Vera - 01.02.1999, Síða 53

Vera - 01.02.1999, Síða 53
kyns lekinn sé. Þá er hugað að meðferð. Meðhöndlun áreynsluþvagleka byggist á því að styrkja grindarbotnsvöðvana sem halda uppi blöðruhálsi, þvagrás og fæðingarvegi. Lækna má lekann með æfingum hjá þriðju hverri konu. Lyfjameðferð við áreynsluleka er ekki beitt nema hann sé tengdur rýrnun vefja vegna hormónaskorts sem verður í kjölfar breytingaskeiðsins. Þá er stundum beitt skurðaðgerð gegnum kviðvegg eða frá fæð- ingarvegi. Árangur skurðaðgerða við á- reynsluleka er góður, allt að 90% kvenna fá verulegan bata eða læknast alveg. En vita- skuld er fyrst reynt að beita æfingum. Meðferð við bráðaleka byggir á því að reynt er að finna orsakavaldinn. Sýklalyf eru gefin við sýkingum, meinsemd í blöðru fjar- lægð ef hægt er og hormónalyf gefin ef slílmhúð er rýr. Oft þarf þolandi líka að þjálfa þlöðruna sjálfur, hafi hann vanið sig á of tíð- ar klósettferðir.” Sumir státa sig af því að hafa „samkvæm- isblöðru,” þeir geti haldið lengi í sér þvagi. Guðríður segir einmitt að slíkt sé varasamt fyrir bæði kynin því það reyni mikið á grind- arþotnsvöðvana og geri þá slaka. Oft brosir fólk líka út í annað þegar grindarbotnsæfing- ar ber á góma. Margir hafa heyrt söguna um manninn sem þakkaði leikfimikennara fyrir að hafa kennt eiginkonunni grindarbotnsæf- ingar því kynlíf hjónanna hafði batnað til muna eftir að konan fór að iðka þær reglu- lega. Vitað er að grindarbotnsæfingar bæta kynlífið en heilsufarslegt gildi þeirra er ótví- rætt. Þær fyrirbyggja legsig og blöðrusig og minnka, eða jafnvel koma I veg fyrir þvag- leka. Guðríður veit af reynslunni að þvagleki er hvimleiður og hrjáir fjölda kvenna, að þetta er vandamál sem oftast er hægt að leysa og Ingi tekur undir að umræðu um kvillann og lausnir á honum sé áfátt. Þarf að svipta hulunni af vandanum „Konum er kennt að gera grindarbotnsæf- ingar eftir fæðingu á Landspítalanum en þá er þvagleki oftast fjarlægt vandamál,” segir Guðríður. „Sumir leikfimikennarar kenna æf- ingarnar og láta gera þær reglulega og ýms- ir hjúkrunarfræðingar hafa beitt sér fyrir að veita upplýsingar um þvagleka en þetta virð- ist ekki nógu almennt. Til eru bæklingar um þvagleka á íslensku og einnig má finna uþp- lýsingar á netinu. íþróttasamband íslands hefur gefið út góðan bækling um vandann og er ný og bætt útgáfa væntanleg bráðlega. Það er afar þarft framtak, ekki síst vegna þess að margar konur gera æfingarnar ekki rétt. Við seljum lyf, bleyjur, tappa og buxur með innleggi og það er að sjálfsögðu nauð- synleg vara, en ég vil sjá breytingu I þessum efnum. Þvaglekatilfellum þarf að fækka með fyrirbyggjandi æfingum og þau sem þegar hafa þvagleka verða skilyrðislaust að láta greina vandann og fá viðeigandi aðstoð.” Ingi tekur undir þau orð Guðríðar að svipta þurfi hulunni af þvaglekavandanum og við teljum öll að það verði eingöngu gert með meiri umfjöllun í fjölmiðlum. Ég held létt í spori af fundi þeirra Guðríðar og Inga hjá Lyfju. Það er góð tilhugsun að vita hve margt er hægt að gera gegn þvagleka. Það er líka gott að vera upplýstur og eiga aðgang að góðri hjálp. Ég heiti sjálfri mér því að gera mínar grindarbotnsæfingar reglulega, þó það virðist hálfgerð eilífðarvinna, og gera þær rétt. VSV Allar konur ættu að gera grindarbotns- æfingar öðru hverju, alla ævi. Svona á að gera æfingarnar: Ekki á að spenna kvið, rass eða læri. Þegar maður spennir grindarbotnsvöðvana rétt á maður að finna botn mjaðmagrindarinnar lyftast aðeins upp og inn á við. Þetta á að ger- ast án miðhreyfinga í efri hluta líkamans, mjaðmagrind eða fótum. Svo á að anda eðlilega á meðan. Vagitrim æfingakúlur - gefur betri tilfinningu fyrir grindarbotnsvöðvunum - stuðlar að reglubundinni þjálfun - bætir árangur æfinga - gerir þér kleift að kanna styrk grindarbotnsvöðvanna - minnkar eða kemur í veg fyrir þvagleka - bætir kynlíf (L i ~ Contrelle þvaglekatappinn Finnur þú fyrir bráðaþvagleka þegar þú hóstar, hlærð eða við áreynslu? Contrelle þvaglekatappinn getur hjálpað þér. Hann kemur í veg fyrir þvagleka. Nánari upplýsingar og ráðgjöf hjá hjúkrunarfræðingi í síma 515 1335. Opið alla virka daga frá kl. 9-18 að Grjóthálsi 5.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.