Vera - 01.04.2004, Page 30

Vera - 01.04.2004, Page 30
rætt við Vilborgu Auði ísleifsdóttur sem hefur unnið að uppbyggingu menntasetra kvenna í Bosníu Eiísabet » Fátt setti meiri svip á síðasta áratug 20. aldarinnar en stríðið í löndum fyrrum Júgóslavíu. Þorgeirsdóttir þag er fyrjr 0fan skilning vopnlausra íslendinga að svo grimmilegt stríð gæti staðið árum saman í næsta nágrenni við lönd Mið-Evrópu og enn eru sárin ógróin í hjörtum fólks á Balkanskaga. Því hefur viðmælandi okkar kynnst en í áratug hefur hún unnið dyggilega að uppbyggingarstarfi meðal kvenna í Bosníu með þarlendum kvennasamtökum sem nefnast BISER, sem merkir tár eða perla á máli þarlendra.. Á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið hélt nýverið um mansal og vændi benti hún á þau karllægu viðhorf sem kæmu fram í því að leggja mesta áherslu á tæknilegar lausnir, eins og að efla lögreglu og tollgæslu í baráttunni við mansal, og taldi að viðhorf kvenna yrðu að fá að komast að. „Það er fátækt fólksins, fáfræði og örvænting sem er rót vandans. Alnæmi breiðist hratt út í löndum fyrrum Sovétríkja og er að verða ógn við Vestur-Evrópu. Til að vinna gegn þeim skelfilega vanda sem felst í mansali, vændi og alnæmi, þarf að fjárfesta í menntun grasrótarinnar," segir Vilborg og vísar þar til reynslu sinnar af starfi kvennamið- stöðvanna í Bosníu, þar sem komið hefur verið upp menntahreyfingu meðal kvenna. Vilborg vill líka að stofnað verði kvennamálaráðuneyti við Evrópuráðið í Strassborg, þar sem konur muni sjálfar sjá um að úthluta fé til brýnna verkefna. VERA ræddi við Vilborgu þegar hún var síðast á íslandi og komst að því að hér er á ferð kona sem lætur verkin tala og segir skoðanir sínar umbúðalaust. 30/2. tbl. / 2004/ vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.