Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 40

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 40
1 iæ g t að r hor g Úkosturinn við vaxandi þáttfaýlismyndun er stöðugt vax- andi umferðarþungi og plássfrek mannvirki sem taka við þeim þúsundum sem vilja faúa á höfuðborgarsvæðinu. En með markvissri stefnu er hægt að faúa líka til pláss fyrir þau sem vilja ganga um nágrenni sitt og hjóla horgarhluta á milli, óáreitt af faOaumferðinni. Við ræddum við starfs- menn gatnamálastjóra Reykjavíkur um fyrirhugaðar fram- kvæmdir við göngu- og hjólreiðastíga í sumar en ótal möguleikar fajóðast nú til útivistar á skemmOegum göngu- leiðum í faorginni. Skerjafjörður í sumar veröur lagður stfgur meöfram störndinni í Skerjafirði, þar sem fara hefur þurft upp fyrir olíusvæði. Frá því að göngubrú var sett yfir Kringlumýrarbraut 1995 hefur gönguleiðin úr Fossvogsda! um Öskjuhlíð og Ægis- síðu út á Seltjarnarnes verið ákaflega vinsæl en sú leið tengist Elliðaárdal og Heiðmörk. I sumar mun kafli leiðarinnar í Skerjafirði verða lagfærður þar sem var olíusvæði og þurfti að taka krók fram hjá. Borgin hefur nú keypt það svæði og mun leggja göngustíg meðfram ströndinnifsjá 1. mynd). Einnig hef- ur verið lagður göngustígur neðan við kirkjugarðinn í Fossvogi svo ekki þarf lengur að ganga í gegnum hann. Helsta framkvæmdin í sumar verður hleðsla grjótvarnar við Sæbraut og lagning göngu- og hjólreiðastígs samhliða því inn í Laugarnes en stígurinn er nú kominn nálægt gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar (sjá 3. mynd). Þaðan er gott að ganga að útivistarparadís borgarinnar í Laugardal en í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum er dagskrá alla daga á sumr- in. Framundan er einnig gerð göngubrúar yfir Kringlumýrar- braut við Sóltún en sl. sumar var göngubrú yfir Miklubraut á móts við Rauðagerði tekin í notkun og tengir hverfin norðan Miklubrautar við Fossvogs- og Elliðarárdal. I sumar verður stígurin meðfram Miklubraut til vesturs einnig lagfærður. Til þess að hægt sé að ganga hringinn í kringum elsta hluta borgarinnar vantar enn tengingu frá stígnum við Ægissíðu að stígnum sem Iiggur frá gömlu höfninni meðfram strandlengj- unni við Sæbraut og inn í Laugarnes. Fyrirhugað er að aðal- gönguleiðin af suðurströndinni (Ægissíðu) að norðurströnd- inni muni liggja meðfram Frostaskjóli og KR-vellinum að Eiðsgranda og áfram um Ánanaust en nú standa yfir miklar gatnaframkvæmdir við Ánanaust (sjá 2. mynd). Þeim verður lokið á þessu ári og verður lagður stígur sjávarmegin við göt- una sem tengist stígum á Granda út í Örfirisey. Ur Laugarnesi liggur stígur sjávarmegin við Sæbraut (Klepps- veg) að Holtavegi þar sem farið er yfir á ljósum. Fyrirhugað er að fara í gegnum Þróttarsvæðið í framtíðinni en unnið verður að gerð stígar meðfram hljóðmön ofan við Sæbraut (Klepps- veg) í sumar. Þá er stutt í tengingu við Grafarvog en fallegur stígur liggur framhjá athafnasvæði Björgunar við Sævarhöfða inn í Grafarvog (sjá 4. mynd) þar sem stígar liggja um allt hverfið. Einnig hefur verið lagður stígur neðan við Korpúlfs- staði meðfram Leirvogi að ósum árinnar Korpu sem eru bæj- armörk Reykjavíkur og Mosfellsbæjar (sjá 5. mynd). Hægt er að ganga úr Elliðaárdal um efra Breiðholt upp í Heiðmörk, helstu útivistarperlu borgarinnar. I nánustu fram- tíð verður lagður nýr stígur þá leið og verður hann austan við Elliðaár, framhjá hestamannasvæði Fáks. EÞ 40 vera

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.