Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 53

Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 53
Forgangsröðun þróunarsamvinnuverkefna Helstu verkefni (slensku friðargæslunnar hingað til hafa verið í ríkjum fyrrum Júgóslavíu: Makedóníu, Kosóvo hér- aði og Bosníu. Viðamesta verkefnið á því svæði hefur verið yfirumsjón með flugvellinum í Pristína í Kosóvo héraði, þjálfun flugumferðarstjóra og að koma rekstri flugvallarins I í hendur Sameinuðu þjóðanna og heimamanna. Næsta stóra verkefnið er samskonar starf í Afganistan í tengslum við uppbyggingu flugvallarins í höfuðborginni Kabúl. Hef- ur fslenska friðargæslan getið sér gott orð á þessum slóð- um og staðið sig með prýði. Þingsályktunartillaga Þórunnar frá í október 2003 ber með sér aðrar áherslur. Þar skorar Þórunn á Alþingi að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd sérfræðinga sem móti stefnu fslands í þróunarsamvinnu við fátæk ríki. Þórunn leggur til að nefndin hafi fernt að leiðarljósi við forgangsröðun verk- efna á sviði þróunarsamvinnu: 1. Nauðsyn þess að efla menntun, mannrétt- indi og frelsi kvenna um allan heim. 2. Nauðsyn þess að styðja við uppbyggingu al- mennrar heilsugæslu í fátækum löndum. 3. Nefndin taki mið af því sem best gerist í svip- aðri stefnumótun í nágrannalöndum. 4. Þörf þess að endurskoða lög um Þróunar- samvinnustofnun fslands í Ijósi niðurstaðna nefndarinnar. í greinargerð með tillögunni segir að menntun stúlku- barna og kvenna í þriðja heiminum hljóti að teljast algjört forgangsmál, ásamt uppbyggingu heilsugæslu og for- I varnarfræðslu á alnæmissvæðum. Pólitísk forgangsröðun Best væri ef við íslendingar þyrftum ekkert að forgangs- raða heldur gætum gengið í öll þau verkefni sem bíða úr- lausnar í heiminum; útrýmt hungri, ólæsi, ófriði, kúgun og fátækt. En á meðan svo er ekki neyðumst við til að for- gangsraða í takt við þörfina fyrir aðstoð og þá fjármuni sem við höfum til ráðstöfunar. Ekki verður hjá því komist að slík forgangsröðun verði pólitísk, eins og glögglega kemur fram í skoðanaskiptum Þórunnar og utanríkisráð- herra. Ríkisstjórnin hefur valið að fara inn á vettvang frið- argæslu og uppbyggingar á hernaðarlega mikilvægum mannvirkjum, eins og flugvöllum, frekar en að sinna gras- rótinni þar sem neyðin er mest; að taka þátt í að mennta stúlkubörn og konur í þriðja heiminum og byggja upp heilsugæslu og forvarnarfræðslu á mikilvægum sviðum. Fátt kemur á óvart við val íslensku ríkisstjórnarinnar sem er í takt við utanríkisstefnu hennar að öðru leyti.. Nokkrar staðreyndir um íslensku friðargæsluna 1. Á viðbragðslista íslensku friðargæslunnar eru 184 einstaklingar, 62 konur og 122 karlar. 2. Áætlaður kostnaður við íslensku friðargæsluna fyrir árið 2003 var um 270 milljónir króna. 3. Skilyrði sem einstaklingar þurfa að uppfylla til að komast á viðbragðslista: • Háskólapróf, sérmenntun eða sérhæfð reynsla og þekking ■ Mjög góð enskukunnátta * Hæfni í mannlegum samskiptum, sérstaklega hvað varðar fólk úr ólíkum menningarheimum með ólík trúarbrögð * Þolgæði undirálagi * Öguð og sjálfstæð vinnubrögð • Hæfileika til að aðlagast nýjum aðstæðum og frum- stæðu vinnuumhverfi • Þekking og / eða reynsla af störfum að mannúðarmál- um er æskileg, einnig kunnátta í öðrum tungumál- um, s.s. norðurlandamálum, frönsku og þýsku. Bann við umskurði kvenna á íslandi Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) er fyrsti flutningsmaður frumvarps um bann við umskurði kvenna. ( greinargerð með frumvarpinu segir að alþjóða- heilbrigðisstofnunin, WHO, hafi hvatt aðildarríki sín til að taka skýra afstöðu gegn þessum verknaði og Evrópu- þingið hefur skorað á aðildarþjóðirn- ar að lögfesta refsiákvæði gegn þeim sem framkvæma slíka aðgerð, enda sé umskurður stúlkna í raun limlest- ing sem getur haft alvarlegar afleið- ingar, jafnvel dauða. Um 6000 stúlkur umskornar á hverjum degi I greinargerðinni segir einnig að sam- tökin Amnesty International áætli að um 135 milljónir núlifandi kvenna og stúlkna í heiminum hafi þolað þessar misþyrmingar á kynfærum sínum og að um 2 milljónir stúlkubarna séu umskornar á hverju ári, eða um 6000 á hverjum degi. Umskurðureryfirleitt framkvæmdur á ungum stúlkum, allt frá sjö daga gömlum, en algengast er að þær séu á aldrinum 4 til 14 ára. Útbreidd samfélagsleg venja Þótt algengt sé að umskurður kvenna sé tengdur við islam þá er hann ekki bundinn við nein ákveðin trúarbrögð og er reyndar ekki trúarleg athöfn heldur miklu frekar samfélagsleg venja. Umskurður stúlkna er ekki síð- ur tíðkaður í löndum þar sem þorri fólks telst til kristinnar trúar, eins og í Eþíópíu og Kenýa, en talið er að hann eigi rætur að rekja til Afríku og þar mun hann vera útbreiddastur í dag. Ekki eru til margar áreiðanlegar rann- sóknirá útbreiðslu umskurðará stúlk- um en vitað er að hann er enn fram- kvæmdur í 28 Afríkulöndum og að einhverju leyti í löndum islams í Indónesíu, Sri Lanka, Malasíu og Ind- landi, Egyptalandi, Óman, Jemen og Sameinuðu arabísku furstadæmun- um og hjá frumstæðum ættbálkum Suður-Ameríku. Getur gerst á íslandi! Kolbrún hefur látið hafa eftir sér að afar brýnt sé að lögfesta bann við umskurði kvenna á íslandi, þar sem slíkur verknaður getur hvenær sem er komið upp á yfirborðið hér á landi. Þess má geta að heilbrigðisráðherra (2001) hefur lýst umskurði stúlku- barna sem líkamlegu ofbeldi en ekki læknisverki, og því væri læknum óheimilt að framkvæma hann sam- kvæmt læknalögum. Að mati ráð- herrans yrði refsað fyrir slíkan verkn- að samkvæmt almennum hegningar- lögum. X vera / 2. tbl. / 2004 / 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.