Vera - 01.02.1999, Side 25

Vera - 01.02.1999, Side 25
til að verja blökkumenn sem voru svo hataðir að það var ekki nóg með að enginn annar lög- fræðingur vildi verja þá, heldur var henni alls staðar neitað um hótelherbergi þegar fréttist í hvaða erindagjörðum hún var. En ekkert fékk aftrað Bellu frá því að berjast fyrir því sem hún i trúði á. Þótt hún væri á þessum tíma ófrfsk að eldri dótturinni lét hún sig ekki muna um að sofa á umferðamiðstöðinni þann tíma sem mál- ið tók. En jafnréttishugsjónir Bellu voru ekki bundn- ar við Bandaríkin ein. Á sjöunda áratugnum var hún ein þeirra sem stofnuðu Friðarsamtök kvenna sem börðust gegn Víetnamstríðinu með oddi og egg og skiþulögðu margar mótmæla- stöður við Hvíta húsið og þinghúsið. Árið 1971, á fimmtugasta og fyrsta aldursári, var hún kos- in þingmaður í neðri deild þandaríska þingsins. Þar sat hún í sex ár og beitti sér fyrir mörgum jafnréttismálum, svo sem fyrsta frumvarpinu sem samþykkt var um réttindi samkyn- hneigðra. Það var líka hún sem fyrst kvað upþ- úr með það í þinginu að Richard Nixon ætti að segja af sér í kjölfar Watergate-hneykslisins. Fjölmiðlum þótti nóg um og sökuðu hana oft um að koma málum í gegn með offorsi, en samþingmenn hennar kusu hana hins vegar þriðja áhrifamesta þingmanninn og hún var kosin forseti fyrstu alríkisráðstefnu kvenna í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir fylgið sem hún naut á þinginu stefndi Bella hærra og bauð sig fram til Öldungadeildarinnar árið 1976, en tapaði með eins prósents mun. Ári seinna var hún aft- ur komin í kosningabaráttu og nú bauð hún sig fram sem borgarstjóra í New York, en tapaði aftur. Það var happ fyrir kvennahreyfinguna, því eftir það sneri hún sér alfarið að því að þerjast fyrir afnámi á misrétti gegn konum, stríðs- rekstri, ofbeldi og umhverfissþjöllum og varð heimsþekkt sem ötul kvenréttindakona, friðar- sinni og umhverfisverndarsinni. Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna vegna kvennaáratugarins, sem haldin var í Mexíkó 1975, var Bella í forsvari fyrir bandarísku sendi- nefndina og því hlutverki gegndi hún einnig á samsvarandi ráðstefnum í Kaupmannahöfn 1980 og í Nairóbí 1985. Hún hélt áfram að vinna að framgangi kvenna innan Sameinuðu þjóðanna og árið 1990 stofnaði hún, ásamt samstarfskonu sinni Mim Kelber, WEDO (Women’s Environment & Development Organ- isation), alþjóðleg samtök sem höfðu það á stefnuskrá að auka áhrif kvenna á gang heims- málanna í gegnum Sameinuðu þjóðirnar. Þessi samtök, sem Bella veitti forstöðu í samvinnu við starfssystur frá Brasilíu, Guyana, Noregi, Egyptalandi, Kenya, Nígeríu, Costa Rica, Ind- landi og Nýja Sjálandi, hafa höfuðstöðvar í tengslum við aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York, en gangast jafnframt fyrir ýmsum ráðstefnum um allan heim, einsog til dæmis Heimsþingi kvenna um heilbrigða plánetu, sem haldið var 1991 og lagði línurnar fyrir ýmsar ráðstefnur S.Þ., til dæmis Umhverfismálaráð- stefnuna í Brasilíu, Mannréttindaráðstefnuna í Vín, Fólksfjölgunarráðstefnuna í Kairó og Kvennaráðstefnuna í Peking. WEDO skilgreinir auk þess öll skjöl S.Þ. með tilliti til málefna kvenna og sér um sérstakar kvennadeildir á öll- um fundum S.Þ. Síðustu árin gerðist Bella atkvæðamikil í bar- áttunni gegn brjóstakrabbameini og beitti sér m.a. fyrir málþingi um tengsl brjóstakraþþa- meins og umhverfisþátta í New York 1993 og fyrstu alheimsráðstefnunni um brjóstakrabbamein í Kanada 1997. Hún greindist sjálf með krabbamein í brjósti aðeins ör- fáum mánuðum eftir málþingið í New York 1993, en náði sér að fullu og hélt baráttunni ó- trauð áfram. Ýmis önnur mein hrjáðu hana og síðustu árin var hún bundin við hjólastól en lét það ekki aftra sér frá því að koma fram á ráðstefnum og þingum víðsvegar um heiminn og halda eld- heitar ræður um nauðsyn þess að konur fengju jafn mikil völd I heimsmálunum og karlar, en það taldi hún forsendu þess að friður, jafnrétti og umhverfisvernd næðu fram að ganga. Eða einsog hún sagði sjálf í síðustu ræðu sinni fyrir nefnd S.Þ. um stöðu kvenna, þann 3. mars 1998: „Við höfum gert nánast allt í pörum síðan í örkinni hans Nóa, nema það að stjórna. Og heimurinn hefur orðið að gjalda þess.” Kvöldið eftir að hún flutti þessa þrumandi ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum lagðist hún inn á sjúkrahús til að gangast undir hjartaaðgerð. Aðgerðin heppnaðist vel, en líkaminn var hætt- ur að geta fylgt viljanum og hún átti ekki aftur- kvæmt af sjúkrahúsinu, þar sem hún lést þann 31. mars 1998. Þann 24. apríl gekkst WEDO fyrir minningar- athöfn um Bellu Abzug í aðalsal höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna þar sem 1.400 manns komu saman til að heiðra minningu hennar. Þar fluttu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, vinir og aðdáendur tölur henni til heiðurs, tölur sem all- ar fjölluðu um það hversu merkileg kona hún hefði verið og hversu mikið heimurinn hefði misst við fráfall hennar. Heimildir: WEDO News & Views, júní 1998 Ms., júlí/ágúst 1998 Kvinner sammen, 3. tbl. 1997 Baráttuandi Bellu var ódrepandi allt fram á síðustu stund. Hér er hún með Hillary Clinton. f yrir konur sem vilj( n klædast vel; í vinnunni, d fundum o<? í somkvæmum: vandaður þýsl tur (xj ítalsltur fatnaður. Man kvenfataverslun Hverfisgötu 108, s: : 551 -2509, www.man@isholf.is 25

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.