Vera - 01.02.1999, Page 45

Vera - 01.02.1999, Page 45
Dómsmál Indrawani Ramjatt- an, 34 ára gamallar konu frá Trinidad og Tobago, hefur vakið heimsathygli undanfar- ið. Hún er sex barna móðir og hefur setið í fangelsi í rúm sjö ár. Ramjattan á dauðadóm yfir höfði sér fyrir að hafa myrt eigin- mann sinn, Alexander Jordan, en hann beitti hana ofbeldi í heilan áratug, nauðgaði henni og hótaði oft lífláti. Yfirvöld í Trinidad vilja fella yfir henni dauðadóm en þar sem landið er eitt bresku samveldislandanna er æðsti dómstóll í slíkum mál- um hjá bresku ráðgjafanefndinni og þangað hefur Ramjattan leit- að náðunar. Mál hennar hefur hlotið stuðning hjá kvennahreyf- ingunni í Trinidad, hjá Amnesty International og fleiri kvenna- og mannúðarsamtökum. Vonir standa til að hún verði náðuð og að mál hennar verði fordæmi annarra í bresku samveldislönd- unum. Þetta er í fyrsta sinn sem kona í Trinidad og Tobago sækir um náðun eftir morðákæru vegna heimilisofbeldis. í landinu létu 27 konur lífið árið 1998 eftir átök innan veggja heimilisins en auk þess bárust 2.282 kærur vegna heimilisofbeldis. Vitað er að óskráð tilfelli eru mun fleiri. Á 20 mínútna fresti er hringt ílögreglu vegna heimilisofbeldis og heil- brigðismálastofnun Pan Americ- an telur slíkt ofbeldi einn helsta áhættuþátt varðandi heilsufar kvenna í Karíbahafslöndunum. Eftirfarandi er ágrip af vitnisburði Ramjattan fyrir rétti: Ramjattan frá Coryal, einangruðu þorpi í Austur-Trinidad, var 17 ára gömul þegar hún fór að búa með manni sem hún var ástfangin af. Eiginmaðurinn, Alexander Jordan, varð brátt ofbeldisfullur en saman eignuðust þau sex börn á 10 árum. Jordan misþyrmdi Ramjattan oft fyrir framan börnin, stundum elti hann hana út úr húsinu og dró hana svo heim, eða að hún skreið heim barnanna vegna. Jordan misþyrmdi börnun- um líka, svelti þau stundum dögum saman eða meinaði þeim að fara í skólann. Ramjatt- an sagðist ekki hafa getað leitað til lögregl- unnar því liðsmenn hennar voru margir hverj- ir vinir Jordans og skiptu sér ekki af hjóna- bandserjum. Til að leita huggunar hallaði Ramjattan sér að æskuást sinni, Denny Baptiste, og varð loks ófrísk af hans völdum. Þegar Jordan komst að ástarsambandi þeirra barði hann Ramjattan svo illa að hún fór að heiman með tvö yngstu börnin. Hún fór að búa með Baptiste sem leigði hús á- samt vini sínum Hanif Hillaire. Átta dögum fyrir morðið sótti Jordan konu sína til Baptiste, dró hana heim, barði úr henni ráð og rænu með lurki, raðaði því næst börnum þeirra upp og spurði: „Ætti ég að drepa mömmu ykkar?” Hann varaði þv( næst Ramjattan við því að ef barnið sem hún gengi með undir belti væri ekki hans myndi hann drepa það og hana sjálfa. Þetta kvöld tókst Ramjattan að koma skriflegum skilaboðum til Baptiste, þar sem hún bað um björgun. Að kvöldi dags, þann 12. febrúar 1991, fóru Baptiste og Hillaire heim til Jordan, inn um dyr sem Ramjattan skildi eftir opnar meðan hún skrapp út. Ramjattan var aftur komin í svefnherbergið þegar Hillaire sló Jordan, sem var sofandi, 3 - 4 sinnum með lurki í höfuðið. Hillaire og Baptiste vöfðu þvi næst laki utan um Jordan, komu honum fyrir í bíl sínum og kveiktu í. Ramjattan hjálpaði til við íkveikjuna. Eftir atburðinn fóru þau heim til Ramjattan, hún hitaði te, huggaði átta ára gamla dóttur sína sem hafði orðið vitni að morðinu og sagði henni að hreinsa upp blóðið og brenna blóðug sængurfötin. Hillaire og Baptistetóku því næst skammbyssu Jordans og fóru. Daginn eftir sá vegfarandi brennda bílinn og tilkynnti lögreglu. Líkskoðun leiddi í ljós að dánarorsök var höfuðhögg. Vitnisburður Ramjattan og mannanna jafngilti nánast játningu. Öll þrjú voru ákærð fyrir morð. Meðan þau biðu eftir réttarhöldum ól Ramjattan barn sitt fyrir tímann í fangelsis- klefa með litla lænisaðstoð. Loks var hún færð á spítala en barnið dó fljótlega eftir komuna þangað. I maí 1995 voru þau öll þrjú dæmd til dauða. Hefnd er annað en sjálfsvörn Sækjandi málsins, Rangie Dolsingh, segir Ramjattan vera helsta sökudólginn þar sem hún hvatti til ódæðisins. Að hans mati rétt- lætir það ofbeldi sem hún varð fyrir ekki verknaðinn. Öðru máli hefði gegnt hefði Ramjattan drepið Jordan strax að loknum misþyrmingum. Hún hafi hefnt sín og það sé annað en að beita sjálfsvörn. Hún hafi opn- að fyrir mönnunum og ekkert gert til að stöðva þá. Þá gagnrýndi hann framkomu hennar við dótturina eftir morðið. Lögfræðingur Ramjattan, Roberta Clarke, segir það hins vegar henni til varnar að hún hafi ekki tekið beinan þátt í morðinu og eins að hún hafi haft ærna ástæðu til að óttast um líf sitt. Clarke segir mál Ramjattan snúast um konur í svipaðri stöðu. Samkvæmt lögum er dómur mildaður ef um beina ögrun á undan átökum er að ræða. Hjá konum sem hafa búið við langvarandi misþyrmingar horfi þetta öðruvísi við. Þær hafi liðið hægan og bítandi sársauka áður en þær sýni loks við- bragð. Konur í þessari stöðu séu líka iðulega andlega niðurbrotnar. Mahabir öldungaráðsmaður er sama sinn- is. Hún segir að lagaleg merking „sjálfsvarn- ar” og „árásar” eigi upprunalega við um tvo karlmenn, jafnoka á velli. Dómar hafi verið í samræmi við það. Sú hugmynd hafi verið ríkjandi að menn vernduðu konur, líkt og aðr- ar eignir sínar. Þá nefnir Mahabir að til þessa hafi karlar sem hafa barið konur sínar til dauða hlotið vægar refsingar, aðeins 5-6 ára fangelsisdóm, en ef kona beiti ofbeldi gegn karli hljóti hún hins vegar afar þunga refsingu. WIN þýtt og endursagt, VSV 45 Kvennabarátta

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.