Vera - 01.02.1999, Page 21

Vera - 01.02.1999, Page 21
Þorvaldi Helmer en við verðum sjálf að reyna að gera okkur í hugarlund hvernig henni reiðir af, þessari óreyndu konu sem þarf nú skyndilega að sjá sjálfri sér farborða. Gera má ráð fyrir að hún muni standa ein því samfélag 19. aldar bauð svo sannarlega ekki upp á neina aðstoð við slík frávik. H: Kristín vinkona Nóru skapar athyglisverðan samanburð. Hún hefur alla tíð þurft að vinna hörðum höndum fyrir sér og fjöldskyldu sinni. Nú þegar móðir hennar er látin og bræður farnir að vinna fyrir sér sjálfir er hún loks frjáls og öllum óháð. En hún kann ekki að njóta frelsisins og eftir tímabil einsemdar og örvæntingar velur hún að giftast hinum miður geðfellda Krogstad málafærslumanni. S: Kona verður jú ekki hamingjusöm nema hún hafi eiginmann og börn til að vinna fyrir og heimili til að prýða. Ekki satt? Á nútíma mælikvarða er það því Nóra sem er hetjan en Kristín Nórur nútimans, sem velja að yfir- gefa bæði börn sín og eiginmann, eru jafnan fordæmdar af samféiag- inu, álitnar sjálfselskar, tilfinninga- lausar og harðbrjósta. Þetta sýnir hversu sterkt konur eru skilgreindar út frá móðurhlutverkinu enn í dag /w Wrlít —] Kristín vinkona Nóru, leikin af Eddu Heiðrúnu Backman, virtist í upphafi ímynd hinnar frjálsu konu en svo snúast hlutverkin við. aðeins fórnfús kona síns tíma þótt í upphafi leikritsins sýnist manni þessi hlutverk vera á hinn veginn. H: Það kemur einkar vel fram í leikritinu hversu óhagganlegt fjölskylduveldið var á þessum tíma. Þegar verkið hefur verið fært upp á nútímann má spyrja sig hversu mikið hlutirnir hafi breyst. Hvað yrði um konu sem tæki þá ákvörðun að yfir- gefa heimili sitt í dag og skellti á eftir sér, líkt og Nóra gerði forðum? Slíkt yrði ekki eins byltingarkennt og fyrir 120 árum. Að vísu yrði tilvera hennar erfið því ólíkt Nóru, sem ekki hafði kost á þvi, tæki nútímakonan börnin eflaust með sér. Konur hafa almennt lægri laun en karlar og eiga því erfitt uþpdráttar, einstæðar með þrjú börn. H og S: Það er hins vegar sú staðreynd að Nóra yfirgaf börnin sín sem er hneykslanleg og í raun óhugsandi. Nórur nútímans, sem velja að yfirgefa bæði börn sín og eiginmann, eru jafnan fordæmdar af samfélaginu, álitnar sjálfselskar, til- finningalausar og harðbrjósta. Þetta sýnir hversu sterkt kon- ur eru skilgreindar út frá móðurhlutverkinu enn í dag. Þannig má segja að orð Þorvalds Helmers eigi enn við nú, 120 árum eftir að Brúðuheimili var frumflutt, þegar hann segir við Nóru: „Þú ert fyrst og fremst eiginkona og móðir.” S ængurfatagerðin Sængur — Koddar — Sængurverasett — Hálssvæflar Baldursgötu 36, sími 551 6738 • 101 Reykjavík 21

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.