Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 12

Vera - 01.04.2004, Blaðsíða 12
/KARLVERAN Arnar Gíslasson Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér »Einn þeirra ungu karlmanna sem komu inn á Alþingi eftir síðustu kosningar er Ágúst Ólafur Ágústsson. Athygli hefur vakið að Ágúst hefur beitt sér í hinum svokölluðu „mjúku" málum, eins og málefnum barna og aldraðra, því þau mál hafa hingað til að mestu tilheyrt konum á Al- þingi. Ágúst hefur einnig stutt hið margumtalaða vændisfrumvarp þar sem hugmyndin er að færa refsibyrðina af þeim sem selja vændi yfir á þá sem kaupa vændi. Vera heimsótti Ágúst á skrifstofu hans í Austurstræti og ræddi við hann um þingstörfin, jafnréttismál og karlmennsku. Hvað kom til að þú fórst að beita þér í hin- um svokölluðu „mjúku" málum? Ég held að það sé rík þörf á að stjórnmála- menn sinni þessum málum sem þú kallar mjúk en síðan lá áhugi minn einfaldlega á þessu sviði. Mitt fyrsta frumvarp á þingi fjall- aði um að afnema fyrningarfrest við kynferð- isþrotum gegn þörnum. Þolendur leita sér oft hjálpar seint við slíkum þrotum og við höfum dæmi um að menn hafi verið fundnir sekir en engu að síður sýknaðir vegna fyrn- ingar. Ég hef einnig lagt fram tillögur um þunglyndi meðal eldri borgara og um sér- deild fyrir unga fanga. Hvernig er stuðningurinn við þessi mál sem þú hefur lagt fram? Hann er ágætur, en eins og ég er búinn að kynnast núna á þinginu þá skiptir öllu máli hvaðan mál koma. Oft er það þannig að stjórnarandstöðumálin enda í nefnd. Þannig starfa ríkisstjórnarflokkarnir, alveg burtséð frá því hversu gott málið er. Eitt og eitt þing- mannamál fær að fara í gegn en langflest þeirra daga uppi í nefnd og fá í raun ekki þinglega meðferð. Er mikil karlastemning á Alþingi? Það er stundum sagt að á síðustu dögum þingsins myndist ákveðin hrútastemning. Þá vilja menn fara að funda á kvöldin, helst á nóttunni, og menn halda oft langar ræður. Það er eflaust nokkuð til í þessu enda eru vinnuþrögðin skrýtin hérna. Málin koma seint frá ríkisstjórninni og oft er lítill tími fyrir þingið til að fjalla um þau. Afleiðing þess er að lögin verða ekki jafn góð og ella. Við erum það Norðurlandaríki sem oftast hefur lent í því að setja lög í þága við stjórnarskrá, en það er undantekning ef slíkt gerist á hinum Norð- urlöndunum. Öll umgjörðin gerir það líka að verkum að erfitt er að sinna fjölskyldunni samfara þing- störfunum. Ég á 2 ára dóttur og það er óþægilegt að vita ekki hvort ég get sótt hana í leikskólann daginn eftir. Við fáum ekki dag- skrána okkar í hendurnar fyrr en kvöldið áður og ég veit ekki hvort ég er þúinn að vinna klukkan 5, 7 eða 10 daginn eftir. Þetta hentar auðvitað ekki fjölskyldufólki, hvorki körlum eða konum, og allra síst börnunum. Eru vinnubrögðin öðruvísi hjá Samfylk- ingunni, er meiri kvennabragur á störfum þar en hjá öðrum flokkum? Konur hafa að sjálfsögðu meiri áhrif þar, enda eru þær fleiri. Konur gegna lykilstöðum hjá okkur, s.s. í þingflokksformennsku, varafor- mennsku og eru oddvitar í kjördæmum og það styrkir flokkinn til muna. Kynin eru ólík, það verður að viðurkennast, en karlar styrkja konur og konur styrkja karla. Þess vegna er svo mikilvægt að virkja konur og fjarlægja þá þröskulda sem konur augljóslega búa við. Annar hver þingmaður Samfylkingarinnar er kona og í raun kemur nánast önnur hver kona sem nú situr á þingi úr aðeins einum flokki, Samfylkingunni. í Samfylkingunni hefur okkur gengið vel að tryggja jafnrétti kynjanna í reynd. Við lögðum áherslu í kosningunum á að jafnrétt- ismál myndu heyra undir forsætisráðuneytið því við teljum þann málaflokk mjög mikil- vægan. Við sjáum að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðra hugmyndafræði og mér hugnast ekki jafnréttisstefna Sjálfstæðisflokksins. Við sjáum hana m.a. speglast í ummælum Björns Bjarnasonar um að jafnréttislögin séu þarn síns tíma. Davíð Oddsson hefur tekið undir með honum og þeir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins sem hafa tjáð sig um málið virðast styðja þetta forneskjulega viðhorf flokksfor- ystunnar. Hvaða jafnréttismál standa hjarta þínu næst? Það eru auðvitað margir hlutir, en ég held að kynþundinn launamunur og valdaleysi kvenna séu lykilatriði. Það er langtíma verk- efni að uppræta kynþundinn launamun og það þarf að gera miklu þetur en nú er gert. Valdaleysi kvenna í viðskiptum, fjölmiðlum og stjórnmálum er líka stórt vandamál. Ef við lítum á viðskiptalífið þá eru 90% einstaklinga í stjórn fyrirtækja karlar. Það segir okkur að það er innbyggð skekkja í kerfinu, það er ver- ið að ganga framhjá hæfum konum. Þess vegna höfum við m.a. jafnréttislög, til að leið- rétta þessa innbyggðu skekkju. I allri umræð- unni um kynjakvóta, sem mörgum finnst af- skaplega neikvæð, gleymist oft að karlar bjuggu við kynjakvóta í þúsund ár hér á landi. Konur máttu ekki eiga eignir, máttu ekki erfa og höfðu ekki kosningarétt. Karlar fóru með öll völd í krafti 100% kynjakvóta. Það tekur tíma að vinna þetta til þaka og það þarf aðgerðir. Aðgerðir eins og fæðingaror- lofið. Ég held að það sé hins vegar lykilatriði að fæðingarorlof sé án þaks. Fæðingarorlof án þaks gerir kynin að jafnverðmætum starfs- krafti í augum atvinnurekandans. Með þaki er hins vegar hætt við að hálaunafólk, sem iðu- lega eru karlar, fari ekki í fæðingarorlof og að konur verði síður ráðnar í þau hálaunastörf sem í þoði eru. Þá missum við mjög mikil- vægt tæki í þaráttunni gegn kynþundnum launamun. Við vitum líka að þróun þaka er að þau hrynja smátt og smátt, auk þess sem við erum ekki að spara nema brotabrot af orlofs- greiðslum með þessari aðgerð, eða sem nemur um 2-3% af heildargreiðslum. Það má heldur ekki gleymast að ríkið greiðir ekki nema hluta orlofsins, það eru at- vinnurekendur sem greiða langstærstan hluta. Eftir því sem starfsfólk er launahærra 12/2.tbl./2004/vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.