Vera - 01.02.1999, Blaðsíða 57

Vera - 01.02.1999, Blaðsíða 57
Þessi afsakandi formáli er hér hafður til að segja ykkur hvað ég er glöð yfir að hafa ekki neyðst til að skrifa undir pressu um plötuna hennar Möggu Stínu strax og hún kom út í haust og þurfa svo að segja nokkrum mánuðum síðar: Sorrí Stína, fyrirgefðu hvað ég skrifaði illa um plötuna þína, en ég er búin að skipta um skoðun. Ég var nefnilega ekkert sérlega hrifin af An Album, eins og skífan heitir, nema hvað mér þóttu tvö - þrjú lög ágæt. Að öðru leyti fannst mér platan pirrandi, þannig að áður en hún pirraði mig of mikið gaf ég henni hvíld fram yfir áramót. Og viti menn, hljómar þá ekki Magga Stína á nýju ári eins og ferskur andblær, mátu- lega klikkaður og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að tónlistin á An Album og flutningur Möggu Stínu sé það mest ögrandi í þopþ-plötuflóði síðasta árs. Ég set Möggu Stínu þó ekki í efsta sæti, hún verður að sætta sig við seigluna í Bubba efsta, síðan fyndnina í Súkkati, fallega áferð Lhooq, eilífa snilld Stuðmanna og það að ég er Kolrössu - fan. Pví að þrátt fyrir mjög skemmtilega takta í tónlistinni og sjarmerandi flutning á grimmilegum textunum í dálitlum Risaeðlustíl þá er eins og krafturinn í Möggu Stínu komist ekki alveg til skila út úr hljóðverinu og til hlustandans. Ekki veit ég hvort þar er um að kenna upptökustjórn, upptökuandanum eöa bara hlustandanum mér...en hvað um það; Graham Massey, sem m.a. hefur unniö með Björk, tekur þátt i upptökustjórninni í öllum lögum með Möggu Stínu, en auk þeirra Lhooq-menn og Valgeir Sigurösson í sitt- hverjum fjórum (af 12). Mér finnst Magga Stína njóta sín best með Lhooq-liðinu (í Naturally, l-Cuba, Agent Bíbí og Bikers-relations), en líka ágætlega með Valgeiri í Battery-love og Operation. Móa var á topp 5 listanum hjá mér fram að áramótun- um en er nú komin niður fyrir Möggu Stínu eöa réttar sagt nokkrar plötur mjökuöust uppfyrir hana, því aö platan hennar hefur ekki versnað. Universal kom mér nefnilega þægilega á óvart þegar ég heyrði hana fyrst. Hér er á ferðinni góð og snyrtilega sexý popp-plata með léttum tilraunablæ. Lagasmíðar eru ágætar, rúmur helm- ingur eftir Móu, en hinar unnar í samvinnu við Eyþór Arnalds, eigin- eða/og sambýlismann hennar. Bækling- urinn með disknum er svalur og svart-hvítur með flottum myndum af Móu og eng- ar stafsetningarvillur í textum eins og hjá Möggu Stínu... Móa hefur sérstakan söngstíl sem fellur ekki öllum í geð, en ég er alveg sátt við hann. Hún minnir mig t.d. á tvær söngkonur sem ég hef alltaf haldið mikið uppá: fyrst og fremst Anisette, söngkonu hinnar konunglegu dönsku hipparokksveitar Savage Rose sem á rætur að rekja til ársins 1967 og er enn starfandi; og í annan stað finnst mér Móa bera keim af hinni bandarísku Earthu Kitt...Ekki leiðum að líkj- ast skal ég segja ykkur. Boltarfrá Gymnic Dýnurfrá AIRE P. OLAFSSON eht Trönuhrauni 6 • 220 Hafnarfirði Sími 565 1533 • Fax 565 3258 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.