Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 24

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 24
i bell hooks Verk femínistans eftir Þórdísi Valdimarsdóttur bell hoeks eru orðin mörg og vel þekkt, að minnsta kosti í Banda- ríkjunum. Á árunum 1981 til 199B hefur hooks gefið út þrettán bækur, skrifað ótelj- andi greinar í tímarit, haldið fjölmarga fyrir- lestra innan lands og utan, auk þess að koma fram í viðtalsþáttum í útvarpi og sjónvarpi. Hróður hennar (eða ó- hróður!) hefur borist út um Evrópu og eru kvennafræðinemar hér á íslandi meira að segja að lesa greinar efiir þessa umdeildu blökkukonu. /jc///oo/u' í fjölmiðlum og enn fremur þar sem hooks er þekkt, og gagnrýnd, fyrir það að skrifa mikið út frá persónu- legri reynslu. bell hooks er fædd og uppalin í Hopkinsville í Kentucky snemma á sjötta áratugnum þegar þar ríkti algjör aðskilnaður hvítra og svartra. Faðir hennar skúraði póst- * hús og mamma hennar var húsmóðir þar til börnin sex voru komin á legg, en þá varð hún þjónustukona hjá hvítri fjölskyldu. bell á fjórar systur og einn bróður en hún er sú eina af systkinunum sem er langskólageng- in. Sem barn var hún ákveðin í því að verða rithöfundur og las allt sem hún komst í tæri við. Eins og flestir blökkumenn í Suðurríkjum Banda- ríkjanna tilheyrði fjölskylda hooks svartri babtistakirkju og þar og hjá langömmu sinni fann hooks hvatn- ingu til að mennta sig. Hún útskrif- aðist með B.A gráðu í ensku frá Stanford University og hélt síðan til University of California þar sem hún útskrifaðist með doktorsgráðu í ensku. Doktorsritgerðin fjallaði um verk blökkukonunar Toni Morrison, sérstaklega fyrstu skáldsögu hennar The Bluest Eye. Fljótlega eftir nám fór bell hooks að kenna við Yale og síðar við Oberl- in. Báðir þessir háskólar eru mjög virtir og dýrir einkaskólar. Þrátt fyr- ir betra kaup og styttri vinnutíma kaus hooks að flytja sig um set og kenna fólki sem er nær hennar eigin bakgrunni. I dag kennir hooks við City College í Harlem í New York. City er ríkisrekinn háskóli í spænsku Harlem og þar eru rúmlega 80% nemenda litaðir, ólíkt Yale eða O- berlin þar sem langflestir nemend- urnir eru af efri millistétt og hvítir. Gloria Watkins er skírnarnafn hooks en rithöfundanafnið tók hún upp strax sautján ára. bell hooks er dregið af nafni langömmu hennar en ástæðan fyrir því að hún skrif- ar það með litlum stöfum er sú að hún, eins og fleiri femínistar, var þeirrar skoðunar að það sem skipti megin máli væri boðskapur textans en ekki höfundurinn. Þetta kann aðdáendum bell hooks að þykja kaldhæðnislegt í dag, þar sem hún sem persóna er orðin rnikið til umræðu Tengsl svartra kvenna við kvennahreyfinguna Bækur bcll hooks eru hver annarri ólíkar. Fyrsta bókin hennar Ain't I a Woman: Black Wotnen and Feminism kom út 1981 og tekur á viðhorfum kvennahreyfingarinn- ar í Bandaríkjunum til svartra kvenna. í bókinni sakar hooks svartar konur um að hafa látið sér nægja að berjast fyrir kynþáttajafnrétti en gleymt að hugsa um kvenrétt- 24 v?ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.