Vera - 01.02.1999, Side 18

Vera - 01.02.1999, Side 18
Stjórnvöld íAfganistan heyja nú stríð gegn konum. Ástandið er orðið svo slæmt að í leiðara í Times var með- ferðinni á konum í landinu iíkt við ofsóknirnar gegn gyðing- um í Póllandi fyrir helförina. Síðan talebanar tóku völdin árið 1996 hefur konum verið skipað að klæðast kuflum. Þær hafa orðið fyrir barsmíð- um og verið grýttar á al- mannafæri hafi þær klæðst öðru, jafnvel þó að einungis net fyrir augu hafi vantað. Verðlaunamynd Ijósmyndarans Michael S. Wirtz í A fganistan. j jeiður múgur heittrú- ) /aðra barði konu til fy bana því að óvart sást í handlegg hennar er hún ók bíl. Önnur var grýtt í hel því hún reyndi að komast úr landi með manni sem ekki var ættingi. Konur fá ekki að vinna eða vera á al- mannafæri án fylgdar karlkyns ætt- mennis. Menntaðar konur, t.d. kennarar, þýðendur, læknar, lög- fræðingar, listamenn og rithöfundar, hafa verið þvingaðar til að hætta að vinna og lokaðar inni á heimilum sínum. Þetta hefur leitt til svo mikils þunglyndis meðal fjölda kvenna að ástandið er mjög alvarlegt. Það er engin leið að vita með vissu hve margar konur fremja sjálfsmorð í svo strangtrúuðu, islömsku samfé- lagi en starfsmenn hjálparsveita telja að sjálfsmorð kvenna sem ekki fá læknismeðferð við þunglyndi hafi aukist til muna. Þær vilja frekar deyja en búa við þau skilyrði sem þeim eru sett. Á heimilum kvenna verður að mála fyrir glugga svo enginn utanfrá geti séð inn til þeirra. Þær þurfa að ganga í skóm með mjúkum botni svo ekki heyrist til þeirra. Konur ótt- ast um líf sitt ef þær bregða út af settum hegðunarreglum. Konur sem ekki eiga karlkyns ættingja svelta í hel eða betla á götum úti vegna þess að þær mega ekki vinna, jafnvel þótt þær hafi doktors- gráðu. Þarna er næstum enga læknisaðstoð að fá fyrir konur og starfsmenn hjálparsveita hafa flestir farið úr landi í mótmælaskyni. Þeir hafa tekið með sér lyf, sálfræðinga og annað sem hefði gagnast hinum fjölmörgu konum sem glíma við al- varlegt þunglyndi. Á einum af örfá- um sjúkrastofnunum fyrir konur fann blaðamaður konur á sjúkra- beði, vafðar í kufla, hreyfingarlausar. Þær vildu hvorki tala né matast en líf þeirra var smám saman að fjara út. Aðrar eru orðnar geðbilaðar og sjást híma í hornum, grátandi eða ruggandi sér, flestar lafhræddar. Þegar lyfin verða loks á þrotum ætl- ar læknir nokkur að fara með þess- ar konur að heimili forsetans í mót- mælaskyni. Það er vægt til orða tekið að segja að þarna séu mann- réttindi fótum troðin. Eiginmenn hafa völdin yfir lífi eiginkvenna sem og annarra kvenna í ættinni, en reið- ur múgur hefur sama rétt til að grýta konu, jafnvel til bana, láti hún sjást í örlítið af beru holdi eða ef hún mis- býður þeim á annan hátt. Konur nutu talsverðs frelsis til að vinna, klæðast, aka bíl og vera ein- ar á ferð fram til 1996. Þau skyndi- legu umskipti sem þá áttu sér stað eru meginástæða aukins þunglynd- is og sjálfsmorða meðal kvenna. Þær sem áður voru kennarar eða læknar, auk annarra sem höfðu vanist grundvallarmannréttindum, mega nú þola verstu kúgun. Farið er með þær eins og skepnur í nafni bókstafstrúar Islams og hin nýja hefð og „menning” er þeim fram- andi. Trúarhefðin í Afganistan er vægast sagt öfgafull í samanburði við önnur bókstafstrúar-samfélög. Allir eiga rétt á mannsæmandi lífi, líka konur í múslimaríki þar sem hefðir eru framandi í augum annarra þjóða. Fyrst hægt var að hóta hern- aðaraðgerðum í Kosovo í nafni mannréttinda til hjálpar Albönum, hlýtur að vera hægt að andmæla friðsamlega þeirri kúgun, morðum, og óréttlæti sem beitt er gegn kon- um í landi talebana. þýð. VSV Konur á sjúkrabeði, vafðar i kufla, hreyfingarlausar. Þær vildu hvorki tala né matast en lif þeirra var smám saman að fjara út. Aðrar eru orðnar geðbilaðar og sjást hima i hornum, grátandi eða ruggandi sér, flestar lafhræddar. / 18

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.