Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 38

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 38
Hvað er til ráða? Reyndu að finna einhvern sem þú treystir. Ef þú treystir ekki fjölskyldu e.ða vinum þínum, leitaðu til annarra ráðgjafa. Konur og karlar geta liringt í Kvennaathvarfið en eingöngu konur geta komið til dvalar eins lengi og þær óska. Vinalína Rauða krossins getur verið gagnleg vanti þig einhvern til að hlusta á þig. Börn og únglingar geta hringt í trúnaðarsíma Rauðakross hússins og jafnframt leitað í Neyðarathvarfið. uð miðað við lögregluskýrslurnar. Hér þarf líka að taka rannsóknaraðferðina, sem minnst var á hér að framan, með í reikninginn. Trúlegt er að raunveruleg tala fórnarlambanna sé mun hærri. En konur verða ekki bara fyrir ofbeldi af hendi maka síns. Karlmenn eru líka beittir of- beldi af konum sínum. Sömu spurningum var beint til karlmanna í könnunni og niðurstaðan var sú að 0,8% karla höfðu orðið fyrir ofbeldi af hendi sambýliskvenna sinna. Þar af voru 0,3% þeirra beittir grófu ofbeldi. Séu þœr tölur umreiknaðar má áœtla að 650 karlar hafi á árinu 1996 verið beittir ofbeldi af hendi núverandi og fyrrverandi sambýliskvenna sinna. Sú tala kemur nokkuð á óvart því fram til þessa hefur því verið haldið fram að konur beiti eiginmenn sína frekar andlegu ofbeldi en líkam- legu. Af þessu má þá ráða að ofbeldi kvenna gegn eiginmönnum sínum sé töluvert algengt. I rannsókninni var svarendum skipt niður eft- ir aldri, hjúskaparstöðu, menntun, starfi, tekjum og búsetu. Spurt var hvort viðkomandi hefði orðið fyrir ofbeldi (gerandinn gat verið hver sem er, ókunnugur eða maki). Fráskildar konur virt- ust áberandi oftast hafa orðið fyrir ofbeldi eða 53,3% aðspurðra. Af þeim höfðu 33,3% orðið fyrir grófu ofbeldi. Enginn sjáanlegur munur var á milli starfa, tekna né búsetu. Á sama hátt var körlum skipt niður og þeir spurðir sömu spurninga. Athygli vekur að hjú- skapur eða sambúð minnkar líkurnar á að karl- menn séu beittir ofbeldi samkvæmt rannsókn- inni. Hjá konum er annað uppi á teningnum. Þar eykur sambúð eða hjónaband líkurnar á að þær verði fyrir ofbeldi. Samkvæmt þessum töl- um hafa 0,7% kvenna verið beittar ofbeldi af hendi núverandi og fyrrverandi maka. Niður- staðan er túlkuð á þann veg að fæstar konur sem hafa búið með mönnum sem beita þær ofbeldi fari aftur í sambúð með manni sem beitir of- beldi. Þessar tölur gagna töluvert á skjön við tölur úr árskýrslum Kvennaathvarfsins sem farið verið í hér á eftir. Bæði kynin voru spurð hvort þau hefðu beitt maka sinn ofbeldi. Konur eru ofbeldishneigðari en karlar samkvæmt niðurstöðunni. Alls sögð- ust 4% kvenna hafa beitt maka sinn ofbeldi á meðan 2% karlanna viðurkenndu það. Hvað segja þessar niðurstöður okkur? Ætli konur beiti karla líkamlegu ofbeldi helmingi oftar en þeirkonur? Varla. Ætli hin raunverulega ástæða sé ekki sú að karlar eru ekki tilbúnir að viður- kenna ofbeldið eða líti öðrum augum á það, skil- greini það einfaldlega á annan hátt? Á þessum niðurstöðum má sjá hversu erfitt er að draga ályktanir af könnunum sem þessari. Aðilar sem verða fyrir heimilisofbeldi eru ekki tilbúnir að ræða það við hvern sem er. Þeir eiga nógu erfitt með að viðurkenna það á slysadeildinni þar sem augljóst er hvað hefur gerst. Tölurnar hér gefa okkur einungis vísbendingu, þær eru engan veg- in tæmandi. Ársskýrsla Kvennaathvarfsins Ársskýrsla Kvennaathvarfsins fyrir árið 1997 er ekki enn komin út. Hér birtast þó nýjustu töl- ur um fjölda kvenna sem leituðu aðstoðar í at- hvarfið á síðastliðnu ári. Fjöldi kvenna sem leituðu til Kvenna- athvarfsins árið 1997 Komur alls 39B Viðtöl 278 Til dvalar 118 Eins og sjá má eru komurnar nærri því 400 tals- ins og aukningin um 7% frá árinu 1996. Símtöl- um í neyðarsíma athvarfsins fjölgaði jafnframt um 6%. 2274 símtöl voru skráð í neyðarsíma Kvennaathvarfsins, sem er að meðaltali 6 símtöl á dag. Sú tala er nokkuð góð vísbending um hversu útbreitt heimilisofbeldi er. Á 14 ára tímabili, frá árinu 1983-1996, má sjá hvernig aðsóknin að Kvennaathvarfinu hefur sí- fellt verið að aukast. Fyrsta árið voru skráðar 151 komur, bæði viðtöl og til dvalar. Árið 1996 eru þær komnar upp í 368 sem er yfir 100% aukning. Tölur um heimilisofbeldi í Bandaríkjunum !iÁ fimmtán sekúndna fresti er kona beitt of- beldi á heimili sínu. !>15 - 25% ófrískra kvenna eru beittar of- beldi. !ÍI sex af hverjum tíu hjónaböndum hefur of- beldi verið beitt. !íÁrið 1991 voru 28% af þeim konum sem voru myrtar, drepnar af eiginmönnum og/eða kærustum sínum. "Konur sem yfirgefa ofbeldismenn sína eru í 75% meiri hættu á að verða drepnar af of- beldismanninum en þær sem eru áfram í sam- bandinu. í skýrslu athvarfsins er skráð hvort kona sé að koma í fyrsta skipti. Komi hún í athvarfið síðar, hvort sem sami gerandi á í hlut eða hún sé að flýja annan mann, þá skráist einungis hennar fyrsta koma. Athyglisvert er að sjá þá þróun sem verður á komum kvennanna. Árið 1985 koma 55% kvennanna í fyrsta sinn, þá er at- hvarfið búið að vera opið í þrjú ár. Árið 1989 eru einungis 6% þeirra að koma í fyrsta sinn en árið 1996 eru 28% að koma í fyrsta sinn. Ekki voru komnar tölur um hlutfall þeirra sem komu í fyrsta sinn árið 1997. Þessar tölur eru haldgóð vísbending um að þeir sem beita konur sínar of- beldi gera það oftar en einu sinni. Þeir hætta því ekki þótt að konan hafi flúið á náðir Kvennaat- hvarfsins. Þessar tölur segja heldur ekki til um hversu stórt hlutfall kvenna verður fyrir ofbeldi af hálfu nýs maka en ætla mætti að einhver hluti þeirra kvenna sem er ekki að koma í fyrsta skipti sé að flýja undan nýjum maka. Helstu ástæður fyrir því að konur leita til Kvennaathvarfsins eru andlegt ofbeldi, óskir um stuðning og líkamlegt ofbeldi. Aðrir þættir eru nefndir s.s. kynferðis- legt ofbeldi, ofsóknir, morðhótanir og ofbeldi gegn börnum. Þessir þættir vega þó hlutfallslega mikið lægra en hinir framantöldu. í gegnurn árin hafa u.þ.b. 20% kvennanna sem leitað hafa í at- hvarfið verið af erlendum uppruna. Konurnar komu alls staðar úr heiminum. Hlutfall asískra kvenna er þar hæst árið 1996. Fáar konur virð- ast kæra ofbeldið til lögreglunnar skv. skýrslu Kvennaathvarfsins, eða einungis um 8%. U.þ.b. 13% kvenna var með líkamlega áverka við kom- una í Kvennaathvarfið árið 1996. Aldur kvenn- anna spannar allt frá 16 ára og upp í 76 ára. Þróunin á undanförnum árum hefur verið sú að yngri konur eru að koma í athvarfið. Að sögn starfsmanns athvarfsins virðast konur vera til- búnar að yfirgefa ofbeldissamband yngri og fyrr en áður Vernda lögin alla þegna landsins? Stjórnarskrá lýðveldisins Islands stendur vörð um almenn mannréttindi. f henni er þó mis- brestur varðandi friðhelgi heimilisins. Hún verndar heimilið sem heild, en ekki endilega einstaklingana sem þar búa. I 71. gr. stendur: „Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.” Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauð- syn ber til vegna réttinda annarra. Með þessari heimild eru réttindi einstaklinga á heimilinu tryggð en athygli skal vakin á því að eftirfarandi viðbót kom til árið 1995. í 191 gr. almennra hegningarlaga stendur: „Ef nokkur misbýður með stórfelldri van- rækslu eða móðgunum eiginkonu sinni eða eig- inmanni, barni sinu eða öðru barni eða ungling undir 18 ára aldri, sem hann hefur til umsjónar eða fósturs eða manni sem er skyldur honum eða tengdur í beinan legg upp á við, þá varðar það varðhaldi eða fangelsi allt að 2 árum.” Heimilisofbeldi hlýtur að teljast brot á þessari lagagrein, hvort sem líkamlegt eða andlegt of- beldi á sér stað. Barn sem horfir upp á föður sinn leggja hendur á móður sína býr við van- rækslu. Andlegt ofbeldi getur falist í niðrandi setningum og ljótu orðbragði gagnvart makan- um og eru móðganir sbr. 191 gr. 38 v?ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.