Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 34

Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 34
I ÉG ER SANNFÆRÐ UM AÐ TIL ÞESS AÐ KOMAST AÐ RÓT MANSALSVANDANS VERÐUR AÐ VINNA MEÐ KONUM Á ÞEIM SVÆÐUM SEM KALLAST UPPRUNALÖND, Þ.E. ÞAÐAN SEM KONURNAR KOMA, SEM ERU SELDAR ÍVÆNDl varið er til lýðræðisþróunar og líkn- armála fékk hún frá Svíum, en þar í landi sjá samtökin Kvinna till kvinna um að úthluta 40% af því fé sem Svíar verja til lýðræðisþróunar og líknarmála, til kvennasamtaka og kvennagrasrótarhreyfinga vítt og breitt um heiminn. „Til er félags- kapur sem heitir Unifem, sem sinn- ir um konur í þriðja heiminum og hefur aðalstöðvar í New York. I stórum hluta Evrópu eru mannrétt- indi kvenna og barna ekki virt og þar ríkir sár neyð. Líklega er kom- inn tími á að stofna Eurofem," segir hún. Vilborg segir að það hafi komið sér á óvart hvað ýmsir íslenskir embættismenn séu frávísandi þegar sótt er til þeirra um styrkbeiðnir. „Starfsfólkið í utanríkisráðuneytinu í Berlín er orðið góðir vinir mínir og tekur mér alltaf vel og vill gjarn- an heyra álit mitt um ástandið," segir hún „en hér er eins og menn reyni hvað þeir geta til að vera óper- sónulegir. Það er kannski út af smæð landsins sem þeim finnst þeir verða að vera svona. En mér finnst það svolítið skondið að þýskir emb- ættismenn skuli vera miklu alþýð- legri en þeir íslensku," segir hún og hlær. „Þó vil ég taka það fram að Sólveig Pétursdóttir tók mér afar vel og bauð upp á gott kaffi, og félags- málaráðherra, Árni Magnússon, tók mér einnig vinsamlega. Við stofnuðum svo íslenska BISER deild fyrir nokkrum árum. Hún er ekki fjölmenn en það er sterkur og góður hópur kvenna. Þær hafa sótt um styrki til íslenskra stjórnvalda og fengið litlar upphæð- ir. íslensk stjórnvöld virðast telja sig gera nóg í baráttunni gegn mansali og vændi á Balkanskaga núna, því þau kosta bosnískan sérfræðing sem vinnur á skrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Sarajevo. Ég veit ekki hver þessi maður er eða hvað hann á að gera þarna. Hins vegar veit ég að það eru ca. 300 mafíur starfandi í Bosníu, félög ótýndra glæpamanna. Kann- ski á blessaður maðurinn að tala við þessa kumpána með tveimur hrúts- hornum. En svo öllu gamni sé sleppt: Það er komið alveg nóg af skrifstofum og skriffinnum. Þessum peningum væri betur varið til raun- verulegra forvarna, eins og við BISER konur sinnum í kvennamið- stöðvum okkar. Þetta umsóknavafstur er óneit- anlega mjög þreytandi til lengdar, maður er endalaust að skrifa sama bænakvakið. Svo einu sinni greip ég til þess ráðs að yrkja í stað þess að senda enn eina hefðbundna um- sókn. Mér tókst það vel upp að Balkannefndin lét okkur hafa eina milljón króna, með því fororði reyndar að það væri í síðasta skiptið sem hún myndi styrkja þetta verk- efni. En mér þóttu þetta dágóð skáldalaun," segir Vilborg hlæjandi og leyfir okkur að heyra kvæðið góða: I Brusselar björtum ranni býr þar skriffinna drótt. Engum alþýðumanni erindi greiðir skjótt. Ein fór erindisleysu í eyðublaðanna kveisu hörmunga heyrðist sótt. Bregst oss bjartsýni fögur, Bosníu kreppir skór. Vonin er visin og mögur væla nú allir í kór, að hjálpræði nái að hitta halann skulda að stytta, linast þá leiðindi stór. Eitt af verkefnunum sem Vil- borg og vinkonur hennar tóku þátt í þegar stríðið stóð sem hæst árið 1994 var að koma á fósturbarnaprógrammi, þar sem fólk í Þýskalandi tók að sér að styrkja eitt barn í Bosníu um 100 mörk á mánuði og segir hún að margar Zontakonur hafi tekið þátt í því verkefni. 50 börn voru tekin í fóstur og þiggja 25 þeirra enn þessa aðstoð. „Það var svo margt sem fór úr- skeiðis í Balkanlöndunum í þessu stríði en upplausnarástand eru einmitt kjöraðstæður fyrir mafíu- starfsemi sem hefur blómstrað þarna. Talið er að Bosnía sé við- komuland fyrir mansal t.d. frá Búlgaríu, Rúmeníu og Moldavíu. Á tímum kommúnismans í Júgóslavíu átti fólk ekki miklar eignir, en það átti félagslegan rétt sem var allur frá þeim tekinn. Ég kynntist því í gegn- um drenginn sem ég tók í fóstur, en hann er þroskaheftur og missti föð- ur sinn við lok stríðsins 1995. Erfitt er að vera með heilbrigð börn í stríði, en út yfir tekur að vera á flótta með vangefið barn. Blessaður drengurinn skildi aldrei af hverju pabbi kom ekki til baka. Móðir hans hafði verið kennari í Serbíu í 25 ár og hafði ætlað að minnka við sig vinnu, þegar stríðið braust út. Serbar strikuðu hana út úr lífeyris- sjóðsregistrinu, þar sem hún var múslimi og flúði til Sarajevo. Hún á 34/2.tbl./2004/vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.