Vera - 01.02.1999, Blaðsíða 48
stelpurnar, þar sem oft var einn leiðtogi og
greinileg valdasamskipti milli þeirra. Þeir skip-
uðu fyrir og storkuðu hver öðrum og sögðu
sögur og brandara til að ná sterkari stöðu og
áhrifum i hópnum. Sá sem var að tala mátti
eiga von á því að hinir gripu fram í og reyndu að
Strákarnir voru líklegri til að segja
„láttu mig fá þetta" eða „út með
þig” en stelpurnar sögðu frekar
„eigum við að..." eða „hvað segið
þið um að við...".
draga athygli frá honum og þeir drógu orð hans
í efa. Til að halda orðinu og stöðunni í hópnum
varð hann að hafa svör á reiðum höndum.
Strákarnir voru alltaf að keppa og sumir sigr-
uðu og aðrir töpuðu og þeir gerðu mikið af því
að gorta af eigin getu og tala um hver væri
bestur í hverju.
Steipurnar voru aftur á móti í litlum hópum
eða tvær og tvær saman. Hver stelpa átti eina
„bestu vinkonu” sem skipti mjög miklu máli fyr-
ir stöðu hennar. Ef einhver þeirra átti ekki
„bestu vinkonu” var það talið mjög alvarlegt.
Þótt þær væru margar saman var hópurinn
myndaður úr tveimur og tveimur „bestu vinkon-
um”. Náin vinátta skipti miklu máli og var lagt
upp úr því í leikjum og samræðum að röðin
kæmi að öllum og engin tapaði eða ynni, enda
var keppni ekki markmið leikjanna (sippa, snú
snú, dúkkuleikur). Stelpurnar tókust ekki beint
á og þótt sumar stelpurnar væru klárari og betri
í einhverju en aðrar þá var ekki talað um það og
alveg bannað að gorta. Þær máttu ekki vera
stjórnsamar, enda skipuðu þær ekki fyrir heldur
komu með uppástungu. Strákarnir voru líklegri
til að segja „láttu mig fá þetta” eða „út með þig”
en stelpurnar sögðu frekar „eigum við að...”
eða „hvað segið þið um að við...”. Þær reyndu
ekki að draga að sér athygli með því að segja
brandara. Þær voru miklu uppteknari af því að
fólki Ifkaði við þær.
Af þessum sökum hafa konur og karlar lært
að nota ýmsa þætti og orð í málinu á ólíkan hátt
og virðast stundum leggja ólíka merkingu í orð
og setningar. T.d. nota kynin spurningar á ólík-
an hátt. Konur spyrja meira en karlar og nota
spurningar sem tæki til að halda samtalinu
gangandi. Karlar skilja spurningar einungis sem
beiðni um upplýsingar. Konur eru uppteknar af
samhengi samtalsins og þegar þær byrja að
tala tengja þær orð sín við það sem áður var
sagt og leiða samtalið áfram út frá því. Körlum
finnast slikar tengingar hins vegar óþarfar og
geta skipt um umræðuefni mjög snögglega en
konur gera það hægt og huga að samhenginu.
Umræðuefni kynjanna eru líka ólík. Konur ræða
vandamál og reynslu en karlar ræða ekki per-
sónuleg mál í samtölum sínum. Konur skjóta
inn athugasemdum án þess að stoppa þann
sem er að tala. Þær humma eða kinka kolli til
að gefa merki um áhuga sinn eða gefa til kynna
að þær séu að hlusta. Karlar grípa hins vegar
fram í til að stoppa þann sem er að tala og til að
komast að sjálfir. Þegar konur kinka kolli halda
þeir að þær séu sammála en konan getur ein-
ungis verið að gefa til kynna að hún sé að
hlusta. Konur virðast líta svo á að í samtali eigi
allir að leggja eitthvað af mörkum en karlar
skoða samtalið sem keppni og sá vinnur sem
talar.
Málvísindakonan Deborah Tannen hefur
skrifað tvær metsölubækur sem heita That's
Not What I Meant og You Just Don't Under-
stand sem hafa verið þýddar á mörg tungumál.
Sagt er að hún hafi bjargað nokkrum hjóna-
böndunum því að í bókunum skýrir hún á
skemmtilegan hátt hvernig misskilningur getur
komið upp í samskiptum kynjanna og segir að
líta beri á þau sem samskipti einstaklinga úr ó-
líkum menningarheimum.
Hér er eitt lítið dæmi úr bók hennar. (1990 bls.
49 - 50)
Eva hafði farið í aðgerð þar sem ber var tek-
ið úr brjóstinu á henni. Henni leið mjög illa og
hún hafði áhyggjur af því að hún fengi Ijótt ör á
brjóstið og að það myndi breyta um lögun. Hún
sagði systur sinni, vinkonu sinni og eiginmanni
frá áhyggjum sínum.
Systir hennar sagði:
„Ég veit hvernig þér líður, mér leið svona líka
þegar ég fór í aðgerðina.”
Vinkona hennar sagði:
„Ég veit hvernig þér líður. Það er eins og lík-
ami þinn hafi verið vanvirtur.”
Eiginmaðurinn sagði:
„Þú getur farið í lýtaaðgerð og látið fjarlægja
örið og laga brjóstið.”
Evu leið betur eftir að hafa talað við systur sína
og vinkonu en leið miklu verr eftir að hafa talað
við eiginmanninn því hún var viss um að hon-
um fyndist örið Ijótt og að hann vildi að hún
færi í lýtaaðgerð.
Og því sagði hún æst:
„Ég fer ekki í fleiri aðgerðir! Og mér þykir
leitt að þér skuli finnast örið svona Ijótt!”
Eiginmanninum sárnaði þessi viðbrögð og
hann mótmælti:
„Mér er alveg sama um þetta ör.”
Þá sagði Eva:
„Af hverju ertu þá að segja mér að fara í
lýtaaðgerð?”
Eiginmaðurinn svaraði:
„Af því þú sagðir að þér liði illa vegna örsins
og hefðir áhyggjur af því.”
Eiginmaðurinn taldi sig vera að hughreysta
hana með því að segja henni að hún gæti látið
laga það ef henni þætti það Ijótt en henni
fannst hann vera að segja að honum fyndist
örið Ijótt og væri þess vegna að leggja til að
hún færi í aðgerð.
Munur eða misrétti
Þeir sem segja að misskilningur sem upp kem-
ur í samskiptum karla og kvenna stafi af því að
kynin tilheyri ólíkum menningarheimum, hafa
verið gagnrýndir fyrir það að líta á samskipti
karls og konu sem samskipti jafningja. Með
því sé komist hjá þvi að finna sökudólg, mis-
skilningurinn sé hvorki karlinum né konunni að
kenna. Málvísindakonan Aki Uchida segir að
þeir sem aðhyllist þessa skýringu virðist
gleyma að karlar og konur búi í sama þjóðfé-
lagi og umgangist daglega. Hún segir að ekki
sé hægt að líkja samskiptum kynjanna við
samskipti fólks af ólíkum menningarsvæðum
sem aldrei hafi umgengist og þekki því aðeins
eigin samskiptavenjur. Hún fullyrðir að sjálf hafi
hún sjaldan átt í samræðum við karl sem hún
geti skilgreint sem samskipti jafningja, þó svo
karlinn hafi verið af sama þjóðerni og hún, með
svipaða menntun og á svipuðum aldri. Hún
segir að talsmáti kynjanna sé vissulega ólíkur
en samskipti þeirra séu fyrst og fremst valda-
samskipti.
Fyrir 13-14 árum heyrði ég þingkonu eina
segja að loknum þingfundi þar sem höfðu
spunnist harðar umræður, að hún gæti aldrei
vanist því hvernig karlarnir töluðu. „Þeir skjóta
hver á annan, jafnvel persónulegum skotum,
án þess að kippa sér upp við það eða taka það
48