Vera - 01.02.1999, Qupperneq 41

Vera - 01.02.1999, Qupperneq 41
Guðrún Ögmundsdóttir í 4. sæti í Reykjavík Guðrún er fædd i Reykjavík 19. október1950. Hún lauk námi í fé- lagsráðgjöf frá Roskilde Universitetscenter 1983 og stundaði framhaldsnám i fjölmiðlafræði við sama háskóla þar sem hún lauk Cand.comm. prófi 1985. Eftir að námi lauk vann hún ýmis störf, m.a. við handleiðslu hjá Styrktarfélagi vangefinna, var félags- málafulltrúi hjá Sjálfsbjörgu og framkvæmdastjóri námskeiða fyr- ir aðstandendur fatlaðra barna. 1988 varð Guðrún yfirfélagsráð- gjafi á Kvennadeild Landspitalans og gegndi því starfi til 1994. Á þvi tímabili var hún stundakennari í læknadeild og félagsráðgjöf við Háskóla íslands. Guðrún var varaborgarfulltrúi frá 1990 til 1992 og borgarfulltrúi frá 1992 til 1998. Hún er nú deildarstjóri i félagsmálaráðuneytinu. Guðrún hefur starfað með Samtökum um kvennalista frá 1986. Hún sat i félagsmálaráði Reykjavíkurborgar frá þvi hún settist i borgarstjórn og var formaður ráðsins siðasta kjörtímabil. Hún hefur setið í stjórn Borgarspítalans, hjúkrunarheimilisins Eirar og i bygginganefnd og stjórn hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar. Hún y var um tíma í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og formaður Miðgarðs, tilraunaverkefnis i Grafavogi. Guðrún hef- ursetið ímörgum nefndum, t.d. skipulagsnefnd, stjórn Innkaupa- stofnunar, skólanefnd Kvennaskólans i Reykjavik, samstarfs- nefnd um löggæslumálefni i Reykjavik, nefnd um reynslusveitar- félagið Reykjavík, verkefnisstjórn Reykjavikur vegna flutnings á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga og svæðissráði um málefni fatlaðra. Hún er nú varaformaður bygginganefndar Reykjavikur og situr í stjórn áfangaheimilisins Dyngjunnar. Eiginmaður Guðrúnar er Gísli Arnór Vikingsson liffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun og eiga þau tvö börn, Ögmund Viðar f. 1977 og Ingibjörgu Helgu f. 1992. Málefni fatlaðra og aldraðra Þegar ég er spurð að því hvaða mál mig langi til þess að láta til min taka, þá kemur margt upp í hugann. Fyrir það fyrsta þá er ég ein af þeim sem gagnrýnt hef það að þingmenn Reykjavíkur séu ekki þing- menn Reykjavíkur, heldur komi það okkur fyrir sjónir sem á horfum að þeir séu þingmenn landsins alls. Það er nú svo að Reykjavík þarf ekki síður talsmenn í þinginu eins og aðrar byggðir landsins. Þau mál sem voru mér hugleikin meðan ég sat í borgarstjórn munu strax á næsta hausti koma til kasta þingsins, en það er flutningur á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga. Verið er að breyta lögum um fé- lagsþjónustu sveitarfélaga og lögum um málefni fatlaðra og setja þau í einn lagabálk. Að þeim umraeðum hlakka ég til að koma. Það sem er mikilvægast í flutningnum á málaflokknum til sveitarfélaganna er að tryggja að nægjanlegt fjármagn fylgi með til þess að uppbygging þjónustunnar verði sem þest, en Reykjavík og Reykjanes eru þau sveitarfélög sem hafa hvað lengsta biðlista eftir þjónustu við fatlaða, svo og er þar mestur skortur á sambýlum. Að þessu máli öllu langar mig að vinna ötullega. Það er nú svo að eftir margra ára vinnu inni í kerfinu, bæði sem fag- maður og pólitíkus, þá eru mörg göt sem stoppa þarf í og man ég t.d. í fljótu bragði eftir einu slíku gati, en það eru vasapeningamál þeirra sem búa á stofnunum. Á ég þá bæði við aldraða og aðra einstaklinga sem af einhverjum ástæðum þurfa að dvelja á stofnunum til lang- frama. Því er þannig háttað að vasapeningar eru mjög litlir og duga þeir vart fyrir tóbaki, ef svo óheppilega vildi til að viðkomandi væri haldinn slíkum lesti. Flvað þá að vasapeningurinn dugi fyrir fatnaði. Þá hefur ver- ið brugðið á það ráð að sækja til sveitarfélaga með fatastyrki. Slíkt finnst mér með öllu ótækt og á kerfið að sjálfsögðu að vera þannig að vasapen- ingar sem viðkomandi einstaklingar eiga að hafa dugi jafnframt fyrir sokk- um á löppina og ekki þurfi að segja sig til sveitar til þess að fata sig upp. Slíkt finnst mér niðurlægjandi og á ekki að þekkjast árið 1999. Þessu litla atriði sem varðar svo marga langar mig til að breyta. Breytingin felst ekki hvað síst í því að breyta viðhorfum til einstaklinga og þjónustu við þá. Endurskoðun barnaverndarlaga er mér líka hugleikin og er margt þar sem þarf að skoða og mun væntanlega verða lagt fram nýtt frumvarp um þau mál á næsta þingi. Þetta er nú svona örlítið brot af því sem mig lang- ar að gera, en auðvitað verður fullt af góðum málum til að leggja lið og er þar að sjálfsögðu mál eins og fæðingarorlof kvenna/karla, en að þeim mál- um hef ég komið í rfkum mæli og þá sérstaklega í vinnu minni á kvenna- deild Landspítalans og innan Kvennalistans. En ég mun byrja á því að kynna mér vel þá vinnu sem ég er að fara að hella mér út í og hlakka ég til þess að taka að mér þetta ögrandi verkefni að verða þingmaður Reykvík- inga. Fulldrðinsfræðsla í 6□ ÁR. vefsíða: hhp://www.rvk.is/nfr BrÉfsÍMI: 562 9BD4 41

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.