Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 10
rafmagnsverkfræðingum
Stjórn RVFÍ,
f.v. Guðrún,
Auður, Sveinbjörg
og Guðlaug.
»Undanfarið ár hefur stjórn rafmagnsverkfræðingadeildar Verkfræð-
ingafélags íslands (RVFÍ) eingöngu verið skipuð konum. Það þóttu að
vonum tíðindi þar sem í deildinni eru aðeins 14 konur af um 250 fé-
lagsmönnum. Stjórnarkonur hafa látið til sín taka og hefur starf deild-
arinnar verið það virkasta innan Verkfræðingafélagsins sl. ár. VERA
ræddi við Guðrúnu Rögnvaldardóttur formann RVFÍ um starfið og kosti
þess fyrir konur að læra verkfræði.
Guðrún sat í stjórn RVFÍ veturinn 2002 - 2003 og átti að
taka við sem formaður næsta ár. Þegar stilla átti upp í
stjórnina ákvað hún að hafa bara samband við konur og
bjóða þeim stjórnarsetu. „Þær tóku þessu vel og mér tókst
að fá þrjár konur til að bjóða sig fram með mér. Hefðin er
sú að stjórnin er sjálfkjörin en það fór ekki hjá því að karl-
mennirnir yrðu hissa þegar nöfn okkar voru lesin upp á
aðalfundinum," segir hún og hlær. „Þegar búið var lesa
upp þrjú kvenmannsnöfn fóru fundarmenn að líta i kring-
um sig með spurn í augum en þegar fjórða konan bættist
við var bara klappað! Þessu uppátæki hefur verið vel tekið,
bæði af stjórn félagsins og öðrum deildum en í Verkfræð-
ingafélagi íslands eru rúmlega 1100 manns og eru fag-
deildirnar fjórar, þ.e. bygginga-, véla-, efna- og rafmagns-
verkfræðingadeild."
Guðrún segir að stjórnin hafi vakið nokkra athygli enda
hafi henni tekist að setja kraft í starfsemina og halda uppi
öflugra félagsstarfi en oft áður. „Við erum með háleitar
hugmyndir um hvað hægt er að gera til að efla starfsem-
ina og höfum komið ýmsu í farveg fyrir næstu stjórn en
venjan er að skipt sé um þrjá stjórnarmenn á hverjum að-
alfundi og að stallarinn haldi áfram og taki við sem for-
maður. Fram til þessa hefur verið vani að ein kona sé í
stjórn, kannski hefur fólki bara ekki dottið í hug fyrr að
þetta geti verið öðru vísi!"
Ekki bara hefðbundið karlaumhverfi
Verkfræðingafélagið (VFÍ) er fagfélag og stendur fyrir
fræðslufundum, kynningum og útgáfustarfsemi en annað
félag, Stéttarfélag verkfræðinga (SV), sér um samninga-
málin og er aðild að báðum félögunum frjáls. í SV eru nú
922 félagsmenn þar af 115 konur, eða 12,5%, en ekki
nema 7,1% í VFÍ.
„Kona hefur aldrei verið formaður VFÍ en konur hafa
verið þar í stjórn, stopult frá 1977 en samfellt frá 1989. Þær
hafa hins vegar verið varaformenn og er ein það nú. Fjór-
10/2. tbl. / 2004 / vera