig úr hópnum og til- finningin hjá sumum körlum sem eru að velta fyrir sér leikskólakennaranámi í dag er svipuð því að vera að fara í gamaldags húsmæðraskóla. Þeir eru auðvitað dauð- hræddir við að vera öðruvísi. Ein leiðin er að leikskólastjórar séu opnir fyrir því að ráða karla í sumarstörf, það hvetur karla til að halda áfram. Vaxandi hlutur ófag- lærðra, karlkyns starfmanna í leikskólum hefur haft mikil áhrif því margir þeirra fara síðan í nám. Flestir karlanna sem hafa lært til leikskólakennara hafa byrjað á því að vinna í leikskóla. Eins er með starfsaug- lýsingar frá leikskólum, þar þyrfti að hafa einhverja hvatningu til karla, líkt og gert er þegar konur eru hvattar til að sækja um hefðbundin karlastörf hjá Reykjavíkur- borg.” Við erum langt á eftir í umræðunni „Vonandi mun auglýsingaherferðin núna skila okkur tilætluðum árangri, t.d. með auknum umsóknum karla í skólana. Eg heyrði einhvern tímann þá sögu, og sel hana ekki dýrari en ég keypti hana, að þeg- ar Fóstruskólinn var stofnður 1946 hafi karlmaður verið meðal fyrstu umsækjend- anna en hann lést rétt áður en skólinn byrjaði. Síðan er það ekki fyrr en 1980 sem ég og annar hefjum nám, þá fyrstu karl- mennirnir í skólanum frá upphafi, og út- skrifuðumst 1983. Ári síðar voru aftur tveir og svona hefur þetta verið síðastlið- in ár, oftast einn og tveir. Það er löngu kominn tími til að koma þessum málum í lag hér á landi. Umræðan um karla og leik- skólamál hefur verið í gangi á Norðulönd- unum í rnörg ár. Tuttugu ára gamlar grein- ar frá Danmörku um þessi mál eru á svip- uðum nótum og greinarnar sem við erum að birta í dag. 1 Danmörku eru 20% leik- skólakennara karlar og u.þ.b. 15% í Sví- þjóð og Noregi. En við erum ennþá í einu prósenti. Ætli það séu ekki u.þ.b. tuttugu karlar sem hafa útskrifast í allt en aðeins fimmtán þeirra eru starfandi og skráðir í félagið. Nú eru þrettán karlmenn við nám í greininni en aðeins fimmtán af u.þ.b. 1400 leikskólakennurum eru karlar.” En afhverju er þá karlmaður varaformaður? „Gott að þú kernur að þessu. Eg hef einmitt beðið eftir þessari spurningu því ég hef velt henni fyrir mér sjálfur. Eg ætlaði í raun aldrei að verða varaformaður, en einhvern veginn leiðist niaður inn í þetta. Fyrir nokkrum árum var ég beðinn að gefa kost á mér sem varamaður í stjórn, í trausti þess að ég þyrfti ekkert að gera. Síðar var ég kosinn meðstjórnandi og þá var ég auðvit- að gerður að ritara, enda eini karlinn. Árið 1996 varð ég síðan varaformaður og endurkjörinn í fyrra. En ég hugsaði einmitt eins og flestir aðrir og spurði sjálfan mig að því hvort þetta væri eðlilegt. Ég hef hingað til verið virkur í þeim félögum sem ég starfa í og hvers vegna ætti ég ekki að geta verið varaformaður þrátt fyrir að vera karlkyns?” SJ □LAFUR ÞORSTEINSSON LJÓSRITUNARPAPPÍR KARTON PRENTPAPPÍR UMSLÖG BRÉFSEFNI Vatnagarðar 4 Pósthólf 551 121 Reykjavík sími 568 8200 símbréf 568 9925

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.