Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 50

Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 50
Þórhildur Einarsdóttir / FJÁRMÁL Breytingaskeið Á SKULDABRÉFAMARKAÐI »Síðustu ár hefur landslag á fjármálamarkaði breyst umtalsvert og ekki er enn séð fyrir endann á þeim breytingum. Með einkavæðingu bankanna og auknu frjálsræði á markaði hefur samkeppni aukist og mun meiri fjölbreytni ríkir í þeirri fjármálaþjónustu sem boðið er upp á. Þá eru einnig framundan breytingar í hús- næðislánakerfinu sem marka viss vatnaskil og ættu að leiða til lægra vaxtastigs og minni áhættu einstaklinga í tengslum við fjármögnun á íbúðahúsnæði. * Kaup á íbúðahúsnæði er stærsta fjár- festingin sem flestir leggja í og því mikilvægt að kostir sem bjóðast til fjármögnunar séu vel ígrundaðir. Stærstur hluti fjármögnunar kemur yfirleitt frá fbúðalánasjóði íformi hús- bréfa sem lántakendur selja á mark- aði, ýmist með afföllum eða yfirverði sem hefur aukist mikið síðustu vik- urnar. Þá eru lífeyrissjóðslán að sama skapi stór hluti fjármögnunar, auk bankalána, en sumir bankanna tóku nýverið að auglýsa fasteignalán í er- lendri mynt, sem er nýbreytni hér á landi. Lán í erlendri mynt Algengt er að íslensk fyrirtæki séu með hluta af lánum sínum í erlendri mynt og þá einkum þau sem hafa tekjur í erlendri mynt. Einstaklingum hefur staðið til boða að taka erlend lán um nokkurra ára skeið en það er fyrst á þessu ári að tveir íslenskir bankar hafa hafið markaðssetningu á slíkum lánum til fasteignakaupa. Þess konar lán geta virst mjög aðlað- andi við fyrstu sýn enda vextir um- talsvert lægri en á sambærilegum lánum í íslenskum krónum. Áhættan sem fylgir slíkum lánum felst hins vegar í gengissveiflum, en lækkun gengis krónunnar hækkar afborganir á erlendum lánum í innlendri mynt. Þvi til viðbótar - þrátt fyrir að lánin séu til lengri tíma - fara vextir eftir þróun á erlendum fjármálamörkuð- um. Það er ástæða til að undirstrika að töluverðar sveiflur geta verið á vaxtastigi erlendis, en t.d. eru milli- bankavextir nú um 2% í Evrópu en voru 5% fyrir tveimur árum síðan. Það er síðan samdóma álit flestra sér- fræðinga að vextir hafi náð lágmarki erlendis og muni án efa hækka í ná- inni framtíð. Lán íbúðalánasjóðs eru hins vegar með föstum vöxtum, sem eru 4,75% sem stendur, og því er eina áhættan eða óvissan sem fylgir þeirri lántöku að verðbólga aukist, enda þau lán verðtryggð. Vextir á lífeyris- lánum og bankalánum eru hins vegar breytilegir, auk þess sem þau eru verðtryggð. Það er því alltaf einhver áhætta sem fylgir lántökum en þó er hún kannski sýnu minni með inn- lendum lántökum þar sem sveiflur á gengi gjaldmiðla eru bæði tíðari og meiri en eru á verðbólgu og vaxta- stigi innanlands. Breytingaskeið hafið Nú liggur fyrir Alþingi tillaga um breytingu á lögum um húsnæðislán sem er vænst að verði samþykkt á næstunni. Auk þess hefur aðgengi erlendra fjárfesta að íslenska skulda- bréfamarkaðnum verið gert auðveld- ara með skráningu íslenskra skulda- bréfa hjá alþjóðlegu uppgjörsfyrir- tæki. Hvorutveggja hefur haft mjög jákvæð áhrif á þróun vaxta á skulda- bréfamarkaði sem hafa lækkað um- talsvert síðustu vikur, auk þess sem ávöxtunarkrafan lækkaði töluvert á síðasta ári. Breytt fyrirkomulag hjá BREYTT FYRIRKOMULAG HJÁ ÍBÚÐALÁNASJÓÐI LÝSIR SÉR í ÞVÍ AÐ HÆTT VERÐUR ÚTGÁFU HÚSNÆÐIS- OG HÚSBRÉFA OG ÞESS í STAÐ VERÐA GEFIN ÚT ÍBÚÐABRÉF. ÍBÚÐABRÉF VERÐA BOÐIN ÚT Á MARKAÐI OG ÞVÍ ERU VAXTA- KJÖR BREYTILEG OG RÁÐAST AF AÐSTÆÐUM Á MARKAÐI HVERJU SINNI íbúðalánasjóði lýsir sér í þvf að hætt verður útgáfu húsnæðis- og húsbréfa og þess í stað verða gefin út íbúða- bréf. (búðabréf verða boðin út á markaði og því eru vaxtakjör breyti- leg og ráðast af aðstæðum á markaði hverju sinni. Sú meginbreyting verð- ur að í stað þess að lántakendur fái húsþréf líkt og tíðkast nú - sem þeir svo selja á markaði ýmist með afföll- um eða á yfirverði - fá þeir nú út- greitt í peningum. Þetta ætti að vera mjög til hagræðis fyrir lántakendur enda líður iðulega nokkur tími frá því gengið er frá kaupsamningi þar til húsbréfin fást afhent og getur því verið bagalegt ef þróun á markaði snýst lántakanda í óhag á meðan, enda geta breytingar gerst mjög hratt á markaðnum. Markaðurinn hefur tekið þessum breytingum vel og hafa vextir lækkað hratt síðustu vikurnar. Frelsinu fylgir áhætta Það er óhætt að segja að aukið frelsi á fjármálamarkaði muni skila sér í lægri vaxtakostnaði til heimilanna og mun fleiri fjármögnunarmöguleikum. Á sama tima er Ijóst að frelsinu fylgir áhætta. Það var einfaldlega erfitt að fara sér að voða í fjármálum þegar engin lán stóðu til boða á tímum hafta. Það er því mjög mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir þeirri áhættu sem tekin er í lánaviðskiptum, eink- um þegar leitað er á erlenda fjár- málamarkaði sem eru miklum sveifl- um undirorpnir. Til að mynda er ekki mögulegt að taka núverandi vexti á erlendum mörkuðum sem gefna þegar til framtiðar er litið. Best er að eiga borð fyrir báru þegar lánavið- skipti eru annars vegar. 50/2. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.