Vera - 01.02.1999, Side 52
Guðríður Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Lyfju í Reykjavík
Þvagleki -
algengt vandamál meðal kvenna.
Öll höfum viö lært þá list í bernsku að stjórna eigin þvaglátum
en vegna álags, elli, veikinda eöa slysa getum við misst þenn-
an hæfileika á lífsleiðinni. Flestir telja að vandi þessi sé ein-
göngu bundinn við aldraðar konur en svo er hreint ekki því ung-
ar konur og miðaldra eiga einnig við hann að stríða. Könnun,
sem fór fram í október 1993 meðal kvenna í Öxarfjarðarhéraði,
(úrtak 131 kona), sýnir að 56% kvenna 21 árs og eldri hafi
þvagleka, þar af 29% talsverðan eða mikinn. Þetta er í sam-
ræmi við hæstu niðurstöður erlendra rannsókna. Tíðni þvag-
leka eykst með aldrinum og talið er að allt að helmingur
kvenna yfir sextugt leki þvagi. Vandinn er einnig þekktur með-
al karla þó í mun minna mæli sé.
vagleki er hulið vandamál sem lítt hef-
ur verið til umræðu á opinberum vett-
vangi og á meðan þetta er feimnismál
verður erfiðara fyrir þolendur að glíma við
vandann. Þvagleki er viðkvæmt vandamál
sem tengist sjálfsmynd þolenda og víst er
að sumir líða einnig andlega. Það hlýtur að
vera óásættanlegt að eiga það á hættu að
blotna í tíma og ótíma og það er vissulega
hamlandi að þurfa alltaf að ganga með bl-
eyju og hafa áhyggjur af því hvar næsta kló-
sett sé að finna. Verst er að margir bera sig
ekki eftir hjálp þegar hana er auðvelt að fá
því mikið er hægt að gera til að bæta
ástandið og sumir ná fullum bata.Tímabært
er að opna umræðuna, ekki bara meðal
kvenna því það hjálpar auðvitað að karlar
séu líka upplýstir.
Undirrituð lagði leið sína til Lyfju í Reykja-
vík til að fræðast nánar um þvagleka. Þar
tóku á móti mér þau Guðríður Þorsteins-
dóttir hjúkrunarfræðingur og Ingi Guðjóns-
son framkvæmdastjóri. Þau buðu mér inn í
herbergi hjúkrunarfræðings, en í þaö er inn-
angengt úr versluninni sem er stórglæsileg.
Guðríður vinnur sem ráðgjafi í fullu starfi hjá
Lyfju í Lágmúla og til hennar geta viðskipta-
vinir leitað með vandamál sín án þess að
eiga pantaðan tíma. Guðríður er margfróð
um þvagleka og til hennar hafa margir leitað.
Hjá Lyfju er hægt að fá mikið úrval af þvag-
lekavörum. Má þar nefna bleyjur, buxur með
innleggi og tappa, auk lyfja að sjálfsögðu en
þau fást aðeins gegn lyfseðli. Rétt er að geta
þess að Tryggingastofnun ríkisins greiðir
bleyjur fyrir þá sem þurfa að nota þær að
staðaldri samkvæmt læknisráði. Hjá Lyfju
liggja einnig frammi fjölmargir bæklingar fyr-
ir almenning um ýmis veikindi og kvilla,
meðal annars um þvaglekann. Ég bað Guð-
ríði fyrst að útskýra fyrir mér hvernig lækna-
vísindin skilgreina vandann.
„Tvenns konar þvagleki er algengastur,
áreynsluleki og bráðaleki. Áreynsluleki kall-
ast það þegar kona lekur þvagi við líkam-
lega áreynslu, [ leikfimi, vegna hósta, hnerra
eða hláturs. Þá þarf viðkomandi ekki að losa
þvag heldur lekur aðeins meðan áreynsla
varir. Einkennin eru mismikil en þessi tegund
þvagleka er algengust í kringum tíðahvörfin.
Áreynsla á grindarbotninn getur hrundið
áreynsluþvagleka af stað. Fylgni er milli
fjölda meðgangna / fæðinga og áreynslu-
þvagleka. Feitu fólki er einnig hættara við
honum en öðrum því þunginn þrýstir á
blöðru og girndarbotn. Margt bendir til að
stoðvefur þeirra sem fá kvillann sé veik-
byggðari en hjá þeim sem heilbrigðir eru.
Bráðaleki kallast það þegar þvagleka fylg-
ir mikil þvaglátsþörf og viðkomandi getur
ekki við neitt ráðið. Stundum getur aukið
andlegt álag eða vatnsniður kallað fram
bráðaleka. Konan missir þá oft þvag á leið-
inni á klósett. Stafar þetta af ótímabærum
samdrætti í þvagblöðru. Bráðaþvagleki ger-
ir oft vart við sig eftir breytingaskeið vegna
hormónabreytinga, vöðvar I grindarbotni
hafa rýrnað og breytingar orðið á slímhúð.
Eykst tíðni hans jafnt og þétt eftir tíðahvörf-
in. Erting í þvagblöðru vegna sýkingar, bólgu
eða æxla getur einnig valdið bráðaleka.
Stundum hafa konur einkenni beggja teg-
unda þvagleka og er það kallað blandleki.”
Grindarbotnsæfingar hjálpa
mörgum
Guðríður hefur orðið vör við það í starfi sínu
að þvagleki sé feimnismál. Hún hefur séð
viðskiptavini pukrast með bleyjukaup og oft
kemur þolandi ekki sjálfur til hennar en
sendir einhvern fyrir sig að leita upplýsinga.
Stundum koma konur og leita hjálpar vegna
þvagleka bræðra sinna. Verst finnst Guðríði
þó sú tilhugsun að fólk leiti ekki hjálpar held-
ur bíti bara á jaxlinn.
„Ég ráðlegg fólki sem til mín kemur með
þennan vanda að fara til læknis. Með venju-
legri skoðun má greina kvillann og þá fyrst
er hægt að vinna að bata. Stundum er ein-
faldlega um þvagfærasýkingu að ræða.
Læknir skoðar hvort blöðru- eða legsig sé á
ferðinni og ef svo er ekki er kannað hvers
52