Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 11

Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 11
ar konur hafa verið formenn SV og var Guðrún Zoéga fyrst til að taka það að sér árið 1980. Ég var formaður 1996 - 1997 og næsti formaður mun verða kona. Með því að taka þátt í stjórnarstörfum fær fólk tækifæri til að kynna sig inn- an stéttarinnar og það er ekki síst mikilvægt fyrir konur því yfirleitt búa þær ekki að eins góðu tengslaneti og karlarnir." Rafmagnsverkfræðingar starfa víða í samfélaginu og hefur fjölgað mjög á sviði uþþlýsingatækni - í hugbúnað- ar- og tölvufyrirtækjum. Þeir starfa líka á verkfræðistofum og hjá stórum orkufyrirtækjum, eins og Orkuveitunni, RARIK og Landsvirkjun. Atvinnutækifærunum er alltaf að fjölga og stelþur eru að átta sig á því að starfsvettvangur- inn er ekki bara í hefðbundnu karlaumhverfi. „Sérstök kvennanefnd er nú starfandi innan VFÍ sem hefur m.a. staðið fyrir kynningum á störfum kvenverkfræðinga í hin- um ýmsu fyrirtækjum. Það er mjög gaman að kynnast þvf hvað starfsvettvangurinn er fjölbreyttur og þetta styrkir líka tengsl milli kvenna innan stéttarinnar." Stelpurnar standa sig vel Guðrún tók þátt í átakinu Jafnara námsval kynjanna árið 2001 með því að fara í framhaldsskóla að kynna verkfræði sem vænlegan kost fyrir stelpur. Henni finnst ganga sorg- legt hægt að fjölga kvennemendum í faginu þó hún telji að átakið hafi skilað árangri. Nú eru stelþur um 25% nem- enda í verkfræði og er hún eina deildin í Hl þar sem konur eru í minnihluta. Þegar Guðrún útskrifaðist 1983 var hún fimmta konan sem útskrifaðist sem rafmagnsverkfræðing- ur og eina konan að útskrifast úr verkfræðideildinni það ár. „Þegar ég kenndi í deildinni 1987 - 1991 fannst mér ástandið lítið hafa breyst. Ég kenndi 2. árs nemum í raf- magnsverkfræði og seinasta árið var þar engin stelpa en í einum árgangi voru þær fjórar. Þær stóðu sig allar mjög vel enda held ég að stelþurfari ekki í verkfræði nema vera langt yfir meðallagi i stærðfræði, en strákarnir voru marg- ir bara miðlungsgóðir. Mér fannst áberandi að stelpurnar væru dætur verkfræðinga eða ættu eldri bræður í faginu og vissu því út á hvað þetta gengur. Þess vegna er svo mikilvægt að kynna þennan heim fyrir stelþum sem ekki þekkja hann og breyta þeirri ímynd að verkfræði sé karla- heimur og vinnuaðstaða verkfræðinga erfið fyrir konur. Starfsmöguleikarnir eru fjölbreyttir og starfið býður uþþ á fína tekjumöguleika. Verkfræðin er góð menntun og gefur fólki fína undirstöðu til að leysa fjölbreytt vandamál enda hafa verkfræðingar verið eftirsóttir í stjórnunarstöður og því kjörið fyrir konur að sækja þangað," segir Guðrún að lokum. Stjórn Rafmagnsverkfræðideildar Verkfræðingafélags íslands starfsárið 2003-2004: Guðrún Rögnvaldardóttir, formaður Framkvæmdastjóri Staðlaráðs íslands frá 1998. Starfaði áður að staðlamálum hjá Iðntæknistofnun íslands og CEN (Evrópsku staðlasamtökunum) í Brussel frá 1991, þaráður lektor í rafmagnsverkfræði við Hí og verkfræðingur hjá Rarik. Nám: Lokaþróf í rafmagnsverkfræði frá Háskóla íslands 1983. Dipl.-lng. í rafmagnsverkfræði frá Tækniháskólanum í Karlsruhe, Þýskalandi, 1986. Stundar nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla [slands. Félags- og trúnaðarstörf: Formaður stjórnar Löggild- ingarstofu frá 2003. í stjórn Stéttarfélags verkfræðinga 1994 -1995 og 1996 - 1998 (formaður 1996 -1997). I' stjórn RVFÍ 2002 - 2004 (formaður 2003 -2004). í jafnréttis- og fjölskyldunefnd Verkfræðingafélagsins 2001- 2002. Tók þátt í hvatningarátakinu Jafnara námsval kynjanna (2001) sem miðar að því að fjölga kvennemendum i raunvísind- um og verk- og tæknifræðinámi á háskólastigi. Guðlaug Sigurðardóttir, stallari Starfar við hugbúnaðargerð hjá Kögun hf. frá 1991, fyrstu árin við hugbúnaðarhönnun og -smíði, síðari ár meira við verkefnastjórn og tæknilega ráðgjöf. 1990-1991 starfaði hún á kerfisfræðistofu Verkfræðistofnunar Háskóla (s- !ands, við hönnun og smíði hugbúnaðar fyrir flugumferð- arstjórn. Starfaði við ýmis verkefni tengd fjargæslu dreifi- kerfis RARIK 1989-1990. Nám: Verkfræðipróf frá Háskóla (slands 1989. Félags- og trúnaðarstörf: í stjórn RVFÍ 2003-2004. ( kynningarnefnd VFÍ1996 - 1998. Tók þátt í átakinu Jafn- ara námsval kynjanna 2001. Sveinbjörg Sveinsdóttir, ritari Starfar við verkefnisstjórnun og ráðgjafarstörf í orkuhópi hjá Ax hugbúnaðarhúsi. Starfaði áður sem verkefnisstjóri hjá Netverk ehf. Var í Bandaríkjunum á árunum 1994- 2000, fyrst við ráðgjöf og hugbúnaðargerð á vegum Franken-data GmbH og síðar sem stjórnandi hjá Frankendata USA sem síðar varð dótturfyrirtæki Siemens EMIS. Verkfræðingur hjá Rarik á árinu milli lokaprófs frá HÍ og upphafs framhaldsnáms. Nám: Lokapróf í rafmagnsverkfræði frá Verkfræðideild Háskóla (slands 1990, Dipl.-lng. í rafmagnsverkfræði frá Technische Hochschule Darmstadt, Þýskalandi 1994. Félags- og trúnaðarstörf: í stjórn Stéttarfélags verkfræð- inga 2003-2005. ( stjórn RVFÍ árin 2003-2004 og 2001- 2002. Formaður ritnefndar Verktækni sem er fréttablað gefið út af Verkfræðingafélagi fslands, Stéttarfélagi verk- fræðinga og Tæknifræðingafélagi Islands, frá árinu 2003. Tók þátt í átakinu Jafnara námsval kynjanna 2001. Starfaði fyrir IAESTE (International Association for the Exchange of Students forTechnical Exþerience) á námsárum í Reykja- vík og Darmstadt. Auður Freyja Kjartansdóttir, gjaldkeri Deildarstjóri tækni- og uþplýsingadeildar hjá Flugmála- stjórn íslands frá 2000. Starfaði í tölvudeildinni hjá Flug- málastjórn frá 1998. Vann áður við hugbúnað í tölvudeild- inni hjá Sjóvá-Almennum og í eitt ár hjá Prior Data Sci- ences, Kanada. Nám: Lokapróf í rafmagnsverkfræði frá Verkfræðideild Háskóla (slands 1990. M.A.Sc próf ( rafmagnsverkfræði (stýringum) frá University of Toronto, Kanada 1992. Félags- og trúnaðarstörf: ( stjórn RVFÍ 2003-2004 og 1994-1995.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.