Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 15

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 15
mið sem hefur vantað,” segir Sigríður. „Á mínu sviði hefur femínísk gagnrýni hleypt miklu fjöri í umræðuna, t.d. í siðfræði, stjórnmála- heimspeki, samfélagsfræði og þekkingarfræði. Eg tel að grundvall- aratriði kvennapólitíkur og femínisma séu að að líta á þá aðgrein- ingu sem er í samfélaginu eftir kynjum. Aðgreining eftir kynjum er ein af grundvallaraðgreiningum samfélagsins og málið með þessa aðgreiningu er að konum er mismunað á grundvelli kynferðis. Þessi mismunun er hins vegar ekki einhlít því í femínískum fræðum er lögð áhersla á að sýna fram á að hefðbundin form þessarar aðgrein- ingar séu í mörgum tilfellum báðum kynjurn til baga. Það má því segja að viðfangsefni femínískra túlkana sé að lýsa upp veruleikann í ljósi kynjaskiptingar til þess að kanna hvaða áhrif hún hefur á skipan samfélagsins og hlutverk og möguleika kynjanna hvors um sig. Það er ennfremur beinhörð, hagfræðileg staðreynd að kynja- misrétti er þjóðhagslega mjög óhagkvæmt, auk þess er kynjaskipt- ingin á margan hátt menningarlega og sálfræðilega heftandi fyrir bæði kynin. Þegar við tölum um frelsun kvenna erum við því líka að tala um frelsun karla og barna undan hlutverkum eða vænting- um sem fólk unir kannski ekki lengur við. Frelsi er þannig grund- vallaraflvaki í femínískum fræðurn og sú trú að fólk eigi að fá tæki- færi til að nýta frelsi sitt og vera eins og það vill vera.” Inntak kvennapólitíkur mun alltaf vera, að mati Sigríðar, að benda á þann mismun sem kynin búa við og reyna að koma í veg fyrir að hann skapi óréttlæti sem síðan er viðhaldið af menningar- legum og pólitískum þáttum og ríkjandi fjölskyldustefnu, at- vinnupóliítk o.s.frv.„Ef Kvennalistinn fer í sameiginlegt framboð með félagshyggjuflokkunum óttast ég ekki að rödd kvenna verði ekki sterk. Slíkt afl á sterkt bakland víða, t.d. í fræðunum og hjá faghópum og öðrum hópum í samfélaginu. Vandinn er bara að kunna að nýta sér þá þekkingu og reynslu sem þar er að finna. Hættan við samruna félagshyggjuflokkanna er auðvitað að pólitík- in verði hálfgert miðjumoð. Mér finnst t.d. nýja launakerfið sem samið var um í síðustu samningum vera til marks um það. Þar var ekki tekið nægt tillit til þess að kerfið kæmi misvel út fyrir kynin. Ég er hins vegar miklu meira uggandi um stöðu kvenna í stóru flokkunum. Þar hefur þeim málum ekki verið vel komið og ég sé lít- ið sem bendir til að það sé að breytast. Eins og málum er þar hátt- að virðist eina leiðin fyrir þá flokka að koma á kynjakvóta, vilji þeir sýna raunverulegan vilja til að bæta stöðu kvennna og fjölga þeim í ríkisstjórn og á Alþingi. í stóru flokkunum á Norðurlöndum má segja að kynjakvóti sé við lýði enda hefur konum gengið mun bet- ur að komast í ríkisstjórnir þar heldur en hér.” Ótti við gagnrýni „Mér líst ekki nógu vel á það sem ungu konurnar í Sjálfstæðis- flokknum hafa verið að gera,” heldur Sigríður áfram. „Mér finnst oft skína í gegn hjá þeim skortur á gagnrýnum viðhorfum. Það virk- ar á mig eins og tálbeita að sjá þær settar einhvers staðar. Það sem þær segja hljómar stundum ágætlega, en mér virðist að flokksfor- ystunni sé lítil alvara rneð því sem „sjálfstæðar stelpur” segja. Margir þeirra serp eru í forystu stóru flokkanna bera ekki skyn- bragð á það sem þarf að gera í málefnum kynjanna. Þeir hafa hvorki þá næmi né þá gagnrýnu sýn á raunveruleikann sem til þarf. Þeir þyrftu að komast á jafnréttisfræðslunámskeið en það var einmitt nýverið lagt fram á Alþingi frumvarp um jafnréttisfræslu fyrir leiðtoga, en slík námskeið hafa t.d. verið haldin með góðum árangri fyrir forystumenn í sænskum stjórnmálum.Hjá stjórnmála- mönnum er iðulega ríkjandi blind trú á framfarir sem byggjast á hagvexti sem síðan er talið að leysi allan vanda af sjálfu sér. Það er oft eins og hugsjónir séu ekki lengur til í pólitík. Almenningur fær á tilfinninguna að pólitík snúist um hrossakaup og valdabrölt, sem kallar fram sinnuleysi hjá fólki gagnvart pólitík. Ég tel að hugsjón- ir séu nauðsynlegar til að koma auga á aðsteðjandi vanda. Til dæm- is verða kynjasjónarmiðin að komast að þegar pólitískar ákvarðan- ir eru telcnar, ef á að talcast að grafa undan misréttinu og koma á jafnrétti. Sú sýn auðgar og dýpkar sýn okkar á veruleikann og ger- ir okkur kleift að kryfja þann vanda sem er til staðar.” cö w G 0> H w Þegar Sigríður talar um hugsjónir segir hún að enn sem fyrr séu það hugsjónir lýðræðisins - frelsi, jafnrétti og sam- staða - sem pólitísk barátta þurfi að rniðast við. Hún segir algengt hér á landi að stjórnmálamenn óttist gagnrýni en það sé einmitt mælikvarði á sterkt lýðræði að þola and- stæðar skoðanir. „Þú getur einmitt metið styrk lýðræðisins eftir því hversu vel því tekst að bera andstæðar skoðanir. Þetta vantar í auknara mæli hér á landi. Flestir eru sammála um að það vantar betri, gagnrýnni og málefnalegri umræðu um mál. Hér eru talsmenn stóru flokkanna, sem stjórna landinu og fjölmiðlunum, oft hræddir við umræðu og gagnrýni. Pólitískt kjörið útvarpsráð er t.d. alveg á skjön við það frelsi sem þessir flokkar boða. Hér á landi eru mál oft þögguð niður. Mér fannst vöntun á opinni, málefna legri og gagnrýninni urnræðu á opinberum vettvangi og í fjölmiðl um einna mest niðurdrepandi þegar ég fluttist heim eftir næstum tveggja áratuga búsetu erlendis.” Að lokum ræðir Sigríður um nauðsyn þess að skólakerfið efli gagnrýna vitund nemenda til þess að gera þá færa urn að hugsa sjálfstætt í stað þess að láta aðra ákveða og hugsa fyrir þá. Það myndi styrkja bæði stelpur og stráka í að verða myndugir einstak- lingar. Það er forsendan fyrir því að við getum skapað hér virkt lýðræði þegna sem taka þátt í lýðræðisferlinu. „Hugmyndafræði femínismans hefur hætt til að verða þröng og kreddukennd. Það kemur samt alltaf að því að tíminn sprengir upp kreddur ef þær hafa losnað úr tengslum við raunveruleikann. Það sem hefur vantað í pólitík femínista hér á landi er að hún hafi ver- ið tengd inn í öll stóru rnálin. Henni hefur hætt til að snúast um af- mörkuð mál sem hafa þá flokkast undir „kvennamál”. Femínísk pólitík þarf að taka á öllum málum - atvinnupólitík, skattapólitík, launapólitík - því þau hafa áhrif á líf bæði kvenna og karla. Þess vegna verður að taka kynjasjónarmiðin inn í öll mál, samþætta þau öllum málaflokkum, eins og sagt er,” segir Sigríður að lokum. EÞ Einstæður bókaflokkur Lærdómsrit Bókmenntafélagsins JOHN STUART MILL Kúgun kvenna ásamt fyrirlestrunum Umfrelsi og menntun kvenna eftir Pál Briem og Fyrirlestur um hagi og réttindi kvenna eftir Bríeti Bjarnliéðinsdóttur. Auður Styrkársdóttir ritar inngang. Textar þessir mótuðu umræðu íslendinga um undirokun kvenna og réttindi þeirra í lok 19. aldar og frarn eftir 20. öld. Enn má sækja vopn í barátturvni fyrir kvenfrelsi í þessa texta. UCRDÓMSRrr ÖOKMENtíTAtflJVGSrNS JOHN STUART MILL Kúgun kvenna DISU1N7KA BOKMENNTAUUaC. 33 sígild rit Nánari upplýsingar eru á heimasíðu. Verð flestra ritanna er aðeins kr. 1.927,- Pantanir afgreiddar samdægurs. Hið íslenska bókmenntafélag Síðumúla 21 / 108 Reykjavík /Sími 588 9060 / Fax 588 9095 / Heimasíða: www.arctic.is/hib 15 v^ra kvennahreyflngln

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.