Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 16

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 16
í leikskólana viðtal við Þröst Brynjarsson, varaformann leikskólakennara hann að segja örlitið irá herferðinni, starfinu og sjálfum sár. Hvers vegna er svona nauðsynlegt að karlar séu starfandi í leikskúlum til jafns við kon- ur? Markmiðið er að gera nám og starf leikskólakennara að raunhæfum og jákvæð- um valkosti fyrir unga karla. Eg var búinn að velta því fyrir mér í mörg ár hvernig við gætum breytt kynjaskiptingunni innan leikskólanna. Ég er fæddur jafnréttissinni og finnst því eðlilegt að bæði kynin sé að finna í öllum störfum. Það segir sig sjálft, að mínu mati, andrúmsloftið er ein- faldlega jákvæðara þar sem bæði kynin eru. I leikskól- anum eru bæði stelpur og strákar og eðlilegt að þau læri hvernig kynin vinna saman. Þar fer fram mikil félagsmótun og þetta eru fyrstu störfin sem þau í raun kynnast. Svo eru kynin ólík og maður sér það glöggt að í þeim leikskólum þar sem bæði kynin starfa eru leik- irnir öðruvísi. Þar sem leik- skólakennarar eru ein- göngu konur er t.d. óal- gengt að farið sé í hefð- bundna strákaleiki, eins og t.d. fótbolta. Heimiliskrók- ar í öllum leikskólum eru t.d. yfirfullir af förðunar- græjum en hvergi ein ein- asta rakvél, sem dæmi. Hvatningin til hlutverka- leikja er oft lítil fyrir strák- ana og þó að aðstaða eins og t.d. smíðahorn sé til staðar er hún lítið notuð. Strákaleikirnir eru oftar hávaða- samir og óþrifalegir og þar sem kvenna- menning er ráðandi er oft auðveldlega gef- ist upp. Best er sagan sem Margrét Pála hefur oft notað, þar sem strákurinn bað um að vera pabbinn í leiknum, stelpan hugsaði sig um lengi og sagði síðan: „Ok, Félag íslenskra leikskólakennara stend- ur um þessar mundir fyrir auglýsinga- og kynningarherferð þar sem starf leik- skólakennarans er kynnt fyrir ungum körlum sem vænlegur starfsvettvangur. Af þvi tilefni tók VERA varaformann fé- lagsins, Þröst Brynjarsson tali og bað i i 16 v£ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.