Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 3

Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 3
/LEIÐARI Karlahópur Femínistafélagsins fyrir að höfða til samábyrgðar karlmanna varðandi nauðganir með aðgerðum sínum NEI við nauðgunum og sölu á bolum og mekjum með NEI áletrun. Það þarf sameiginlegt átak og hugarfarsbreytingu til að snúa við þeirri þróun að hér eigi sér stað sífellt fleiri og hrotta- fengnari nauðganir. Rafiðnaðarsambandið og Samtök atvinnulífsins fyrir nýgerða samninga þar sem því er beint til fyrirtækja í rafiðnaði að marka fjölskyldustefnu með það að mark- miði að samræma sem best vinnu og einkalíf. Fjöl- skyldustefnan byggir á sveigjanlegum vinnutíma og mun auka möguleika karla og kvenna til virkrar þátttöku í heimilisstörfum og uppeldi barna. Thelma Ásdísardóttir ásamt Öryggisráði, Fræðslu- og Karlahópi Femínistafé- lagsins sem lögðu fram kæru á hendur DV fyrir að hafa milligöngu um og stuðla að vændi með smáauglýsing- um. Þetta er fj'órða kæran sem lögreglunni berst af þessu tilefni og tími til kominn að yfirvöld framfylgi lög- um og stöðvi vændisauglýsingar. Hæstiréttur fyrir að snúa ekki við dómi Héraðsdóms Vestfjarða yfir manni sem beitti unga stúlku kynferðislegu ofbeldi árum saman. Sýknudómurinn byggirá þvíað brotin hafi verið fyrnd en á því leikur mikill vafi. Einnig átti sér stað alvarlegur misbrestur af hálfu lögreglu við rannsókn málsins, sem m.a. leiddi til þess að 15 ár voru talin liðin frá síðasta broti. Dómsmálaráðherra fyrir ummæli sín um jafnréttislögin og kærunefnd jafn- réttismála. Það er ekki von að hraðargangi íjafnréttisátt hér á landi þegar sjálfur ráðherra dómsmála virðir ekki lögin í landinu. Vefþjóðviljinn sem hefur margsinnis leyft sér að halda því fram að ré urinn til að mismuna öðrum sé einn mikilvægasti réttur hins almenna borgara, en um það má lesa nánar á: http://www.andriki.is/ 26. apríl 2004,117. tbl. 8. árg. Fyndnir strákar - þægar stelpur „Það er að mínu viti áhyggjuefni að ungir karlmenn leggi undir sig heilan fjölmiðil á borð við Popptíví. Heilan fjöl- miðil sem er eins og langdregin strákabók þar sem strák- arnir fá að vera hetjur og grallarar, en stelpurnar fá ekki að vera með nema í ákveðnum hlutverkum. Þar sem mark- visst er hæðst að reynsluheimi kvenna - hann talinn óspennandi og leiðinlegur, meðan klám og kvenfyrirlitn- ing eru hafin upp til skýjanna." Þetta segir Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir m.a. í grein sinni um strákasjónvarpsþátt- inn 70 mínútur á Popptíví, sem er hluti af umfjöllun okkar um ungt fólk og jafnrétti. Við lifum á skrýtnum tímum og það er ekki undarlegt að við sem eldri erum óttumst að klámið og kvenfyrirlitning- in geti haft slæm áhrif á unga fólkið. ( viðtali við fram- haldsskólanemana Idu og Ragga kemur fram að margt ungt fólk þorir ekki að vera á móti klámi af ótta við að vera talið púkalegt - að það geti þá þýtt að þau hafi ekki áhuga á kynlífi - og hver vill láta það um sig spyrjast á gelgju- skeiðinu? Þessi hræðsla hefur orðið þess valdandi að allt of fáar manneskjur þora að sýna andstöðu við klám og kvenfyrirlitningu og hún því orðin eins ósjálfráð og raun ber vitni. Þess vegna er svo gott að heyra um ungt fólk eins og Idu og Ragga sem þora að stíga fram og mótmæla og gott að vita að í því efni fái þau stuðning frá Femínista- félaginu. En það er líka sjálfsmynd ungs fólks sem er áhyggjuefni. í blaðinu segir Berglind Rós Magnúsdóttir uppeldisfræð- ingur frá MA rannsókn sinni á valdasamskiptum nemenda í 10. bekk eftir kyni og þar kemur margt athyglisvert fram. Það er t.d. Ijóst að það eru strákarnir sem eru virkir en stelpurnar óvirkar, þótt þær séu oft duglegri en þeir í námi. En það er sjálfsmyndin sem skiptir máli og á meðan sjálfsmynd stelpna byggist mest á ytra útliti en sjálfsmynd stráka á því að vera fyndnir og frakkir er ekki von á góðu. Og ekkert lát virðist á vinsældum fegurðarsamkeppna sem fara nú fram í öllum landshlutum og stelpur með nánast sama útlit eru krýndar til þátttöku í aðalkeppninni. Meira að segja tókst að bæta við enn einni keppni, fyrir stelpur í framhaldsskólum, þrátt fyrir mótmæli, þar sem einn viðmælandi okkar, Alma Joensen forseti Nemendafé- lags MH, steig fram og þorði að láta álit sitt í Ijós. Kjarnann í því sem ég vildi sagt hafa, orðar Þórunn Hrefna svo ágætlega í lokorðum sínum, þar sem hún segir: „Ég hef ekki bara áhyggjuraf sjálfsmynd unglingsstúlkna sem horfa á Popptíví alla daga og læra það eitt að stelpur skuli vera sætar með stór brjóst. Strákar megi bara vera fyndn- ir, klárir og hugaðir. Ég hef líka áhyggjur af sjálfsmynd unglingsstráka sem horfa á Popptíví og finna sér fyrir- myndir í þeim sem ganga í gegnum ýmsar tilbúnar raunir en mega ekki gráta heldur þurfa alltaf að vera fyndnir, al- veg sama hvað. Og mestar áhyggjur hef ég af þeim óláns- sömu einstaklingum sem trúa því að það sé karlmennska að vera fullur og graður að horfa á berar konur skaka sér á einhverju." fclA^H $*1 a<vrt-&?dfy>f vera/2.tbl./2004/3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.