Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 39

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 39
Hún var fimmtán ára gömul og búin að hitta tilvonandi eiginmann sinn. Hún gerði sér fljótlega grein fyrir að hann lenti oft í ryskingum þegar þau voru að skemmta sér saman en fannst það ekkert til að hafa áhyggjur af. Hann var svo góður alla hina dagana. Samband þeirra þróaðist eins og gengur og gerist og á nokkrum árurn voru þau búin að stofna eigið heimili og orðnir foreldrar. Fyrstu merki um ofbeldi gagnvart henni komu í Ijós þegar hann var drukkinn og fór að kalla hana ljótum nöfnum. Hún lærði fljótt á mynstrið í hegðun hans á meðan hann drakk. Ef hún vogaði sér að biðja hann að koma heim, eða hætta að drekka, kom gusan. Hóra, mella, fífl og fáviti, kveðjurnar voru allar á þessa leið. Þetta var einungis byrjun- in. Hann var alltaf undir áhrifum áfengis þegar hann beitti ofbeldi, hvort sem það var niðurlæging í orði eða barsmíðar. Þegar börnin voru orðin tvö hófust barsmíðarnar. Oftast endirinn á laugardagskvöldi að loknu sam- kvæmi. Henni var hent á skápa, hún kýld niður í rúm eða slegið til hennar. Al- varlegasta árásin átti sér stað fyrir mörgum árum en er fersk í minningunni. Hann sat við drykkju heima hjá sér að loknum dansleik. Hún var farin að sofa þegar hann réðst á hana og skipaði henni að korna fram í stofu. Hún karlmann var sá hinn sami búinn að fá högg. „Hann breytist í annan mann í hvertskipti sem hann drekkur. „ Hann er mjög góður rnaður þegar hann er edrú, kurteis og skemmtilegur. Hún ræddi stundum við hann urn að fara í áfengismeðferð en ekki mátti heyrast á það minnst. Hann átti ekki við áfengisvandamál að stríða. Hún segist hafa skammast sín fyrir ástandið og lagt sig frarn um að halda þessu leyndu. Foreldrar hennar komu mikið inn á heimilið en þau vissu ekki hvað hafði gengið á fyrr en mörgum árum seinna. Kíktu þau í heimsókn á sunnu- dagsmorgni eftir átakanótt, var búið að þrífa húsið hátt og lágt. Allir á heimilinu tóku þátt í að leika leikritið til enda. Þau voru hin hamingjusama fjölskylda út á við. Þær voru margar næturnar sem hún þurfti að flýja eiginmann sinn og þá var ekki um marga staði að velja. „Eg svaf frekar i bílnum en að fara heim til foreldra minna, þótt þau byggju nálægt okkur. Ég vildi ekki sverta mannorð hans gagnvart þeim.” Síðustu árin í hjónabandinu voru átakamikil. Hann drakk stíft og of- beldið var í beinu hlutfalli við drykkjuna. Ástandið versnaði þegar börnin voru farin að heiman. „Á tímabili var ég farin að drekka með honum.” „Hann er svo góður maður” iðmælandi minn cr glæsileg kona á fimmtugs- aldri en lítur ekki út fyrir að vera degi eldri en 35 ára. Hún er ein af þús- undum kvenna sem hafa upplifað að vera fórnar- lamb heimilisofheldis. í áag er hún laus úr prís- undinni. Það voru þung spor að ganga út af heimili s»nu( frá öllu sem hún hafði byggt upp í gegnum arin og þeim sem henni iannst vænst um. Hún íállst á að segja sögu sínu i von um að hún geti hjálp- að öðrum konum sem standa í sömu sporum og hún gerði í fjöldamörg ár. var á nærfatnaði einum klæða. Hún leit á hann og sá að hann er með stóran hníf í hendi. Henni tókst að flýja und- an honum og út úr húsinu. Hún hljóp rakleiðis til vinahjóna sinna sem bjuggu skammt frá. Það eina sem hún gat komið frá sér var að börnin væru inni í húsinu. Hún bað ná- grannann að fara heim til sín og athuga með börnin. Nágranninn gat róað manninn og sat hjá honum þar til hann sofnaði. Börnin sluppu ómeidd og sváfu atburðinn af sér. Daginn eftir mundi eiginmaðurinn ekki eftir neinu frá kvöldinu áður frekar en í öll hin skiptin þegar ofbeldi átti sér stað. Hún þurfti nokkrum sinnum að hringja á lögregluna og láta fjarlægja manninn sinn af heimilinu ef hún óttaðist mjög um öryggi sitt og barnanna. Aldrei leitaði hún til læknis vegna áverkanna, til þess var hún allt of hrædd. Of- beldinu beitti hann aldrei gagnvart börnurn sínum. Það beindist gegn henni og öðrum karlmönnum sem urðu á vegi hans þegar hann var drukkinn. Hann var ákaflega afbrýðisamur. Ef hún svo mikið sem talaði við annan Endalok hjónabandsins voru ekki umflúin í hennar huga. Það tók mörg ár að safna kjarki og horfast í augu við að eitthvað var athugavert við sambandið. Hann kýldi hana þegar hún tilkynnti að hún væri farin frá honum endan- lega. Þá nótt flúði hún heim til foreldra sinni í fyrsta skipti. Tuttugu og fimm ára hjónabandi var lokið. í dag er hún byrjuð að skapa sér nýtt líf og farin að geta séð hlutina í öðru ljósi. Hún leitaði sér aldrei aðstoðar í Kvennaathvarfinu. Eina aðstoðin í gegnum tíðina var hjálp frá lögreglunni er hún hafði hringt og óskað eftir aðstoð. Foreldrar hennar reyndust henni vel. Þau studdu hana þegar hún var búin að taka þessa ákvörðun. Börn- in áfelldust móður sína fyrir að yfirgefa heimilið. 1 þeirra huga var hún að bregðast. Fyrrverandi eiginmaðurinn sverti hana í þeirra augum. Hann trúir því enn að hún komi aftur til hans. Hún er komin í aðra sambúð og nýi sambýlismaðurinn á sök á því að hjónabandinu lauk, að mati fyrrverandi eiginmannsins, ekki að eitthvað hafi ver- ið athugavert í hjónabandinu. Á annað ár er liðið frá því hún fór og núna eru öll börnin farin að heimsækja hana og hafa eðlileg samskipti. Þau hjónin ráku fyrirtæki, áttu einbýlishús, bíla og fínan sumarbústað. Við skilnaðinn stóð hún eftir með fötin sín í tösku. Hún gerði ekki til- kall til neinna eigna. Ertu bitur yfir því hvernig hlutirnir hafa þróast ? „Ég vann myrkranna á milli og sá um stórt heimili. Ég vann alla daga vikunnar í fyrirtækinu okkar. Ég kom heim, eldaði mat fyrir alla fjölskylduna og fór aftur að vinna. Heimilið okkar var eins og félagsmiðstöð sem ég sá algjörlega um. Ég sakna þess að umgangast ekki allt fólkið sem kom mikið til okkar. Ég sé hins vegar mest eft- ir þeim ttma þegar ég var sívinnandi. Eftir á sé ég kannski af hverju ég var alltaf að vinna. Það var ákveðinn flótta- leið. Ég sé líka hvað ástandið var orðið alvarlegt þegar ég vildi ekki fara út með manninum mínum. Ég gat ekki hugsað mér að vera innan um annað fólk með honum.” Hvernig líður þér í dag? Mér líður mjög vel. Ég get farið út að skemmta mér án þess að hafa á- hyggjur af slagsmálum eða að einhver verði sér til skammar. Ég þarf ekki iengur að leika hlutverk og vera í leikriti. Auk þess er virkilega gott að finna að börnin eru farin að koma til mín aftur. Ég fann í gegnum skilnað- inn hverjir hafa reynst góðir vinir og þeir hafa svo sannarlega staðið með mér. 1 dag þarf ég bara að bera ábyrgð á sjálfri mér. Ég get verið ég sjálf.” 39 v^ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.