Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 20

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 20
Stelpurnar 4 ssm geta betur Föst hefð hefur skapast um Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu hetur, þar sem átta lið keppa til úrslita í sjónvarpi ár hvert. Þjóðin situr við skjáinn til að herja þessa ungu snill- inga augum - fyrirmyndir annarra ungmenna, fulltrúa framtíðarinnar. En er hugsanlegt að eitthvað sé bogið við þessa mynd? Hugum að því. Á sviðinu eru tvö lið, hvort skipað þremur ungum mönnun, úrvalinu úr framhaldsskólun- um. Og heima í stofu spyr fólk sig: Hvar er kvenfólkið? Og barnið spyr: Eru stelpur vitlaus- ari en strákar? Einhver segir: Stelpurnar þora ekki! Annar segir: Strákar eu klárari en stelp- ur! Sá þriðji segir: Það er eitthvað bogið við keppnina. Nafn: Inga Þóra Ingvarsdóttir Aldur: 18 ára Skóli: Menntaskólinn við Hamrahlíð, 3. námsár. Námsbraut: Félagsfræðabraut Búseta: Vesturbær í Reykjavík Nafn: Anna Dóra Valsdóttir Aldur: 18 ára Skóli: FjöUirautaskálinn í Breiðholti, 2. námsár. Námsbraut:Nýmálabraut. Búseta: Breiðholt i Reykjavik Nafn: Herdis Sigurgrímsdóttir Aldur: 17 ára Skóli: Fjölbrautaskóli Suðurlands, 2. námsár. Námsbraut: Náttúrufræði- og málabraut. Búseta: Eyrarbakki i' ( Það reynist erfitt að greina vandann. Það vantar ekki að for- ráðamenn keppninnar hvetji til þess að stúlkur séu í liðunum og opnar forkeppnir fari fram á vegum nemendafélaga í skól- unum. En ár eftir ár mæta samt 24 galvaskir drengir til keppni í sjónvarpi. Svo gerast þau undur og stórmerki í vetur að þrjú lið hafa á að skipa kvenkyns keppanda og hlutfallið verður 21 strákur og 3 stelp- ur. Til leiks eru mættar þrjár kvenhetjur sem óneitanlega skera sig úr á sviðinu. Athyglin hlýtur að að beinast að þeim. Þetta eru stelp- ur sem alist hafa upp við að horfa á strákana keppa. Og heima hjá þeim var sagt: Þetta getur þú! Anna Dóra, Herdís og Inga Þóra fengu þá hvatningu sem til þurfti heima hjá sér. Þú reddar þessu fyr- ir kvenþjóðina, var sagt heima hjá Önnu Dóru. Og þessar stelpur létu sig hafa það að vera kallaðar gáfnaljós eða frekjur. Herdis: Engin ein stelpa má skara framúr. Anna Dóra: Þær mega ekki trana sér fram. Inga Þóra: Þær eru hræddar um hvað strákarnir hugsa. Herdis: Sjálfstraustið vantar. Anna Dóra: Strákarnir hafa frekar trú á sjálfum sér. Herdis: Þeir mega vera besservisserar en við erum bara stimplaðar frekjur. Anna Dóra: Stelpurnar þurfa frekar hvatningu. Sjálfstraustið vantar. Inga Þóra: I MH stóðu stelpurnar í nemendafélaginu fyrir sérstakri undankeppni þar sem því var lofað að enginn fengi að vita hvað við gætum. Herdis: Eg dró vinkonu mína með í undankeppnina og við vorum einu stelpurnar en það var fullt af strákum. Anna Dóra: Það var bent á mig og ég beðin að taka þátt. Herdís: Það þarf að finna betri aðferð til að finna þátttakendur. Inga Þóra: Stelpurnar hafa minni trúa á sér og trana sér ekki fram. Anna Dóra: Það er betra að vera valin af öðrum, t.d. að kennarar bendi á mann. Sumir hafa bent á að spurningarnar í Gettu betur séu á þröngu sviði og áherslan sé öll á einstök minnisatriði upp úr alfræðibókum. Sú gagnrýni, sem til dæmis hefur verið beint að sagnfræðinni að reynsluheimur kvenna sé þar verulega vanræktur, á þá í einhverjum tilfellum við um spurningarnar í Gettu betur. Það má til sanns veg- ar færa að viðfangsefnum og áhugasviðum kvenna sé ekki gert hátt undir höfði í spurningakeppninni og það má velta því fyrir sér hvort 20 v?ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.