Vera - 01.02.1999, Blaðsíða 22

Vera - 01.02.1999, Blaðsíða 22
Esther Thalía Casey er 21 ÁRS GÖMUL REYKJAVÍKURMÆR SEM MARGT E R TIL LISTA LAGT. HÚN ER SÖNGKONA í HLJÓMSVEITINNI BANG GANG SEM NOTIÐ HEFUR UMTALS- VERÐRAR HYLLI HEIMA OG E R- LENDIS, HEFUR STOFNAÐ EIG- IÐ LEIKFÉLAG OG E R BARNA- BARNABARNABARN KVENSKÖR- UNGSINS BRÍETAR BJARNHÉÐ- INSDÓTTUR. VERU LÉK FOR- VITNI Á AÐ VITA HVAÐ A F- KOMANDI BRÍETAR í FIMMTA ÆTTLIÐ VÆRI A Ð FÁST VIÐ 0 G HVER VÆRU HENNAR VIÐ- HORF TIL LÍFSINS. EFTIR AÐ HAFA SPJALLAÐ VIÐ ESTHER U M TÓNLIS T, LEIKLIST, KVENRÉTTINDI OG LÍFSGÆÐA- KAPPHLAUPIÐ KOMST BLAÐA- KONA VERU AÐ ÞVÍ AÐ HÉR E R Á FERÐINNI FJÖLHÆF OG HREINSKILIN UNG KONA SEM NÝTIR SÉR ÞAÐ SEM LÍFIÐ HEFUR UPP Á AÐ BJÓÐA UM LEIÐ 0 G HÚN TEKUR HLUTUNUM MEÐ STÓÍSKRI RÓ. MYND: CHARLOTTA Jæja, Esther Hvað ertu að fást við þessa dagana? Ég er að æfa með hljómsveitinni. Við Barði Jóhannsson höfum verið tvö | bandinu hingað til en erum að fara að bæta við meðlimum til að geta orðið almennilegt tónleikaband. Það er ekki alveg nógu mikill „fílingur” í j því að vera bara tvö, því áhorfendur vilja að eitthvað sé að gerast á svið- inu. Hvernig hefur gengið hjá ykkur? Alveg hreint vonum framar. Hljómdiskurinn sem við gáfum út um jólin hefur selst mjög vel, sérstaklega miðað við hvað gengur og gerist hjá böndum eins og okkur. Núna vinnum við bara að næsta diski. En annars virðast vinsældir okkar og útbreiðsla mjög tilviljunarkennd. Við erum til dæmis óvenju vinsæl á Akureyri og erum einmitt að fara að spila þar á Háskólahátíð. Síðan fáum við mikið af tölvupósti frá alls konar fólki héð- an og þaðan úr heiminum sem hefur komist yfir tónlistina okkar og seg- ist vera mjög hrifið. Eitthvað hefur líka verið spilað af lögunum okkar á útvarpsstöðvum í Frakklandi og í Danmörku komst eitt laga okkar á vin- sældarlista ríkisútvarpsins. Þá voru tvö myndbönd með okkur sett í næt- urspilun á MTV sjónvarpsstöðinni án þess að ég hefði hugmynd um það. Ég sá myndböndin aldrei sjálf en ég frétti af því þegar vinir og vanda- menn sögðust hafa séð mig þar. Hafið þið ekkert verið að hamast við að koma ykkur á framfæri? Mér finnst best að láta hlutina gerast svona óvænt. Best er að taka því bara rólega, vera ekkert að eltast við hlutina og þá gerast þeir stundum af sjálfu sér. Enda er lítið hægt að hafa áhrif á fjölmiðla í þessum efnum. Þeir ráða algerlega ferðinni með það hversu mikla umfjöllun hver fær. Hvernig finnst þér ímynd þín koma út í fjölmiðlum? Viðtölin við okkur verða oft mjög skrítin en ég hef ekkert við ímynd mina að athuga. Það er kannski algengt að lagt sé mikið uppúr útliti og ímynd kvenmeðlimanna en það var ekki tilfellið hjá okkur. Ég held að athyglin hafi frekar verið á Barða, enda er hann mjög eftirminnileg týpa. Ég hef heldur ekkert verið að búa mér til einhverja ímynd sjálf og sé mig ein- / 22 Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.