Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 46

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 46
verður kröfu til þess að konan fái réttar upplýsingar sem byggja á nýjustu rann- sóknaniðurstöðum, að hún skilji hvað um ræðir og fái tíma til að ákveða hvernig hún vill fæða. Það sem skiptir þó ekki minnstu máli er að konan hafi val milli þess að fæða þar sem ekki er gripið inn í fæðinguna og að fæða á tæknilega vel útbúinni fæðingar- deild. Síðan Fæðingarheimilið leið undir lok verður tæpast sagt að konur hafi þetta val hér á landi. Af um 4000 fæðingum á seinasta ári urðu hátt í 3000 á Fæðingar- deild Kvennadeildar Landspítalans sem er hátæknisjúkrahús eins og þau gerast best. Aðrir kostir eru heimafæðingar og svoköll- uð MFS-eining sem er nýlegt þjónustuform innan Kvennadeildar Landspítalans. Svo virðist hins vegar sem þessir kostir séu al- mennt ekki nógu vel kynntir í mæðraskoð- un. Þær konur sem kjósa að fæða á sjúkra- stofnun en vilja persónulegri og minni stað en Landspítalann, hafa margar brugðið á það ráð að leita til nágrannabyggðarlag- anna. Það er hins vegar háð samþykki sjúkrahúsa á hverjum stað og getur, fjar- Iægðar vegna, varla kallast góður kostur. Konan stjórnar fæðingunni Þær konur sem hafa áhuga á að fæða heima geta gert það. Það vill hins vegar brenna við að þær fái ekki upplýsingar um þennan valkost á meðgöngunni. Oft hafa þær konur sem velja að fæða heima kynnst þessum möguleika erlendis. í Hollandi hafa heimafæðingar til dæmis alltaf tíðkast. Þar fæða nú 30-40% kvenna heima hjá sér. Heimafæðingum fer einnig fjölgandi í Dan- mörku og á vissum svæðum í Bretlandi. Þrjár ljósmæður sinna fæðingum í heimahúsum hér á landi. Ein þeirra, Guð- rún Ólöf Jónsdóttir, hefur tekið á móti börnum utan sjúkrastofnana í sex ár. Hún var ljósmóðir fimm af þeim átta börnum sem fæddust í heimahúsum í fyrra. Tvö þeirra voru frumburðir. Guðrún segir mik- inn mun á því að fæða heima og að fæða á fæðingadeild. „Þegar konan fæðir heima er hún róleg. Þar er ekkert sem truflar og oft virðist sem einhver yfirnáttúruleg ró færist yfir alla viðstadda,” útskýrir hún. Guðrún segir þær konur sem ákveða að fæða heima yfirleitt tilbúnar til að leggja mikið á sig og að þær vilji þola fæðingarverkina án þess að nota deyfilyf. Fyrir vikið upplifi þær oft minni verki en konur sem fæða á sjúkra- húsum. „Það er hægt að stefna að því að fæða heima en það er hins vegar mjög mikilvægt að konan verði ekki hrædd þegar til kast- anna kemur,” segir hún. Hugmyndin að baki þessari þjónustu er sú að konan eigi að stjórna fæðingunni sjálf. Ljósmóðirin tekur ákvörðunina um heimafæðingu eftir viðtal við væntanlega foreldra. Ef með- gangan er eðlileg og allt virðist í lagi gefur hún samþykki sitt. Ákvörðunina um heimafæðingu þarf að taka með mánaðar- fyrirvara. Konur sem fæða heima ráða því sjálfar hverjir eru viðstaddir. Ef allt er eðlilegt er ljósmóðirin ein utanaðkomandi. Hún lítur á sig sem gest hjá fjölskyldunni og reynir að trufla sem minnst. Þegar hún hlustar eftir framgangi fæðingarinnar notast hún fyrst og fremst við eigin skilningarvit og forðast að grípa inn í. Guðrún hefur sérstakan á- huga á hormónabreytingum í fæðingu. Hún telur að þegar kona fæði heima verði minnst röskun á því flókna hormónaferli sem verður í líkamanum fyrir, í og eftir fæðingu. Guðrún segir mikinn samgang vera milli kvenna sem velja þennan kost og að þær aðstoði gjarnan hver aðra. „Þrjár þeirra fimm kvenna sem ég aðstoðaði í heimafæð- ingum í fyrra eignuðust börn sín í vatns- potti. Ein konan keypti sér pott sem er hægt að blása upp og lánaði síðan þeim sem á eftir komu,” útskýrir hún. „Það að vera í vatni er besta verkjameðferðin fyrir konur í fæðingu.” Nýr valkostur gefur góða raun Ólíkt mörgum öðrum fæðingaraðferðum hafa fæðingar í vatni töluvert verið rann- sakaðar og mikið um þær fjallað. Segja má að sá valkostur hafi verið fyrir hendi hér í eitt ár, í það minnsta fyrir Selfyssinga. Árið 1994 var komið fyrir hornbaðkari á fæð- ingastofunni á Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi. Lengst af var það eingöngu notað sem verkjameðferð fyrir konur á fyrsta stigi fæðingar eða á útvíkkunartímabilinu. í febrúar í fyrra var farið að bjóða þann kost einnig að fæða í vatninu. Skilyrði þess að fá að fæða í vatninu eru þó þau að konan sé gengin með í a.m.k. 38 vikur og að með- gangan sé eðlileg. Barnið verður að vera í höfuðstöðu og ekki er æskilegt að það sé mjög stórt þar sem slíkt eykur líkur á inn- gripum í fæðinguna. Aðalheiður Guð- mundsdóttir hjúkrunardeildarstjóri á fæð- ingardeild Selfoss segir að þetta þurfi ljós- móðir og læknir þó að meta hverju sinni. Hún segir að fyllstu varkárni sé gætt í þess- um efnum. Enn sem komið er hafi frumbyrjum ekki verið gefinn kostur á að fæða í vatninu enda sígandi lukka best. Rúmur helmingur þeirra 160 kvenna sem fæddu á Selfossi á síðasta ári fóru í pottinn til að stilla verkina. Sextán börn fæddust í vatninu. Aðalheiður segir almenna ánægju með þennan möguleika enda kostirnir ótví- ræðir. Dregið hafi mikið úr verkjalyfja- notkun enda leiði þessi aðferð til betri slök- unar og þar með minni verkja. Þá segir hún að vatnsnotkunin stytti útvíkkunartímabil- ið, fækki keisara- og spangarskurðum og lækki blóðþrýsting í fæðingu. Aðalheiður segir enga ókosti fylgja vatnsfæðingunum þegar um eðlilegar fæðingar sé að ræða. Um miðjan desember var fenginn heitur pottur á fæðingardeild Sjúkrahúss Suður- nesja í Keflavík en það hafði verið draum- ur starfsfólksins um margra ára bil. Mikill meirihluti þeirra 20 kvenna sem þar hafa fætt síðan potturinn kom hafa nýtt sér hann á útvíkkunartímabili og þar af fjórar fætt í honum. Það er tæpur fjórðungur þeirra kvenna sem stóð kosturinn til boða því að af 20 fæðingum á sjúkrahúsinu voru þrjár keisaraskurðir, sem útilokar auðvitað notkun pottsins. Guðrún Guðbjartsdóttir er aðstoðar- deildarstjóri á fæðingardeild Sjúkrahúss Suðurnesja. Hún tekur í sama streng og Aðalheiður um kosti þá sem fylgja vatns- notkuninni og telur að aðferðin muni minnka inngrip í fæðingar almennt. Guð- rún segir að þessum valkosti hafi ekki ver- ið haldið að konum í mæðraskoðun eða foreldrafræðslu til þessa þar sem hann sé nýtilkominn en það verði þó eflaust gert í framtíðinni. Svæðanudd í fiskikari Sjúkrahús Akraness fékk fiskikar að gjöf frá fyrirtæki þar í bæ síðasta sumar og hafa fæðandi konur haft afnot af því síðan. Þar er vatnið kynnt sem verkjameðferð og fæð- ingarmöguleiki en enn sem komið er hefur engin fætt í vatninu. „Þetta kemur svona hægt og hljótt,” segir Jónína Ingólfsdóttir yfirljósmóðir og bætir við að stór hluti kvennanna hafi notað karið sem verkja- meðferð með góðum árangri. Fyrir nokkrum árum fóru Ijósmæðurnar á Sjúkrahúsi Akraness á námskeið í svæða- nuddi. Síðan njóta allar konur sem þar fæða góðs af, jafnvel þær sem mara í vatni. Nuddið auðveldar slökun og minnkar þar af leiðandi notkun verkjalyfja. Jónína segir að nokkuð sé um það að konur annars staðar af landinu leiti upp á Akranes vegna þeirra valkosta sem þeim standi þar til boða og ekki síst vegna frið- sælla umhverfis en þess sem Landspítalinn býður. Viðmælendur okkar á Selfossi, Suð- urnesjum og Akranesi voru á einu máli um nauðsyn þess að konur hefðu val og að vatnsfæðingar væru góður valkostur. Svo virðist sem það velti fyrst og fremst á 46 v^ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.