Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 20
/ UNGT FÓLK OG JAFNRÉTTI
WW' il I nA M K
*n - 1 SKl á
1 mmsMir. tr* f ^ •tilÉfil Wi Íir'
f 1 1
KVENLEIKI FELST í VANDVIRKNI, LÍKAMLEGU ÞRÓTTLEYSI,
SÉRTÆKRI ÞEKKINGU, TILFINNINGUM, ÓSJÁLFSTÆÐI, HUG-
LÆGNI, SAMVINNU OG AÐ VERA NÆRANDI EÐA SAMÚÐARFULL
fyndnastir voru um leið vinsælastir í strákahópnum.
í skólastofunni er algengara að drengir séu uppáhalds-
nemendur kennara (Howe, 1997). Það má m.a. skýra með
því að opinber (umræðu)virkni í tímum (e. public talk) er
gjarnan mun meiri hjá drengjum, á meðan stelpur eru
virkari í að tala saman innbyrðis (e. privat talk). Drengir fá
meira af neikvæðri og jákvæðri athygli kennarans. Nýlegar
rannsóknir í grunnskóla sýna að 76% af athygli kennarans
fer til drengja (Lynch og Lodge, 2002). Þar sem opinber
virkni þeirra er mun meiri er ekki að undra að þeir séu oft-
ar fyndnir en stelpurnar og kennarinn þekki betur til
þeirra. ( nýlegri íslenskri rannsókn kom þetta skýrt fram
þar sem allir kennarar sem kenndu þeim tveimur bekkjum
sem voru til skoðunar töldu að ákveðnir drengir væru
bæði skemmtilegastir og fyndnastir (BRM,2003). Þessir
drengir höfðu jafnframt sterkustu valdastöðuna af drengj-
unum í hópnum. Það hefur einmitt sýnt sig í leiðtogarann-
sóknum að gott er að leiðtogi hafi húmor fyrir sjálfum sér
og öðrum (Ásdís Halla Bragadóttir, 2000). Því kemur ekki á
HITAVEITA
SUÐURNESJA
vistvæn
orka
óvart að fyndni hafi almenn áhrif á vinsældir og valdaupp-
byggingu í drengjahópum. Það virðist hins vegar ekki vera
eins ráðandi þáttur í valdauppbyggingu í stúlknahópum
(BRM, 2003).
Fyndni, frumkvæði og virkni eru samtvinnaðir þættir.
Það má þó ekki skilja þetta sem svo að allir sem eru virkir
opinberlega séu líka fyndnir. Hins vegar er virknin for-
senda fyrir því að einhverjir viti af þvi hvort einstaklingar
eru fyndnir eða ekki. Af hverju eru stelpur ekki virkari al-
mennt á opinberum vettvangi? Eins og komið hefur fram
er þessi orðræða um hina undirgefnu óvirku konu margra
alda gömul. Þessar gömlu hugmyndir koma skýrt fram í
þeim væntingum sem gerðar eru til kynjanna í skóla. Bent
hefur verið á að stelpum sé fyrst og fremst umbunað fyrir
kvenleika, þ.e. að vera þægar og góðar, sýna af sér meiri
þroska en drengirnir (það þýðir að þeim er hrósað fyrir að
kunna að bíða eða láta í minni pokann frekar en að
ströggla o.s.frv.), vera samvinnufúsar og hjálpsamar, láta
lítiðfyrir sérfara og hlýða án þess að spyrja spurninga, svo
eitthvað sé nefnt. Þeim er sérstaklega hælt fyrir að láta lít-
ið fyrir sér fara. Hins vegar telja margir kennarar það felast
í eðli drengja að vera árásargjarnir, fyrirferðarmiklir, kapps-
fullir, óstýrilátir og þess vegna truflandi (Francis, 1997;
Llewellyn, 1980; Robinson, 1992). Ef stelpur eru fyrirferðar-
miklar, virkar og ráðandi í kennslustofunni er það oftar
túlkað sem óviðeigandi hegðun eða andspyrna gegn
kennaranum heldur en þegar drengir eiga í hlut (Wal-
kerdine, 1990). Þar sem fyndni byggist á uppbroti í tímum,
frumkvæði og virkni má segja að þessir undirbyggjandi
þættir séu mun síður styrktir hjá stúlkum.
20/2. tbl. / 2004 / vera