Vera - 01.02.1999, Side 38

Vera - 01.02.1999, Side 38
 Þórunn Sveinbjarnardóttir í 4. sæti í Reykjaneskjördæmi Þórunn Sveinbjarnardóttir er fædd í Reykjavik 22. nóvember 1965. Hún er stjórnmálafræðingur frá Háskóla íslands og Johns Hopkins University í Bandaríkjunum. Að námi loknu starfaði hún við móttöku flóttamanna frá Víetnam hjá Rauða krossi íslands og var síðan í starfsþjálfun á upplýsingaskrifstofu EFTA í Genf um hálfs árs skeið. Árin 1992-1995 var hún framkvæmdastjóri Sam- taka um kvennalista og sat í stjórn Hlaðvarpans frá 1994-1997. Síðastliðin þrjú ár hefur Þórunn starfað fyrir Alþjóða Rauða krossinn við hjálparstörf í Tansaníu og Aserbaidsjan, auk þess að sinna sérverkefnum fyrir RKÍ. í fyrra var hún prófkjörs- og kosn- ingastjóri Reykjavikurlistans en hefur frá miðju ári 1998 starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og ritað um sjávarútvegsmál og erlend málefni. Þórunn hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Kvennalistann. Hún var aðalmaður í Útvarpsráði frá 1995-1997 og situr i nefnd Alþingis um endurskoðun kosningalaga. Hún sat í fyrstu stjórn Evrópusamtakanna og var talsmaður þeirra árið 1996. Þórunn tók virkan þátt í stúdentapólitíkinni i Háskólanum og var kosin fyrsti formaður Röskvu árið 1988. Bætum þjóðfélagið! Ég vil að konur og karlar vinni saman að því að skapa þjóðfélag sem byggist á jafnræði, mannúð og framsýni. Það verður verkefni stjórn- málanna á næstu öld. Tryggjum efnahagslegt sjálfstæði kvenna. Upp- rætum launamun kynjanna. Karlar fái að minnsta kosti þriggja mán- aða fæðingarorlof. Náttúran er ein stærsta auðlind þjóðarinnar, njót- um hennar en misnotum ekki. Þjóðfélag sem býður öryrkjum og öðr- um bótaþegum að lifa við hungurmörk er ekki á réttri leið. Samfylk- ingin á að gera það að forgangsmáli að skapa þessum hópum mann- sæmandi kjör. íslendingar eiga að vera málsvarar mannréttinda í heiminum. íslendingar eru meðal ríkustu þjóða heims. Við eigum að sjá sóma okkar í því að styðja fátækar þjóðir og rækja þá skyldu okk- ar að veita flóttamönnum skjól hér á landi. Með sameinuðum kröftum okkar getur Samfylkingin tekist á við verkefni nýrrar aldar! treysta a Námskeið Rauða kross ístands • Atmenn skyndihjálp • Sálræn skyndihjálp • Barnfóstrunámskeió • Námstefna um neyðarvarnir • Sendifulttrúanámskeið • Alþjóðamál og alþjóðastarf • Mannúð og menning • Námskeið URKÍ • Slys á börnum • Leiðbeinendanámskeið Auk fjötda annarra námskeiða Nánari upplýsingar og skráning hjá Rauða krossi íslands og deildum um attt land. Þú getur ekki alltaf treyst því að aðrir þekki réttu viðbrögðin vió slysum og öðrum áföllum. Þú gætir einmitt lent í þeirri aðstöðu að líf og andleg velferð annarrar manneskju séu háð því að þú bregðist rétt við á réttu andartaki. Ertu búinn undir það? Það getur borgað sig aó kunna að bregðast við því óvænta í lífinu. Hringdu og pantaðu bækling um námskeiðin okkar. Rauði kross íslands Efstaleiti 9, 103 Reykjavík. Sími 570 4000 heimasíða: www.redcross.1s Netfang: central@redcross.is 38

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.