Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 13

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 13
Helstu hugmyndastraumar feminismans Útdrátlur á megineinkennum hugmyndastrauma feminismans, aðallega byggt á Feminist thought eftir Tong (1398). Tilgangurinn er að kynna nýliðum nokkrar meginhugmyndir kvennahreyfingarinnar, til að auðvelda þeim greiningu á hug- myndafræði Kvennalistans. Frjálslyndan feminisma má rekja allt til 19. aldarinnar til Mary Wollstonecraft, John Stuart Mill og suffragettanna. Meginhugmyndin er að undirokun kvenna megi rekja til hefða í fjölskyldum og lagalegra hindrana á opinberum vettvangi. Þjóðfé- lagið telji konur ekki jafn hæfar og karla og útiloki þær frá áhrifum í há- skólum, stjórnmálum og í atvinnulífi. Því fari hæfileikar þeirra forgörðum. Jafnrétti krefst þess að leikreglur séu réttlátar þannig að hvorki konur né karlar séu kerfisbundið dæmd til að verða undir eða tapa. Áhersla er og á að félagsmótun í skólum og fjölskyldum breytist með breyttum fyrir- myndum beggja kynja. Róttækir feministar telja ofannefnd atriði ekki duga til að afnema kynjamismunun. Undirokun kvenna megi rekja til karlveldisins, sem einkennist af formlegu og óform- legu valdi karla, píramítaveldi á stofnunum og samkeppni sem byggir á forsendum karla. Ekki er nóg að breyta lögum karlveldisins, heldur verði að breyta grunnstofnunum eins og fjölskyldunni, kirkjunni, stjórnmála- flokkum, verkalýðshreyfingunni, skólum og akademíunni/háskólum þar sem þekking og merking hennar er sköpuð. Róttækir feministar leggja á- herslu á að kynferðið og kynlífið sé grundvallaratriði í kúgun kvenna. Karl- ar hafi stjórnað kynlífi kvenna körlum til ánægju í gegnum kynlífsiðnað eins og klám og vændi, nauðganir, kynferðislega áreitni, ofbeldi gegn konum og börnum, umskurð kvenna eða kvensjúkdómafræði. Þessu þurfi að breyta en skoðanir eru skiptar um hvernig konur eigi að bregðast við þessu í eigin kynlífi, kynhlutverkum svo og um mikilvægi móðurhlut- verksins fyrir konur. Sumar telja móðurhlutverkið byrði og því beri að frelsa konur undan því með allri mögulegri tækni. Aðrar telja að móður- hlutverkið sé uppsprettan að valdi kvenna, þar sem þær geymi lykilinn að lífi framtiðarkynslóða. Konur verði sjálfar að virða þetta hlutverk, því án þess beri karlar minni virðingu fyrir konum. Sumir leggja áherslu á frjáls- an vilja í kynferðismálum og að bæði kyn geti losnað úr viðjum hefðbund- inna kynhlutverka með því að tileinka sér jákvæða þætti frá báðum kynj- um (androgyny). Róttækir menningarfeministar vara við hættum i kynlífi og frjósemistækni. Að þeirra mati er vandinn ekki kvenieikinn eða þröng- ar skilgreiningar á kynhlutverkum, heldur hve lítils metinn kvenleikinn er. Ef kvenlegar dyggðir á við nærgætni, hógværð, umburðarlyndi, stuðning, samúð, tilfinninganæmi, umönnun, innsæi og sjálfsfórn væru metnar jafn mikils og dyggðir eins og ákveðni, árásargirni, harka, skynsemishyggja, sjálfstraust og stjórnun tilfinninga þá myndu konur verða virtari í samfé- laginu. Þriðja sjónarmiðið er það að kvenleikinn sé vandamálið af þvi að hann hafi verið skilgreindur af körlum í þágu karlveldisins.Til að konur frelsist þurfi því að Ijá kvenleikanum nýja merkingu, sem samræmist vilja einstakra kvenna óháð því hvernig karlmenn vilji hafa þær. (vistfræðifeministar) leggja yfirleitt áherslu á náin tengsl kvenna við nátt- úruna og á mikilvægi sjálfbærrar þróunar. Mies and Shiva sem Tong(1998) flokkar sem sósíalíska ecofeminista, hafa nýlega sett fram nokkur þrep sem þurfi að taka ef raunverulega sé stefnt að lífsstíl sem byggi á sjálfbærri þróun. Meginatriðin eru góðkunn kvennalistakonum. Framleiðslu eigi að miða við grunnþarfir en ekki hámörkun framleiðslu- getu; náttúruauðlindir eigi að nota þannig að þeim verði skilað jafngóð- um til komandi kynslóða; beint lýðræði eigi að taka við af fulltrúalýðræði, til að allir hafi tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri; leysa skuli vandamál með því að ræða málin í hópum þannig að sem flest sjón- armið verði virt; nýta þurfi nýjustu tækni og vísindi án þess að kasta göml- um hefðum og alþýðuráðum fyrir róða; brjóta þurfi múrana á milli vinnu og leikja/tómstunda, milli vísinda og lista og á milli efnis og anda; líta beri á náttúruauðlindir sem samfélagseign en ekki einkaeign; karlar og konur verði saman að tileinka sér lífsstíl sjálfbærrar þróunar ; konur og karlar þurfa saman að virða hefðbundnar dyggðir eins og umhyggju, ástúð og umönnun, því aðeins þannig mun friður haldast milli þjóða, kynslóða og kynja; jöfnuður sé nauðsynlegur. Til þess að allir hafi nóg getur enginn átt allt. Ef ætlunin er að bæta kjör í þróunarlöndum til jafns við vesturlönd þá kostar það eitthvað. Jafnvel þó mögulegt væri að byggja auð þróunar- landa á arðráni á öðrum hnöttum, þá væri slíkt ekki æskilegt þar sem lífs- stíll ríka hluta jarðarinanr hefur ekki einu sinni tryggt sínu fólki lífsham- ingju, frelsi, sjálfsvirðingu og frið. Marxískur femiuismi lítur á kapitalismann sem uppruna kvennakúgunar. Ef frelsa á allar kon- ur, ekki bara þær sem skara fram úr, þurfa framleiðslutækin að vera í eigu almennings. Ef konur yrðu efnahagslega sjálfstæðar verði þær jafn frjálsar og jafnréttháar körlum. Þetta er einföldun að mati sósíalískra feminista, sem telja að auk kapitalismans skýri karlveldið undirokun kvenna. Þeir telja að ráðast þurfi til atlögu við framleiðslutækin og at- vinnulífið (production), við kynferðisleg samskipti og barneignir (reprod- uction) og við félagsmótun barna. Þetta verði allt að breytast til að kven- frelsi og jafnrétti náist. Þessi samhæfing á áhersluþáttum vekur athygli á hinum mörgu hlutverkum sem konur sinna, en stangast oft á með tilheyr- andi erfiöleikum og firringu, þ.e. hlutverk eiginkvenna, mæðra, dætra, elskhuga og starfsmanna Ofannefndar kenningar taka allar til þjóðfélagsins með einhverjum hætti. Kenningar sálkönnuða telja að rætur kvennakúgunar sé að finna djúpt í sálarlífi konunnar sjálfr- ar. Flestir benda á að tengsl móður, barns og föður fyrstu æviárin (lausn ödipusarduldarinnar) valdi því að sálgerð kynjanna verði mismunandi, að drengir sækist eftir valdi og sjálfstæði en stúlkur eftir ástúð og vernd. Sjálfsmynd stúlkna sé brothættari m.a. vegna mismunandi skilaboða um það hvort þær eigi að vera sjálfstæðar eða háðar, t.d. eiginmanni og börnum. Þó að Freud hafi sjálfur talið þetta óumflýjanlegt, samanber orð hans „anatomy is destiny”, (líkamsgerðin skapar okkar örlög), þá telja fiestir feministar sem byggja á sálkönnun að leiðin til breytinga sé að báð- ir foreldrar taki jafnan þátt í uppeldi barna á fyrstu æviárunum og geti því bæði tekið fæðingarorlof. Hugmyndir genderfeminista eru skyldar þessu en þar er talið að uppeldið og um leið sálgerð kvenna valdi því að þær leggi annars konar siðferðismat á umhverfið en karlar, þ.e. svokallað umönnunarsiðgæði í andstöðu við áherslur á réttlæti í hefðbundnum siðfræðikenningum karla. Kvenleikinn sé mikil blessun fyr- ir mannkynið og þessari siðferðisáherslu kvenna beri að hampa fremur en hitt og viðurkenna í kenningum um siðferðisþroska. Þetta má tengja á- herslum margra kvenna á að taka frama barna sinna eða maka fram yfir eigin frama, þ.e. fórnarlund kvenna er hampað. Margir benda á að fórn- arlund kvenna fari nú dvínandi með aukinni menntun, aukinni atvinnuþátt- töku og vaxandi áherslu á að styrkja sjálfsmyndir og sjálfsöryggi kvenna. Ekki verður því bæði sleppt og haldið í þessum efnum. GmSSD t.d. Simone de Beauvoir leit á konur sem „hitt kynið” eða “the other” og taldi að þannig yrði það áfram á meðan karlmenn skilgreindu kvenleikann og líf kvenna fyrir þær. Ef konan á að verða hún sjálf verður hún að hefja sig yfir þær skilgreiningar, titla og eðlisþætti sem sagðir eru takmarka til- veru hennar. Hún verður að verða það sem hún sjálf vill verða. snúa Beauvoir á haus að því leyti að þeir segja einnig að konur séu „hitt kynið” en fagna því í stað þess að hafna því. Það að vera hitt kynið á út- jaðrinum geri konum kleift að gagnrýna norm, giidi og aðgerðir ráðandi karlamenningar, sem reynt sé að troða uþþ á alla. Þarna geti konum leyfst að vera margbreytilegar, öðruvísi og í takt við eigin skilgreiningar og því hafi þessi staða á útjaðrinum ákveðna kosti. Viðurkennt er að konur hafi ekki einslita, heildstæða sjálfsmynd eða eðli sem hægt sé að skil- greina og gera lítið úr. Þarna geti konur verið frjálsar í anda og það opni þeim ýmsa möguleika, m.a. til að losa sig úr viðjum hefðbundinna eða karlskilgreindra kynhlutverka. Áhersla á margbreytileika kvenna hefur gert fræðikonur og konur í kvennahreyfingunni almennt umburðarlyndar og forvitnar um að kynnast hvernig aðrar konur og þeirra aðstæður séu líkar eða ólíkar þeirra eigin þannig að betri skilningur hefur náðst þvert á hópa, sem flestir starfa á útjöðrum eða í grasrótinni fremur en við stjórn- un samfélagsins. 13 v ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.