Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 10

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 10
 Islenska kvennahreyfingin Samstaðan og margbreytileikinn Kvennahreyfingin, Kvennalistinn og hugmyndafræðin in, kvennafrídagurinn (1975), fyrstu jafnréttislögin (1976) og for- setakjör Vigdísar Finnbogadóttur (1980). Alþjóðlega var margt að gerast, samanber kvennaáratug Sameinuðu þjóðanna (1975-1985) og kvennaráðstefnurnar í Mexíkóborg 1975, Kaupmannahöfn 1980 og í Nairóbí 1985, með tilheyrandi hliðarráðstefnum kvennahreyfinga sem voru vantrúaðar á að karlstýrð stofnun eins og Sameinuðu þjóðirnar gæti þjónað raunverulegum hagsmunum kvenna. Síðan hefur feminisminn orðið margraddaðri og umfangsmeiri, ekki síst á rann- sóknasviðinu með tilheyrandi átökuni, bæði hug- myndafræðilegum, pólitískum og persónulegum. Það hefur vafalítið ýtt undir þá þróun að kvenna- hreyfingin hefur síðasta áratuginn víðast hvar starf- að í aðskildum hópum sem vinna að afmörkuðum viðfangsefnum út frá mismunandi forsendum. Á- herslan á hvað sameinar konur hefur vikið, a.rn.k. tímabundið, fyrir umræðunni um að skilja og ná utan um margbreytileika kvenna og mismuninn á aðstæðum þeirra. Þetta var að mínu mati óhjá- kvæmileg þróun, en ég er ekki ein um þá skoðun að nú séum við nær því en nokkru sinni að skilja und- irokun kvenna (sjá Tong, 1998). 'O Td [fl c Ph •O ja <to o CD '>v. O Æ3 3 CD Þó að iil séu kvenfálög sem ekki kenna sig við kvenréttindi eða kven- frelsi, þá eiga félög sem kenna sig við það síðarnefnda það sammerkt að byggjast á feminiskum hugmyndum. Feminismi á sér þó margs- konar rætur, sem tengja má almennum steinum í heimspeki og stjórnmálum. Feminisminn er til dæmis kenndur við frjálslyndi, rót- tækni/kvennamenningu, vistfræði, sósialisma, sálkönnun, tilvistar- speki eða póstmódernisma og innan hverrar flokkunar má finna mis- munandi áherslur Það er mjög fróð- legt að skoða stöðu Kvennalist- ans með hliðsjón af þróun feminismans, rannsóknum í kvenna- fræðum og stöðu kvenna hreyfingarinnar á heimsvísu. Þegar kvennaframboðin og Kvennalistinn komu til upp úr 1980 var hug- myndafræðin skýr að því leyti að andmælt var stefnu stjórnvalda og jafnréttisráðs, sem byggði á frjálslyndum feminisma. Við vildum leggja til hliðar hug- myndir um jafnrétti sem fela í sér rétt kvenna til að fá að vera eins og karlar. Við aðhylltumst hugmyndir um kvenfrelsi og rétt kvenna til að vera metnar á sínum eigin forsendum til jafns við karla. Und- anfari þessa hér á íslandi voru að sjálfsögðu Rauðsokkahreyfing- Þegar Kvennalistinn var stofnaður voru margskon- ar hugmyndir lagðar til grundvallar, sem ekki er auðvelt að finna stað í einni stefnu, því það voru fyrst og fremst þjóðfélagsaðstæðurnar sem ýttu undir framboðin. Konur voru velflestar komnar út á vinnumarkaðinn og búnar að mennta sig án þess að þjóðfélagið og helstu stofnanir eins og fjölskyldan, dagvistarstofnanir, skólinn eða vinnumarkaðurinn, tækju mið af því. Hugmyndagrunnurinn samræmdist líklega helst vistfræðilegum, róttækum og frjálslyndum feminisma, þó að á- herslur hafi verið mismunandi hjá einstökum konum, enda um grasrótarsamtök að ræða. Ég minnist þess ekki að stuðst hafi ver- ið markvisst við ákveðnar kenningar heldur mynduðust áherslur á fundum, í samræðum á milli kvenna. Krafan um að Kvennalistinn væri einradda varð óþarflega sterk á tímabili þannig að sumum konum fannst þær komnar í spennitreyju. Upphaflegu áherslurnar á mæður og börn, á sjálfbæra þróun gegn hagvexti og græðgi, gegn hernaði og með friði og verndun lífs, að konur væru siðprúðar og valdhafarnir (karlar) spilltir, mótuðust af hugmyndafræði sem byggði á reynslu kvenna sem samkvæmt stefnu- skránni frá 1983 „leiðir af sér annað verðmœta- mat, önnur lífsgildi, en þau sem ríkja í veröld karla”. Þó að ávallt hafi verið lögð áhersla á reynslu fremur en eðli þróuðust áherslur þannig að mjög stutt var yfir í svokallaða „eðlishyggju” með viðeigandi hættu á heftingu, sem nauðsyn- legt var fyrir kvenfrelsis- afl að losa sig við. Það ver gert með áherslu- breytingu á hugmynda- fræðigrundvelli Kvenna- listans árið 1991, sem var ítrekuð og skerpt 1995. Þó að ágreiningur innan Kvennalistans hafi einungis að hluta verið hugmyndafræðilegur, er ég sannfærð um að innan samtakanna hafi verið fynrkonur sem uilja klæcfast uel; í vinnunni, d fundum o<j í samltvæmum: vandadur þýsltur o«j ítalshur fatnaduí VOn kvenfataverslun Hverfisgötu 108, s: 551-2509, kt: 580996-2569 10

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.