Vera - 01.02.1999, Qupperneq 15

Vera - 01.02.1999, Qupperneq 15
Bríeturnar klæddu styttur bæjarins í kvenföt og skildu eftir spjald sem á stóö: „Hvar eru konurnar?" Þóra Fjeldsted Gunnhildur Jakobsdóttir Hugrún R. Hjaltadóttir Brynhildur Pálsdóttir Emilía Ásta Örlygsdóttir Ingunn Vilhjálmsdóttir hafi þróast úr rabbhópi yfir ífélag. í upphafi vorum viö í rauninni aö fræöa hver aðra. Viö gáfum hverri og einni þaö verkefni aö lesa sér til um eitthvaö sem hún svo sagöi okkur frá á næsta fundi. Vera: Þið minntust á aögeröir... Bríet: Já viö skulum nú ekkert vera að minnast á þaö... [gripið fram í af öðrum félaga] Viö stunduöum dálítinn skæruliðahernað. [þögn] Viö fengum gamla hugmynd frá Rauðsokkahreyfingunni hér áðurfyrr og ákváðum aö klæöa styttur bæjarins í kvenmannsföt. Ástæöan er sú aö þaö eru ekki til neinar styttur í Reykjavík af konum sem viö vitum um. Einu kvenna- stytturnar sem fyrirfinnast í Reykjavík eru af nöktum Venusargyðjum eða nakta móðureðlinu hjá Ásmundi og Einari. Viö hliðina á styttunum sem viö klæddum upp settum viö skilti sem á stóö: Hvar eru konurnar? og á því voru ýmsar tillögur af konum sem ættu jafn vel skilið aö standa sem styttur í staö karlsins. Vera: Og skapaöist einhver umræöa í kringum þessar aðgeröir? Bríet: Nei. Vera: Senduö þiö ekki tilkynningu í blöðin og lýstuö yfir ábyrgö á — ódæöinu? Bríet: Viö framkvæmdum þessa aðgerð um miðja nótt og hringum i DV til aö tilkynna þeim þetta. Ljósmynd- arinn sem var á vakt klukkan eitt um nóttina var nýbú- inn að panta sér pitsu og nennti ekki aö fara á vett- vang. Við töluðum lengi viö hann í síma og reyndum aö fá hann til aö koma, en hann nennti alls ekki að hreyfa sig. Og síðan keyrði lögreglan framhjá þegar viö vorum aö klæöa Skúla fógeta upp. Við vorum meö stiga og bleikt sjal aö reyna aö koma þvi á Skúla gamla. Við vorum þvi frekar mikiö grunsamlegar. Viö komumst undan lögreglunni meö því aö kasta okkur niöur úr stiganum og hlaupa og hlaupa og þjóta burt á bílnum. Síðan var fólk ekkert að hreinsa stytturnar sem okkur tókst aö klæða upp. Appelsínugular fjaðrir flöksuðu á heröum Ingólfs Arnarssonar í viku. Vera: Og löggan náöi ykkur ekki? Bríet: Nei, en hún kemur örugglega og tekur okkur þegar þetta birtist í Veru. Appelsinugulu fjaörirnar á Ingólfi hafa sært blygöunarkennd Reykjavikur — viö erum plága á islensku borgaralífi... Vera: Hefur Bríet farið í menntaskólana og kynnt sig, breitt út boöskapinn? Bríet: Fulltrúi frá okkur hefur fariö í stjórnmálabekki menntaskólanna til aö kynna Kvennalistann, en ann- ars höfum viö ekki sérstaklega veriö aö kynna okkur. Viö erum í rauninni frekar lokaöur hópur. Núna hent- ar það fremur markmiði félagsins aö vera lokað. Nýlega hófust útsendingar á Bylgjunni á útvarpsþætt- inum Emblu sem við stýrum. Allur okkar tími undan- farna mánuöi hefur fariö í aö skipuleggja þessa tíu þætti sem veröa sendir út og þaö er rosalega erfitt, ef ekki ómögulegt, aö taka inn nýja félaga á þessu stigi málsins. Vera: Útvarpsþáttur? Bríet: Já, viö sóttum um styrk til Menningarsjóðs út- varpsstööva í febrúar í fyrra til þess aö búa til útvarps- þætti og höfðum þá fengið vilyrði frá Bylgjunni um út- sendingartíma. Styrkinn fengum viö síöasta sumar og í haust byrjuöum viö að undirbúa útvarpsþættina. Vera: Bríet er félag ungra femínista og útvarpsstöðin sem ungt fólk hlustar kannski helst á væri X-ið. Af hverju sóttust þiö ekki eftir aö komast þangaö, þar sem þiö munduð ná til ungs fólks? 15

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.