Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 21

Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 21
Karllægur húmor eykur völd og virðingu Það er Ijóst að mikil völd eru í því fólgin að geta látið kennarann og all- an bekkinn gleyma stað og stund vegna óborganlegs innskots. í rannókn sem gerð var á stráka- og stelpuorðræðu í unglingabekk kom fram að í rökræðum sem drengjum reyndist í óhag reyndu þeir að gera grín að andmælandanum eða draga athyglina frá umræðuefninu með að- gerðum sem kveiktu hlátur bekkjar- ins. Þeir gátu því notað húmor sem stjórntæki en stelpurnar gerðu það síður (Baxter, 2002). í sömu rannsókn kom fram að stelpurnar veittu drengjunum mun oftar stuðning í umræðum heldur en þeir sýndu þeim. Það er líka búist við því að þær séu góðir hlustendur (Swann og Graddol, 1995) og við þvf fá þær já- kvæð viðbrögð frá kennurum og samnemendum. Hin ráðandi orð- ræða í skólanum virðist styrkja stráka meira sem mælendur en stelpur sem styðjandi áhorfendur og því er nauð- synlegt að stelpur læri hvernig eigi að STAÐA SÓLÓISTANS EÐA TRÚÐSINS ER EKKI AUÐVELDLEGA A LAUSU FYRIR STELPUR 0G EF ÞÆR HREPPA ÞÁ STÖÐU ER AFAR ERFITT AÐ HALDA HENNI. ÞVÍ MÁ SEGJA AÐ HIN ALDAGAMLA KVENLEIKAORÐ- RÆÐA GETI VERIÐ HAMLANDI FYRIR STELPUR í AÐ VERA MJÖG VIRK- AR ÍOPINBERUM SAMRÆÐUM 0G TRÚÐSLÁTUM verjast slíkri ráðandi orðræðu (Baxter, 2002). Staða sólóistans eða trúðsins erekkiauðveldlegaá lausufyrirstelp- ur og ef þær hreppa þá stöðu er afar erfitt að halda henni (Gordon, Hol- land og Lahelma, 2000). Því má segja að hin aldagamla kvenleikaorðræða geti verið hamlandi fyrir stelpur í að vera mjög virkar í opinberum sam- ræðum og trúðslátum. Einnig er vert að spá í gildismatið. Hverjir ákveða hverju sinni hvað er fyndið? Hvert er innihald þess sem hinir ráðandi kalla húmor? Er það á einhvern hátt karllægara og því auð- veldara fyrir drengi að samsama sig ráðandi hugmyndum um góðan húmor. ( bekkjunum sem ég hafði til skoðunar veltust stelpur um af hlátri í bekknum en það var alltaf í einka- samtölum og því sjaldnast varpað fram í bekk (BRM, 2003). Gæti ein af ástæðum þessarar vanvirkni á opin- berum vettvangi verið sú að þærfái á einhvern hátt öðruvísi viðbrögð en drengirnir? Eru þau viðmið á ein- hvern hátt karllæg sem við notum til að meta frammistöðu kvenna í fyndni? Þetta eru allt verðugar spurn- ingar sem ég vil að þið lesendur góð- ir veltið fyrir ykkur um leið og þið tak- ist á við uppeldi og menntun ung- dómsins. Það er mikilvægt að skoða þetta mál svo við þorum og getum öll verið svolítið fyndin :), út á við, ekki síst þar sem það eykur á völd okkar og virðingu. Heimildaskrá er á www.vera.is vcra/2. tbl./2004/21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.