Vera - 01.04.2004, Qupperneq 21

Vera - 01.04.2004, Qupperneq 21
Karllægur húmor eykur völd og virðingu Það er Ijóst að mikil völd eru í því fólgin að geta látið kennarann og all- an bekkinn gleyma stað og stund vegna óborganlegs innskots. í rannókn sem gerð var á stráka- og stelpuorðræðu í unglingabekk kom fram að í rökræðum sem drengjum reyndist í óhag reyndu þeir að gera grín að andmælandanum eða draga athyglina frá umræðuefninu með að- gerðum sem kveiktu hlátur bekkjar- ins. Þeir gátu því notað húmor sem stjórntæki en stelpurnar gerðu það siður (Baxter, 2002). I sömu rannsókn kom fram að stelpurnar veittu drengjunum mun oftar stuðning í umræðum heldur en þeir sýndu þeim. Það er líka búist við því að þær séu góðir hlustendur (Swann og Graddol, 1995) og við því fá þær já- kvæð viðbrögð frá kennurum og samnemendum. Hin ráðandi orð- ræða í skólanum virðist styrkja stráka meira sem mælendur en stelpur sem styðjandi áhorfendur og því er nauð- synlegt að stelpur læri hvernig eigi að STAÐA SÓLÓISTANS EÐA TRÚÐSINS ER EKKI AUÐVELDLEGA Á LAUSU FYRIR STELPUR OG EF ÞÆR HREPPA ÞÁ STÖÐU ER AFAR ERFITT AÐ HALDA HENNI. ÞVÍ MÁ SEGJA AÐ HIN ALDAGAMLA KVENLEIKAORÐ- RÆÐA GETI VERIÐ HAMLANDI FYRIR STELPUR í AÐ VERA MJÖG VIRK- AR í OPINBERUM SAMRÆÐUM OG TRÚÐSLÁTUM verjast slíkri ráðandi orðræðu (Baxter, 2002). Staða sólóistans eða trúðsins erekki auðveldlega á lausu fyrirstelp- ur og ef þær hreþpa þá stöðu er afar erfitt að halda henni (Gordon, Hol- land og Lahelma, 2000). Því má segja að hin aldagamla kvenleikaorðræða geti verið hamlandi fyrir stelþur í að vera mjög virkar í opinberum sam- ræðum og trúðslátum. Einnig er vert að spá í gildismatið. Hverjir ákveða hverju sinni hvað er fyndið? Hvert er innihald þess sem hinir ráðandi kalla húmor? Er það á einhvern hátt karllægara og því auð- veldara fyrir drengi að samsama sig ráðandi hugmyndum um góðan húmor. i bekkjunum sem ég hafði til skoðunar veltust stelpur um af hlátri í bekknum en það var alltaf í einka- samtölum og því sjaldnast varpað fram í bekk (BRM, 2003). Gæti ein af ástæðum þessarar vanvirkni á opin- berum vettvangi verið sú að þærfái á einhvern hátt öðruvísi viðbrögð en drengirnir? Eru þau viðmið á ein- hvern hátt karllæg sem við notum til að meta frammistöðu kvenna í fyndni? Þetta eru allt verðugar spurn- ingar sem ég vil að þið lesendur góð- ir veltið fyrir ykkur um leið og þið tak- ist á við uppeldi og menntun ung- dómsins. Það er mikilvægt að skoða þetta mál svo við þorum og getum öll verið svolítið fyndin :), út á við, ekki síst þar sem það eykur á völd okkar og virðingu. Heimildaskrá er á www.vera.is ALLTAF NYBAKAÐ OG SMURT þess virði að skreppa í Hamrabrogina eða á Dalveginn DALVEGI 4, SÍMI 564 4700 • HAMRABORG 14, SIMI 554 4200 vera / 2. tbl. / 2004 /

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.