Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 54

Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 54
/KVIKMYNDIR ts 'O Ofurnördinn oc konurnar » Æi, við höfum heyrt þessa klisju svo oft áður. Móð- ureðlið og allt það. Ekkert sterkara og ekkert er hættu- legra en móðir að verja ungana sína. Eða hefna þeirra. Og nú er hún komin aftur móðirin, eða Brúðurin, eins og hún er kölluð í þessu tilfelli, sem er: Kill Bill. (Gerð- ur Kristný tók góðan sprett á þessari móðureðlisklisju um daginn, gó Gerður!) Kill Bill (2003 og 2004) er nýjasta mynd ofurnördsins Quentin Tar- antino. Fyrri hlutinn var sýndur fyrir áramót, og er kominn á videó, og sá síðari var frumsýndur nú í apríl. Sag- an segir í stuttu máli frá konu, leikinni af Uma Thurman, sem vaknar upp úr dái og uppgötvar að ekki aðeins hefur henni verið nauðgað stöðugt meðan á dáinu stóð, heldur er barnið sem hún bar undir brjósti horfið og efniviður í fleiri börn sömuleiðis. (Ijós kemur að konan var félagi í einskonar ofurmorðingaklíku, stýrt af Bill. Hún hafði sagt skilið við það lið og ætlað að gifta sig en það líkaði Bill og félög- um ekki og því voru hún og væntan- legur eiginmaður skotin niður við alt- arið. Núnú, en þetta er bara forsagan, aðalsöguþráðurinn gengur svo útá að stúlkan er fljót að ná upp sinni fyrri færni í bardögum og drápum og tekur til við að hefna, og leita uppi Bill í leiðinni. Já, ég er enn komin á flug í að fjalla um uppáhaldskvik- myndaefnið mitt, kvenhetjur sem sparka í rassa. Geymum okkur klisj- una þreytulegu aðeins og skoðum ofurnördinn Tarantino nánar. Tarantino kominn aftur! Quinten Tarantino er af mörgum álit- inn einskonar bjargvættur kvik- myndarinnar. Þegar hann kom fyrst fram á sjónarsviðið með Reservoir Dogs (1992), ætluðu kvikmyndanörd- ar algerlega að tryllast og ekki minnkaði æsingurinn þegar Pulp Fict- ion (1994) var ífarvatninu. Konungur kúlsins og allt það. Þetta var enda frá- bær blanda, mikil áhrif frá asískum bardagamyndum, bé myndum og allskonar dásemdarrusli, og ofan á þetta bætti drengurinn svo bara ansi skemmtilegu handriti. Þriðja myndin, JackieBrown (1997) þótti líka agalega góð en eitthvað var hún ekki að ná sömu vinsældum og hinar, bakklass- ið var byrjað. Ofmetinn, útblásinn. En allur sá mótvindur var löngu burt blásinn þegar Kill Bill var tilkynntur á sviðið: Tarantino er kominn aftur! sagði kvikmyndatímaritið Empire og réði sér varla fyrir gleði. En hvað hefur þessi gaur gert til að fá um sig grein í VERU? Vissulega eru áhrif hans á kvikmyndasöguna þónokkur og óumdeilanleg, en ég meina, það voru engar konur í Reser- voir Dogs til dæmis, nema ein, sem var skotin niður, og svo þjónustu- stúlka sem sást aldrei. Jú, en svo birt- ist Uma Thurman, Brúðurin sjálf, sem fékk ansi bitastætt hlutverk í Pulp Fiction og svo enn bitastæðara nú í Kill Bill. En áður en við komum að henni skulum við tala aðeins um Jackie Brown. Pam Grier - ógeðslega flott og kúl Man einhver eftir f[okki mynda á átt- unda áratugnum sem gengu undir nafninu 'blaxploitation'? Meðtilvísun í það að blökkumenn voru i aðalhlut- verkum og að myndirnar voru frekar í vafasamari kantinum. Þetta voru myndir eins og Shaft og Foxy Brown og Scream, Blacula, Scream! Og í mörgum þeirra lék kona að nafni Pam Grier og þótti alveg meiriháttar gella á sínum tíma. Svo hvarf hún eins og konur gera þegar þær taka sig til og eldast og breikka. Bara til að birtast aftur í mynd Tarantino, Jackie Brown, ógeðslega flott og kúl. Og hún var ekkert með einhverja móð- ureðliskomplexa, bara fremur venju- leg kona, flugfreyja, sem hefur í gegnum tíðina tekið að sér að smygla dóti fyrir annars flokks krimma. Núnú, stundum næst hún og þá þarf krimminn að fá hana lausa gegn tryggingu og til þess fær hann millilið, því ekki má þetta allt vera of augljóst. Nema milliliðurinn, hann bara fellur flatur fyrir þessari konu, sem einmitt er svo mikil kona, mjúk og elegant og bara ógeðslega flott og kúl. Æh, þetta var dáldið falleg mynd, ég kemst næstum við þegar ég rifja þetta upp. Og svo var allt þetta líka fallega splatter í bland. (Samt ekki svo mikið, miðað við QT.) Snúum okkur þá aftur að Kill Bill (mikið splatter þar, en alveg ýkt, ekk- ert raunsætt við allt þetta blóðflóð), og Brúðurinni og klisjunni. Því það er nefnilega svo merkilegt að með mynd eins og Jackie Brown í fartesk- inu, þá verður klisjan ekki eins ægi- legur vomur og annars. Við höfum jú séð að QT getur gert myndir um al- vöru konur og konur í alvöruhlut- verkum, og vegna þessa hef ég til- hneigingu til að fyrirgefa honum að falla í þessa gryfju. Reyndar má segja að hann geri sitt til að undirstrika hvað móðureðlisklisjan er mikil klisja, því lætin eru þannig og æsingurinn og blóðið og líkamspartarnir sem fljúga, að kona hlýtur að velta fyrir sér hvort ekki leynist í þessu öllu dálítið glott út í annað? Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem klisjum væri snúið á hvolf með því að skopstæla þær eða spéspegla. í stuttu máli sagt, það var gaman að Kill Bill og Uma Thurman er fín kvenhetja. Og fyrir þau sem ekki þola mikið blóð, þá er kjörið að setjast yfir Jackie Brown. 54/2. tbl./ 2004/ vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.