Vera - 01.02.1999, Side 47

Vera - 01.02.1999, Side 47
uðu oftar spurningar sem sagðar eru endur- spegla öryggisleysi þeirra og óákveðni. „Vera er gott blað, er það ekki?” Hún sagði líka að konur hikuðu meira en karlar þegar þær töluðu, hneigðu oftar höfuðið til að gefa til kynna að þær væru að hlusta og væru sammála. Þær væru kurteisari en karlarnir og gerðu sér meira far um að vanda mál sitt. Hún sagði að þær segðu sjaldan brandara en not- uðu oftar sæt og væmin orð eins og „yndislegt", „dásamlegt". Allt þetta taldi Lakoff endurspegla valdaleysi kvenna og líka viðleitni þeirra til að tala „fínna rnál”, því með því séu þær að reyna að þæta laka stöðu sína. Hins vegar þurfi karlar ekki á því að halda því þeir eru hærra settir og miklu öruggari með stöðu sína, sagði Lakoff og fleiri málvísindamenn hafa komist að sömu niður- stöðu. Lakoff sagði að úr talsmáta kvenna mætti lesa óöryggi og valdaleysi. Konur vanti þá festu og ákveðni sem einkenni talsmáta karla enda hefur komið í Ijós, þegar betur var að gáð, að karlar grípa oftar fram í fyrir konum en körlum og þegar karlar og konur eru saman komin í blönduðum hópum tala karlarnir meira en kon- urnar. Á þessum árum voru konur æ meira að hasla sér völl í stjórnmálabaráttunni. Á Englandi náði Margrét Thatcher góðum árangri, en um hana gengu þær sögur að þegar hún var að byrja í stjórnmálum hafi félagar hennar gripið svo oft fram í fyrir henni að hún hafi átt erfitt með að halda orðinu. Málfar hennar var sagt skorta festu og ákveðni. Sagan segir að hún hafi far- ið í talþjálfun og vanið sig af öllum kvenlegum einkennum og eftir það hafi henni gengið betur að ná athygli. Hvort þetta er satt eða logið veit ég ekki en talsmáti Thatcher þótti karlalegur, eða réttara sagt ókvenlegur, og þetta var skýr- ingin á því. „Kannski ég ætti að bjóða mig fram?” „Ehem, uhu, eee ég held ég sé búin að taka ákvörðun.” Spurningar, kurteisisorð, hik og humm eru aðferðir sem notaðar eru til að halda samræð- um gangandi, segja málvísindamenn. Margir femínistar drógu þær ályktanir að ástæðan fyr- ir því að konur notuðu þessi fyrirbæri í rfkari mæli en karlar væri sú að þær sæju líka um skítverkin í samskiptunum, þær tækju að sér ábyrgðina á samtalinu og sæju um að halda því gangandi. Konur tiheyra annarri menningu Robin Lakoff varð fyrir aðkasti vegna skrifa sinna. Fólk brást reitt við og var hún og aðrar sem skrifuðu um valdaleysi kvenna sakaðar um karlrembu og kvenfyrirlitningu. Hún var líka gagnrýnd fyrir að benda einungis á hvernig konur væru öðruvísi en karlar og því liti hún sjálf á talsmáta karla sem hinn eðlilega talsmáta en talsmáta kvenna sem frávik. Þegar að var gáð kom í Ijós að flestar rannsóknir á töluðu máli höfðu beinst að máli karla eingöngu og því var lítið vitað um málsamfélag kvenna. [ vestrænum heimi er munurinn á talsmáta kynjanna ekki opinberlega viðurkenndur en mannfræðingar og málvísindamenn eru fyrir löngu farnir að nota orðið kynjamállýskur um ólíkan talsmáta kynjanna og hafa rannsakað hvernig þær urðu til. Það gerðu mannfræðing- arnir Daniel N. Maltz og Ruth A. Borker sem Lakoff sagði að úr talsmáta kvenna mætti lesa óöryggi og valdaleysi. Konur vanti þá festu og ákveðni sem einkenni talsmáta karla. fylgdust með leik barna til að athuga hvernig þau töluðu. í grein sem þau skrifuðu árið 1982 segja þau að margt bendi til þess að stelpur og strákar noti málið á ólíkan hátt frá unga aldri. Þau fylgdust með hópi stráka og hópi stelpna og bentu á að þau lékju sér ekki mikið saman heldur lékju stelpur mest við aðrar stelpur og strákar við aðra stráka. Þótt þau lékju stundum saman væru þau oftast í sér hópum og uppá- halds leikir þeirra væru ólíkir. í hópunum sem þau fylgdust með var að skapast gerólík menn- ing, kynjamenning, þar sem stelpurnar voru að temja sér kvenlegan talsmáta og strákarnir karllegan. Strákarnir sem Maltz og Borker fylgdust með léku sér meira úti. Þeir voru í stærri hópum en Sr Eldhúspappír frá rakadrægur, þéttur og sterkur Styrkjum íslenskan iðnað kaupum íslenskt 47

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.