Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 30

Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 30
Menntun í$5Bfcí*ífc «£?§ a er velmegunar rætt við Vilborgu Auði ísleifsdóttur sem hefur unnið að uppbyggingu menntasetra kvenna í Bosníu Elísabet Þorgeirsdóttir » Fátt setti meiri svip á síðasta áratug 20. aldarinnar en stríðið í löndum fyrrum Júgóslavíu. Það er fyrir ofan skilning vopnlausra íslendinga að svo grimmilegt stríð gæti staðið árum saman í næsta nágrenni við lönd Mið-Evrópu og enn eru sárin ógróin í hjörtum fólks á Balkanskaga. Því hefur viðmælandi okkar kynnst en í áratug hefur hún unnið dyggilega að uppbyggingarstarfi meöal kvenna í Bosníu með þarlendum kvennasamtökum sem nefnast BISER, sem merkir tár eða perla á máli þarlendra.. Á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið hélt nýverið um mansal og vændi benti hún á þau karllægu viðhorf sem kæmu fram í því að leggja mesta áherslu á tæknilegar lausnir, eins og að efla lögreglu og tollgæslu í baráttunni við mansal, og taldi að viðhorf kvenna yrðu að fá að komast að. „Það er fátækt fólksins, fáfræði og örvænting sem er rót vandans. Alnæmi breiðist hratt út í löndum fyrrum Sovétríkja og er að verða ógn við Vestur-Evrópu. Til að vinna gegn þeim skelfilega vanda sem felst í mansali, vændi og alnæmi, þarf að fjárfesta í menntun grasrótarinnar," segir Vilborg og vísar þar til reynslu sinnar af starfi kvennamið- stöðvanna í Bosníu, þar sem komið hefur verið upp menntahreyfingu meðal kvenna. Vilborg vill líka að stofnað verði kvennamálaráðuneyti við Evrópuráðið í Strassborg, þar sem konur muni sjálfar sjá um að úthluta fé til brýnna verkefna. VERA ræddi við Vilborgu þegar hún var síðast á íslandi og komst að því að hér er á ferð kona sem lætur verkin tala og segir skoðanir sínar umbúðalaust. 30/2.tbl./2004/vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.