Vera - 01.02.1999, Blaðsíða 8

Vera - 01.02.1999, Blaðsíða 8
Þú réttir ekki reiðu barni bók Af hverju eru börn reið? Eru þau bara svona frek? 111a upp alin? Hver brást? Foreldrarnir? Skólinn? Hér er vandi á ferð en rótin að vand- anum hlýtur að vera í samfálagssamsetning- unni; gildismati því sem menn „keyptu” og halda við. Þorum við að horfast í augu við að mótun og sjálfsbirting barna okkar kemur ekki lengur innan frá / heiman frá, heldur utan frá, í gegnum óstöðvandi markaðsöflin / kaup- mennskuna þar sem fjölmiðlar hafa gert samning um „súpuna” á sjálfu draumaland- inu íslandi? Falleg markmið og metnaðarfullar leiðir í íslensku skóla- stafi eru tjáðar í vönduðum námskrám. Ekki verða þau reifuð hér. En I þeim stendur að skólum sé ætlað að axla mikla ábyrgð í uppeldi íslenskrar æsku, ekki síður en foreldrar. í þessari grein vil ég benda á samhengið á milli mannskilnings og vinnuum- hverfis í skólum; hvernig agavandamál verða til ef skólum tekst ekki að þróa starf sitt í fullu samræmi við þau markmið og þau fallegu lífs- gildi sem þeir eiga samkvæmt lögum að starfa eftir. Réttir kennsluhættir og manneskjulegt nem- endaumhverfi afmá agavandamál, þótt þau komi til utanfrá. Sú skólalífsspeki sem ég vil hampa og kynna er lýðháskólastefnan. Heimspeki hennar þarf að vera með í umræðunni um aga í skólum. í lýðskólum finna nemendur ekki fyrir þörf á að ögra umhverfinu né hefna sín með hátterni sem kallast „agabrot”. Það eru ekki til „lélegir" nemendur. Bara lélegir skólar! Ég varð vitni að því að maður sem var á gangi I götunni minni spark- aði í kött sem varð á vegi hans. Ég horfði með hornauga á manninn en skildi um leið og ég sá svip hans að sá var ekki dýravinur. Hans dýraskilningur hafði afhjúpast opinberlega og ég get borið vitni um það. Gæti verið að ýmsir skólar / kennarar af- hjúpi á sama hátt mörg viðhorf sín til nemenda þegar litið er á þá stöðu sem skólakerfið setur nemendur í? Það er oft grunnt á fallega orðavalinu á pappírn- um. Að taka alvarlega þær grundvallarhugmyndir/ þau heimspekilegu lífsviðhorf sem námskrár ganga út frá er skylda sérhvers skóla. Enginn nemandi á að líða „spark” frá kerfinu! Ég sat í hópi kennara og skólastjóra sem voru á fundi í Norræna húsinu. Þegar þeir heyrðu viðhorf mitt um lélega skóla, sem er millifyrirsögnin hér að ofan, vildu þeir að ég æti ofaní mig strax þetta „barna- lega” slagorð og sögðu: „Þá væri eins og sjúklingurinn gæti klagað lækninn fyrir það að vera veikur.” Ég held að læknar séu oft í þeirri stöðu að geta ekki sinnt sjúklingi fullkomnlega vegna tíma- og aðstöðuleysis; skorts á forsendum og valdi yfir rót- tækum aðgerðum. Nemendur eiga samkvæmt lögum að fá aðstöðu til náms í sam- ræmi við forsendur hvers og eins. Ef nemandinn er „lélegur” þá skal skólinn sjá til þess að breyta því eða uppgötva í honum hans „góðu” hlið og sinna henni, sem er þegar öllu er á botninn hvolft hluti af sama nemanda. 1 / 8 Agi og uppeldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.