Vera - 01.02.1999, Blaðsíða 10

Vera - 01.02.1999, Blaðsíða 10
Agi ag uppeldi Guðrún Þóra Hjaltadóttir hússtjórnarkennari, næringarráðgjafi ag fareldri ÉHver á að temja börnin okkar? Hvað er agi ? Eiga börnin okkar við agavandamál að stríða? Ein af skýringum Orðabókar Menninar- sjóðs við AGA er tamning við regiusemi. í mín- um huga er agavandamál barna okkar mun víð- tækara. Mér finnst börnin okkar kærulaus, ókurt- eis, þau bera enga virðingu fyrir sjálfum sér og litla virðingu fyrir náunganum, ekki einu sinni fyrir þeim sem eldri eru. Stór hluti þessara barna er afsprengi „Blómsturbarnanna” - barnanna sem vildu meira frelsi. Var það þetta sem við vildum? Vildum við að börnin okkar taekju við stjórninni eða yrðu stjórnlaus? Þeir sem eiga dýr, til dæmis hunda eða hesta, temja þau, fara á námskeið eða borga of fjár til annarra sem sjá um tamninguna. Af hverju ætti þetta að vera öðruvísi með börnin okkar? Virðing fyrir venjum og siðum er ekki með- fæddur hæfileiki, þetta þarf að lærast. Hver kom þeim í þennan heim? Ber okkur ekki skylda til að skila vinnunni okkar? Mikil umræða hefur verið um að skólarnir ættu að kenna börnunum okkar. Að sjálfsögðu eiga skólarnir að kenna þeim. Þeir eiga að kenna þeim námsefnið og eiga kröfu á að fá frið til þess. Við foreldrarnir eigum að gera þá kröfu til barn- anna okkar að þau trufli ekki starf skólans. Við foreldrar berum ábyrgð á börnunum okkar. Sem foreldri barns í Hagaskóla hef ég gengið um gangana og hlustað á unglingana sem allt of mörg þekkja ekki sín tak- mörk. Einnig hef ég kennt í öðrum skólum og þar er ástandið ekki betra. Ef okkur þykir vænt um börnin okkar, viljum við tryggja framtíð þeirra. Sýnum þeim þá ástúð að kenna þeim mannasiði. Pampers bleiur með LotionCare Nýjung - nú eru til bleiur sem annast húð barnsins þíns! Röndum af mildum verndandi húðlegi hefur verið bætt í Pampers bleiurnar. Allar Pampers bleiur veita nú húðinni meiri vörn en þurrleikan einan, með svolitlum húðlegi. það eru mjóar rendur af mildum, ilmefnalausum legi innan á hverri bleiu. Þegar barnið hreyfir sigflyst lögurinn yfir á húð barnsins, myndar verndandi lag og stuðlar að því að húðin haldist mjúk og heilbrigð. LotionCare dregur mjög úr hœttu á að roði og óþœgindi myndist á bleiusvœðinu. Foreldrar taka eftir því að pirringur og roði í húðinni er miklu sjaldgœfari þegar notaðar eru bleiur með LotionCare. Víðtœkar prófanir hafa veriö gerðar á húðleginum og sannað er að hann er fullkomlega öruggur, jafnvel fyrir börn með viðkvæma húð. ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.