Vera - 01.02.1999, Side 23

Vera - 01.02.1999, Side 23
hvern veginn ekki í anda sem einhverja poppstjörnu. Ég legg mig fram við að vera bara ég sjálf, hvort sem það er hallærislegt eða ekki. Hvernig er að vera stelpa í hljómsveitabransanum? * Það er bara gott. Nóg er nú af þeim. Ég hef ekkert fundið fyrir því að rokkbransinn sé karlmiðaður, mér finnst þetta vera alveg á jöfnum grundvelli. Stelpur eru alveg jafnmiklir rokkarar og strákar. Er eitthvað uppúr þessu að hafa? Það er ekkert upp úr því að hafa fyrir ung bönd að gefa út disk, því að- stæður eru mjög óhagstæðar. En ef maður er duglegur að æfa, halda tónleika og spila á böllum þá er líklega hægt að lifa af þessu. Hvenær kviknaði fyrst hjá þér tónlistaráhuginn? Ég lærði á píanó og fiðlu sem barn, svo hef ég verið að syngja hér og þar alveg frá því að ég man eftir mér. Annars má segja að maður hafi lifað og hrærst í miklu listaumhverfi því öll mín fjölskylda er þéttsetin tónlistar- og listafólki. Móðir mín, Guðrún Sigurðardóttir, er sellóleikari í Sinfóníuhljómsveitinni og langamma var tónlistarkennari. Maður hefur varla komist hjá því að fara inn á þessa braut. Hvað með framtíðina? Heldurðu að þú komir til með að leggja tónlistina fyrir þig? Það á bara eftir að koma í Ijós. Frá því að ég útskrifaðist úr MR vorið 1997 hef ég verið að þreifa fyrir mér með hitt og þetta. Ég hef mikinn áhuga á leiklist og fljótlega eftir útskrift stofnaði ég, ásamt nokkrum vinum, leikfélag sem heitir Leikskólinn. Síðastliðið sumar settum við á svið Sumargesti eftir Maxim Gorkí. í vetur höfum við síðan starfrækt eins konar leiklistarskóla. Við höldum sem sagt helgarnámskeið þar sem við fáum leiklistarmenntað fólk til að kenna okkur. Þannig stunda þátttakendurnir sjálfstætt leiklistarnám. Er þetta þá alveg sjálfstætt framtak? Já, þetta er hópur fólks sem hefur brennandi áhuga á leiklist og hyggur á nám hér heima eða erlendis í leiklist eða einhverju leiklistartengdu. * Sumir eru bara að reyna að komast að því hvort þeir vilji leggja þetta fyrir sig eða eitthvað annað, því sú ákvörðun getur verið ansi erfið. En allt er borgað úr eigin vasa og að okkar frumkvæði, enda þýðir ekkert annað en að gera hlutina sjálfur. Togar leiklistin sterkt í þig? Já, þetta er eitthvað sem ég verð að láta reyna á. Ég sótti um í Leiklist- arskóla íslands í fyrra en komst ekki inn og ætla að reyna aftur í vor. En hvað sem ég geri á endanum verður það áreiðanlega listmegin í lífinu. Ég hef einnig áhuga á að læra tungumál, t.d. spænsku eða frönsku, og búa erlendis um tíma. Ertu kannski að hugsa um að setjast að í útlöndum? Nei, ég vil búa á íslandi. Mér finnst (sland alveg frábært land og gott að vera hórna. Það er alveg nógu stórt og nógu lítið. Menningin er fjöl- breytt en samt ekkert yfirþyrmandi. Island er reyndar alitaf að stækka og stundum fæ ég stressköst við tilhugsunina um að það verði ein- hvern tíma of fjölmennt. Mér finnst ísland nefnilega alveg mátulegt eins og það er. En hvað finnst þér þá um stöðu kvenna á fslandi? Mér finnst hún almennt góð, sérstaklega ef litið er á ástandið víða ann- ars staðar. Ég held að mín kynslóð njóti t.d. töluverðs frelsis og bjóðist margir möguleikar. En margt má einnig betur fara, t.d. varðandi launa- mismun. Kvennabaráttan á íslandi hefur skilað miklu en ég held að tími sé kominn fyrir breytingar í þeim efnum. Mér finnst Kvennalistinn eins og hann er núna orðinn óþarfur. Hann hefur náð að vekja fólk til með- vitundar um málstað kvenna og komið miklu til leiðar en nú held ég að Kvennalistakonur ættu að ganga liðs við stærri hreyfingu og láta til sín taka þar. Ég held að kvennabaráttan yrði sterkari fyrir vikið, því Kvennalistinn er að hjakka dálítið í sama farinu og fólk því orðið leitt á V eða hætt að taka mark á honum. Hefur þú tekið þátt í kvennabaráttu? Ekki svona beint, nei. Ég hef bara kynnt mér söguna í skólanum og fylgst með í fjölmiðlum. Annars er ég bara opin fyrir þessu öllu saman, svo lengi sem hlutirnir leiðast ekki út í öfgar. Nú hefur formóðir þín Bríet Bjarnhéðinsdóttir verið kölluð „stórvirk- ið í íslenskri kvennabaráttu.” Hefur goðsaga hennar lifað í einhverri piynd innan þinnar fjölskyldu? Ég hef nú aðallega lesið mér til um hana i skólabókum. Langamma mín hefur þó sagt mér að Bríet hafi verið mjög yndisleg kona en einnig sterk og ákveðin persóna. Mér skilst líka að hún hafi verið óvenju opin miðað við sinn tíðaranda. Ég er mjög stolt af því að vera komin af þessari konu. En hennar nafni hefur ekki verið haldið sérstaklega að mér í uppeldinu. Ég ólst aðallega upp innan um konur, ég hef aldrei kynnst pabba mínum og á ekki neinn almennilegan afa. Þess vegna þekki ég ekki hvernig það er að vera alin upp af einhverjum körlum. Við konurnar í fjölskyldunni höfum verið sagðar hinar mestu gribbur enda látum við engan ráðskast með okkur. Þannig held ég að kven- réttindi hafi alltaf verið eðlilegur hluti af mínu umhverfi, sem ekkert hef- ur þurft að taka neitt sérstaklega fram. Sérðu sjálfa þig í hlutverki hinnar dæmigerðu kjarnafjölskyldu? Ætli maður endi ekki eins og flestir, með bíl og hús og allt það - kannski svona tvö börn, ekki fleiri - og er það alls ekkert slæmt, bara hluti af tilverunni fyrir þá sem vilja. En þetta fer náttúrulega allt saman eftir því hvernig starfsferillinn verður. Ég ætla til dæmis ekkert að fara að eignast börn fyrr en ég er komin í almennilegt starf og búin að koma vel undir mig fótunum. Þetta er töluvert algeng hugsun hjá ungum konum í dag, ekki satt? Jú, þetta sýnir að hlutirnir hafa breyst. Það er ekki algeng skoðun að konur eigi að giftast og eignast börn þegar þær eru nýskriðnar úr skóla. Flestir sem ég þekki eru á svipuðu róli og lítið að spá í þessa hluti. Svo eru alltaf nokkrir sem eru búnir að eignast börn og þá læðist stundum að mér sú hugsun að ég sé eitthvað eftir á, en sú hugsun er fljót að hverfa. Ég held að ungt fólk sé orðið eigingjarnara en hér áður fyrr. Fólk ætlar að gera allt sem það langar til áður en farið er út í barn- eignir, sama þótt það verði þá orðið 29 eða 35 ára. Fólk miðar ekki endilega við einhvern ákveðinn aldur, frekar hversu miklu það hefur komið í verk. Þetta fyrirkomulag er kannski til merkis um það að ungu fólki, og þá sérstaklega konum, sé gert erfitt fyrir með að eignast börn og byggja um leið upp frama á starfssviðinu? Ég hef reyndar ekkert verið að hafa of miklar áhyggjur af því en það er náttúrulega ekkert hlaupið að því að koma undir sig fótunum á íslandi. Allar nauðsynjavörur eru svo dýrar að það jaðrar við brjálæði. Þá er ef- laust ekkert auðvelt að vera ung móðir, jafnvel einstæð. Ég og Óli kær- asti minn erum reyndar heppin hvað þetta varðar. Við búum í litlum skúr sem tilheyrir húsi foreldra hans. Við sleppum því við að borga leigu og borðum oftast kvöldmat hjá þeim. Með þessu móti skrimtir maður á litlum tekjum. Viltu segja okkur eitthvað nánar af kærastanum? Já, hann heitir Ólafur Egilsson og er núna á fyrsta ári í Leiklistarskólan- um. Við höfum verið saman í fimm ár en höfum þekkst frá því við vor- um sjö ára. Við höfum líklega verið ætluð hvort öðru. Við vorum saman í grunnskóla, gagnfræðaskóla og meira að segja saman í bekk í MR tvö síðustu árin. Þetta verður nú reyndar stundum svona einum of, en við erum ennþá saman og virðumst ekkert vera á leiðinni að hætta. Að lokum Esther. Áttu þér einhver lífsmóttó ? Púff... Jah, það er held ég að vera bara afslappaður og ekkert að stressa sig yfir því að vera eða vera ekki á einhverri réttri leið. Vera bara rólegur og forðast að taka þátt í þessu brjálaða lífsgæðakapp- hlaupi. Þá meina ég ekki að maður eigi bara að sitja heima hjá sér, því menntun og reynsla er mikilvæg, en maður á að leyfa sér að gera það sem manni dettur í hug hverju sinni. Þannig held ég að maður verði hamingjusamur. 23

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.