Vera - 01.02.1999, Síða 4

Vera - 01.02.1999, Síða 4
Agi og uppeldi G Vangaveltur um börn og stööu grunnskólans hafa verið mikið í umraeðunni. Vera fékk fjórar manneskjur til að tjá sig um málið - Odd Albertsson skólastjóra Lýðskólans, Helgu Sigurjónsdóttur menntaskólakennara, Guðrúnu Þóru Hjaltadóttur foreldri og Margréti Arnljótsdóttur skólasálfræðing. Bríet og sneiðin af kökunni 14 Bríet er félag ungra femínista sem í daglegu tali ganga undir nafninu Bríeturnar. Þær stjórna útvarpsþættinum Emblu á Bylgjunni á sunnudagskvöldum þar sem þær fjalla um kvenréttindi. Brynhildur H. Ómarsdóttir ræddi við þær. Qfsóknir gegn konum í Afganistan 18 Meðferð talebana á konum í Afganistan hefur verið líkt við ofsóknir gegn gyðingum. Undanfarið hafa konur um allan heim tekið þátt í undirskriftasöfnun á Netinu til að mótmæla þeim hryllingi sem viðgengst í landinu og skora á þjóðir heims að gera eitt- hvað í málinu. Esther í Bang Gang 22 ' Esther Thalía Casey er söngkona í hljómsveitinni Bang Gang og einn af stofnendum leikfélagsins Leikskólans. Kvenréttindakonan Bríet Bjarnhéðinsdóttir var langa- langamma hennar. Heiða Jóhannsdóttir ræddi við Esther um lífið og tilveruna. Bella Ahzug 24 Ein merkasta kvenréttindakona aldarinnar lést á síðasta ári. Hún var sannkölluð hetja - byrjaði 13 ára gömul að rísa gegn ofurvaldi karla og hætti því ekki meðan hún lifði. Eitt af því sem rekja má til baráttu hennar eru kvennaráðstefnur Sameinuðu þjóðanna sem haldnar hafa verið síðan 1975. Hefur þú efni á að spara til ellinnnar? 26 Undanfarið hefur mikið verið rætt um lífeyrismál og nauðsyn þess að leggja meira fyr- ir til ellinnar en lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð. Vera kynnti sér ný lög um lífeyrismál og komst að því að í þeim er ákvæði sem telst mikil réttarbót fyrir giftar konur sem hafa ekki haft tækifæri til að greiða í lífeyrissjóð. Kvennalistakonur í Samfylkingunni 36 Framboðslistar Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar eru að verða til og er hlutur kvenna þar víðast með ágætum. Vera kynnir Kvennalistakonurnar sem taka að sér að heyja þessa sögulegu kosningabaráttu. Að komast áfram á kjaftinum 46 Athyglisverð grein eftir Bergljótu Baldursdóttur, málfræðing og dagskrárgerðarkonu, þar sem hún greinir frá rannsóknum á ólíku málfari karla og kvenna og veltir fyrir sér möguleikum kvenna í stjórnmálum þar sem hinn karllegi talsmáti hefur verið ríkjandi. Ekki lengur pabbi, mamma, börn og bíll 50 Ösp Viggósdóttir gaf nýlega út litabókina Fjölskyldur eftir Bandaríkjamanninn Mich- ael Willhoite. Þar er börnum kennt að ekki séu allar fjölskyldur eins og að ekkert sé athugavert við það. Þvagleki - algengt vandamál meðal kvenna 52 Vala S. Valdimarsdóttir ræddi við hjúkrunarfræðingana Guðríði Þorsteinsdóttur hjá Lyfju og Eddu Ólafsdóttur og Unni Björk Gunnarsdóttur hjá Össuri um þvagleka. Þar er um að ræða algengara vandamál en marga grunar, en til eru hjálpartæki og fyrir- byggjandi ráð sem konur ættu að kynna sér. Ást á konudaginn 58 Vilt þú fé blómvönd á konudaginn, bara af því að blómasalar keppast við að auglýsa að nú verði eiginmenn að gefa eiginkonum sínum blóm? Agla S. Björnsdóttir er á annarri skoðun og dregur hér upp grátbroslega mynd af konudegi. Dagbók femínista 17 Leikhús 20 Bíé 51 Ténlist 56 Forsíðumyndin er af ungum femínistum í félaginu Bríeti. tfmarit um konur og kvenfrelsi 1/99 -18. árg. Austurstræti 16, 101 Reykjavík s: 552 2188 og 552 6310 fax: 552 7560 vera@centrum.is http://www.centrum.is/vera útgefandi Samtök um kvennalista ritnefnd Agla Sigríður Björnsdóttir, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Heiða Jóhannsdóttir Jóna Fanney Friðriksdóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, Sigrún Erla Egilsdóttir Sigurlína V. Ingvarsdóttir <j Sólveig Jónasdóttir, Vala S. Valdimarsdóttir ritstýra og ábyrgðarkona Elísabet Þorgeirsdóttir skrifstofustýra Vala S. Valdimarsdóttir utlit og tölvuumbrot Matthildur Björg Sigurgeirsdóttir Ijósmyndir Bára o.fl. auglýsingar Áslaug Nielsen sími 533 1850 fax 533 1855 filmuvinna Offsetþjónustan hf. prentun Grafík plastpökkun Vinnuheimilið Bjarkarás ©VERAISSN 1021-8793 ath. Greinar í Veru eru / birtar á ábyrgð höfunda og eru ekki endilega stefna útgefenda.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.