Vera - 01.02.1999, Side 30

Vera - 01.02.1999, Side 30
raunávöxtun íslenskra sjóða Lifeyrissjóðurinn Hlíf er stofnaður af Vélstjórafélagi íslands og Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Öldunni en þangað geta allír greitt sem eru á persónubundnum kjarasamningum, þ.e. ekki skyldugir samkvæmt kjarasamningum að greiða í einhvern ann- an sjóð. Sjóðurinn náði hæstu ávöxtun íslenskrá lifeyrissjóða á árunum 1993 til 1997, 11,1%, en ekki hafa verið birtar tölur fyrir árið 1998. Sjóðurinn hefur nýlega stofnað séreignadeild og þangað er öllum frjálst að greiða. Valdimar Tómasson er for- stöðumaður sjóðsins og eini starfsmaður hans, en til stendur að bæta við starfsmanni vegna aukinna umsvifa. Valdimar hjci Lífeyrissjóðnum Valdimar segir að um 30% sjóðfélaga hafi nú þegar ákveðið að auka sparn- að sinn um 2% frá því reglur um það gengu í gildi um sl. áramót. Fólk tek- ur því vel að fá þessí prósent undanþegin tekjuskatti en ekki er þó um nið- urfellingu skattlagningar að ræða heldur frestun, því greiðslur úr lífeyrissjóðum eru skattlagðar þegar til útborgunar kemur. „Ég hef bent fólki á aö með þessurn viðbótarsparnaði geti það komið sér upp sjóði sem það getur nýtt fyrstu þrjú ár eftirlaunaaldursins og passað að þær greiðslur fari ekki yfír skattleysismörk. Þanmg getur fólk frestað töku ellilífeyris úr samtryggíngarsjóðnum en meö frestun f þrjú ár hækkar mánaðargreiðslan um 21 %,” segir Valdimar. Samkvæmt skýrslu bankaeftirlíts Seðlabanka íslands var Lífeyrissjóðurínn Hlíf með hæstu ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða árið 1997, eða 13,5%, og einnig ef lítið er á meðaltal áranna 1993 til 1997, eða 11,1%, en þá var meðaltal 50 sjóða 6,82%. Valdimar þakkar þennan góða árangur því að árið 1994 fór Hlíf, fyrstur is- lenskra lifeyrissjóða, með um helming fjárrnuna sinna til ávöxtunar erlendis og hef- ur þá reglu að dreifa ávöxtuninni sem víðast. „Góð ávöxtun skíptir mestu þegar fólk velur sér séreignasjóði og þá munar rnik- ið um hvert prósent,” segir Valdimar og setur upp þrjú dæmi af manneskju sem byrjar 25 ára gömul að leggja fyrir 2,2% af 200.000 króna launum. Þegar hún verð- ur 67 ára mun þessi eign verða: 4.974.000 krónur sé miðað við 3,5% ávöxtun - 12.596.000 krónur sé miðað við 7% ávöxtun en 39.995.000 krónur sé miðað við 11% ávöxtun. „Hjá okkur er heímilt að hefja greiðslur úr séreignadeild við 60 ára aldur og taka ínneignina út á sjö árum. Eftir að 67 ára aldri er náð má taka lífeyrissparnaðinn út í einu lagi en eínnig er heimilt að taka inneignina út á lengri tíma og njóta þannig betur vaxta og skattahagræðis". Að lokum gat Valdimar þess að samtryggingar- deildin hjá Hlíf væri opin öllum sem eru sjálfstæðir atvinnurekendur eða rneð per- sónubundinn kjarasamning. Þeir sem eru á kjarasamningum einstakra stéttarfé- laga eru hins vegar bundnir við lífeyrissjóð viðkomandi stéttarfélags. að mynda sjálfstæð réttindi maka hans. Vert er að benda konum á að kynna sér þessa mögu- leika ef þær hafa ekki verið eða eru af einhverj- um ástæðum ekki úti á vinnumarkaði. Auðvit- að er sjálfstæður réttur kvenna í lífeyrissjóðum mikilvægasta trygging þeirra í ellinni en þessi möguleiki getur bætt þeim upp það tímabil sem þær greiða ekki í lífeyrissjóð. Ekki lengur œvílangur makalífeyrir Lífeyrissjóðakerfið hér á landi er tiltölulega ungt, var ekki lögfest fyrr en árið 1974. í kjara- samningum 1969 var samið um stofnun lífeyr- issjóða á almennum vinnumarkaði og eftir það hefur launafólki verið skylt að greiða hluta launa sinna í lífeyrissjóð. Margt eldra fólk á því ekki mikil réttindi í lífeyrissjóðum og þarf að treysta á almannatryggingakerfið þar sem greidd eru ellilaun, að upphæð 14.155 fyrir ein- stakling og 15.728 krónur fyrir hjón, og tekju- trygging fyrir þá sem ekki ná lágmarksfram- færslu á mánuði sem er nú um 65.000 krónur. Eitt af því sem breyst hefur í lífeyriskerf- inu frá því það var fyrst lögfest er greiðsla makalífeyris sem í upphafi var tryggður eftirlif- andi maka til æviloka. Þegar Seðlabankinn hóf eftirlit með lífeyrissjóðunum árið 1992 kom í Ijós að margir sjóðir myndu ekki geta staðið við skuldbindingar sínar f framtíðinni og því var leitað ráða til þess að spara. [ því skyni var ákveðið að fella niður ákvæðið um ævilangan makalífeyri og í staðinn var sett lágmark við tvö ár. Rökin fyrir breytingunni voru þau að algeng- ast væri að hjón væru bæði úti á vinnumarkaði og því væru tvö ár aðlögunartími fyrir eftirlif- andi maka.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.