Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 23
voru yfirleitt karlar sem við töluðum
við og ég lenti oftar en einu sinni í því
að vera spurð hvort ég væri ritari fé-
lagsins. Þeir gerðu ekki ráð fyrir því að
stelpa væri forseti og urðu frekar
vandræðalegir og hissa þegar ég
sagði þeim það."
Félagslífið almennt segir Alma
vera mjög kynskipt. Sum embætti
virðast vera eignuð körlum en önnur
konum. „Það er mjög algengt að
stelpur séu í starfi gjaldkera nem-
endafélaga og ég held að þar séu
þær kosnar vegna kyns síns, rétt eins
og strákar eru kosnir vegna kyns síns í
önnur embætti. Stelpur bjóða sig
sjaldan fram í embætti sem strákar
hafa oftar gegnt í gegnum tíðina og
strákar bjóða sig sjaldan fram í
„stelpuembætti", eins og ráðið sem
sér um þemadagana hjá okkur. Þetta
sýnir að kyn skiptir okkur enn ótrú-
legu máli."
Meðfærilegar stelpur vinsælli
Nemendafélög skólanna eru auðvit-
að hagsmunafélög en þau sinna
einnig skemmtanahliðinni sem hefur
af sumum verið talin síst ómerkari en
sá bóklegi lærdómur sem fer fram
innan skólans. „Vald á þessu sviði
felst ekki síst í því að vera fyndin.
Stelpur eiga ekki að vera fyndnar,
þær eiga að vera sætar og passívar,
óvirkar. Ef stelpa væri fyndin þá væri
hún strákastelpa, það er öruggt mál.
Ekki það að ég sé ekki fyndin, en ég er
líka strákastelpa. Mér finnst eins og
sumar stelpur haldi aftur af sér, passi
sig á að hafa ekki skoðanir og tala
ekki of mikið. Það er eins og þær séu
að reyna að vera einfaldar og með-
færilegar því þá verða þær vinsælar
hjá strákunum.
Það hefur alltaf verið þannig að
allir strákar sem hafa verið forsetar
hafa átt gífurlegum vinsældum að
fagna hjá kvenkyninu. Þær hafa hóp-
ast í kringum þá. Ef stelpa kemst í
embætti er þessu ekki þannig farið.
Ég hef tekið eftir því sjálf í vetur að
það er eins og strákum finnist þeim
vera ógnað ef stelpan hefur ákveðnar
skoðanir og völd en er ekki bara sæt
og brosandi. Ég vil oft rökræða hlut-
ina við stráka en það virðist ekki falla í
kramið hjá þeim og stundum er eins
og þeir nenni bara ekki að hlusta ef
stelpa byrjar að tala, finnist þetta
meira tuð en rök."
Fegurðarsamkeppnir ekki
samboðnar framhaldsskólum
Fegurðarsamkeppni framhaldsskól-
anna, ísdrottningin, var haldin í fyrsta
sinn nú í vor og Alma var síður en svo
sátt við þá keppni. „Félag framhalds-
skólanna (FF) ætlaði að leggja nafn
sitt við keppnina og hún átti í raun að
vera á vegum framhaldsskólanna. Á
landsþingi FF var málið tekið upp og
við stóðum alls ekki ein á móti þessu,
allir skólarnir voru sammála því að
fegurðarsamkeppni ætti ekki heima
innan þeirra veggja og því dró félagið
sig úr samstarfinu. Mér finnst alveg
fáránlegt að halda slíka keppni, ekki
síst innan menntastofnana. Það hefði
að mínu mati litið mjög illa út fyrir
framhaldsskólana að bendla nafn sitt
við fegurðarsamkeppni. Þeirra hlut-
verk á að vera að efla félagslegan
þroska nemenda og ýta undir jákvæð
gildi sem slíkar samkeppnir gera ekki.
( efstu bekkjum grunnskóla er mikið
um flokkadrætti og vinsældir snúast
ekki síst um það að vera sæt og að
falla inn í hópinn. Til marks um það
eru „herra" og „ungfrú" keppnir
grunnskólanna. Félagslíf framhalds-
skólanna á að fagna fjölbreytileika
fólksflórunnar. Innan MFI hafa hingað
til flestir geta fundið sinn farveg og
sinn vinahóp óháð útliti eða vinsæld-
um í grunnskóla. Mér finnst fegurðar-
samkeppni framhaldskólanna ýta
undir áframhaldandi flokkadrætti,
brengluð gildi og í raun hefta þroska
fólks."
Heftandi útlits-
og hegðunarstaðlar
Alma segir fegurðarstaðla þó ekki
vera einungis bundna við fólk sem
tekur þátt í fegurðarsamkeppnum
heldur hafa ótrúleg áhrif á okkur öll
og kannski ekki síst fólk á mennta-
skólaaldri. „Fegurð er svo fáránlega
mikilvæg í þjóðfélaginu okkar og hún
er notuð óhóflega mikið sem mæli-
kvarði á fólk. Það er í raun fjarstæðu-
kennt að það skuli vera til staðall um
útlit fólks sem svo er keppt í hver
kemst næst því að uppfylla. Lífið væri
eflaust allt öðruvísi og betra ef engir
slíkir staðlar væru til og allir fengju
bara að njóta sín. Fegurðarstaðlarnir
koma held ég ólíkt við stelpur og
stráka. Kvarðinn fyrir stelpur er miklu
einhæfari, í efsta sæti er bara ein týpa
af stelpum, það er eitt útlit sem er
vinsælt og hegun þeirra er líka stöðl-
VALD Á ÞESSU SVIÐI FELST EKKI SÍST í
ÞVÍAÐVERA FYNDIN, STELPUR EIGA
EKKI AÐ VERA FYNDNAR, ÞÆR EIGA AÐ
VERA SÆTAR OG PASSÍVAR, ÓVIRKAR.
EF STELPA VÆRI FYNDIN ÞÁ VÆRI HÚN
STRÁKASTELPA...
uð. Þær eiga að vera sætar og með-
færilegar. Hjá strákum eru líka staðlar
í gangi en mér finnst eins og þeir séu
fjölbreyttari. Það er þessi vöðvastælti,
svo er það þessi hái og mjói, sláninn,
þessi með lubbann, þessi með gelið
og svo framvegis. Allskyns týpur eru í
boði fyrir stráka en bara ein fyrir
stelpur. Það er eins og allir þessir
ólíku strákar falli fyrir sömu tegund af
stelpu. Þessir staðlar eru því mjög
heftandi fyrir okkur öll en ekki síst
stelpurnar."
Jafnréttismál misvinsæl
Sitt sýnist hverjum um framgang
jafnréttismála síðastliðin ár og margir
vilja meina að ungt fólk sé mun með-
vitaðra um að mismuna ekki á grund-
velli kyns en þau sem eldri eru. Alma
er á báðum áttum þegar þetta ber á
góma. „Ég held að ungt fólk sé ýmist
mjög mikið að spá í jafnrétti eða alls
ekki neitt. Sumum finnst það hall-
ærislegt að vera að spá í svoleiðis
hluti og öðrum finnst þetta ekki
koma þeim persónulega neitt við.
Það er líka misjafnt eftir vinahópum
og skólum hvort slík mál eru til um-
ræðu. Ég veit til þess að í sumum
skólum eiga jafnréttismál alls ekki
upp á pallborðið hjá krökkunum.
Annars er það mjög oft viðkvæðið hjá
stelpum að þær verði ekki varar við
neitt misrétti og þær eru til dæmis al-
veg ákveðnar í að þær muni ekki fá
lægri laun en karlar þegar þær fara út
á vinnumarkaðinn. Það séu einhverj-
ar aðrar konur sem lendi í því. Það
vita allir af þessum launamuni en
spáir enginn í það. En fólk er samt
opið fyrir þessum málefnum ef byrjað
er að ræða þau að fyrra bragði og ég
hef orðið vitni að vitundarvakningu
hjá mörgum stelpum."
Það er Ijóst að við þurfum ekki að
kvíða framtíð jafnréttisbaráttunnar ef
fleira fólk eins og Alma stefnir á for-
setann.
vera / 2. tbl. / 2004 / 23